Fréttablaðið - 19.05.2007, Síða 88

Fréttablaðið - 19.05.2007, Síða 88
Úrslitaleikurinn í fræg- ustu og elstu bikarkeppni heims fer fram í dag. Þá mætast ensku stórliðin Manchester United og Chelsea í draumaúrslitaleik knatt- spyrnuunnenda en þessi tvö lið eru klárlega þau sterkustu í enska boltanum í dag. Manchester United verður tvö- faldur meistari með sigri en liðið varð enskur meistari á dögun- um. Síðasta liðið til að vinna tvö- falt var Chelsea árið 2000 en þá var einmitt leikið í síðasta skipti á hinum gamla Wembley-leikvangi. José Mourinho hefur ekki enn tekist að stýra Chelsea til sigurs í ensku bikarkeppninni. Liðið vann deildarbikarinn fyrr í vetur en Chelsea vill meira en þann bikar. Það eru mikil meiðsli í herbúð- um Chelsea og Mourinho hefur aðeins úr fimmtán leikmönnum að velja að því er Sky-fréttastof- an greinir frá. Meðal þeirra sem eru frá vegna meiðsla eru Andriy Shevchenko, Michael Ballack og Ricardo Carvalho. Fastlega er búist við því að Michael Essien leiki í miðvarðarstöðunni við hlið Johns Terry. Ashley Cole, Arjen Robben og John Obi Mikel eru síðan tæpir vegna meiðsla. Meiðslavandræði eru eitthvað sem lið Man. Utd þekkir ákaf- lega vel. United verður án Gary Neville og Louis Saha. Ryan Giggs verður því fyrirliði en hann getur orðið enskur bikarmeistari í fimmta skiptið á ferlinum. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, óttast að tapa aftur úrslita- leik í vítaspyrnukeppni en fyrir tveim árum varð United fyrsta liðið til þess að tapa úrslitaleik í vítaspyrnukeppni gegn Arsenal. „Þið þekkið mína sögu í víta- spyrnukeppnum. Hún er hræði- leg. Vonandi fer þessi leikur ekki í vítaspyrnukeppni,“ sagði Fergu- son. Patrick Vieira skoraði úr sigurspyrnunni fyrir Arsenal í leik sem United átti frá upphafi til enda. Úrslitaleikurinn í fyrra fór einnig í vítaspyrnukeppni en þá vann Liverpool sigur á West Ham. José Mourinho, stjóri Chel- sea, segist hlakka til leiksins sem verður án vafa mikill viðburður. „Nú er það undir leikmönnum, stjórunum og dómurum að sjá til þess að leikurinn verði íþrótta- viðburður sem munað verði eftir. Staðreyndin er sú að þetta er á Wembley og þó svo að það séu 90 þúsund áhorfendur á leiknum þá er ég viss um að það hefði auð- veldlega verið hægt að selja 180 þúsund miða. Það væri stórkost- legt að vinna þennan leik. Sigur hér mun þó ekki verða til þess að við gleymum því hvað gerðist á þessari leiktíð. Við höfum verið á eftir þessum titli samt og ég hef sagt frá fyrsta degi að Wemb- ley sé staður sem ég hafði viljað koma á,“ sagði Mourinho. Það hefur talsvert verið talað um dómgæslu í aðdraganda leiks- ins og Mourinho hefur talað um að leikaraskapur gæti eyðilagt leik- inn. Það verður því pressa á Steve Bennett dómara. „Það eru snjallir leikmenn á vellinum sem gera sér mat úr snertingum og gera starf dóm- arans erfitt,“ sagði Bennett sem er að dæma sinn fyrsta úrslita- leik. Mourinho bætti við: „Ég yrði mjög svekktur ef einhverjir leik- menn fara að kasta sér niður til að fá andstæðing af velli. Manchester United og Chelsea mætast í úrslitum ensku bikarkeppninnar í dag á nýjum og glæsilegum Wembley-leikvangi. Enski bikarinn er eini bikarinn sem José Mourinho hefur ekki unnið með Chelsea á Englandi og leikmenn Chelsea munu leggja allt í sölurnar til að koma í veg fyrir tvöfaldan sigur United. Nýr og glæsilegur Wembley-leikvangur tekur á móti leikmönnum Manchester United og Chelsea. Sjö ár eru síðan úr- slitaleikur ensku bikarkeppninnar fór síðast fram á Wembley. Knattspyrnustjörnur sem hafa mótað sögu ensku bikarkeppn- innar síðastliðin fimmtíu ár munu taka þátt í athöfn fyrir leikinn. Vil- hjálmur Bretaprins verður heið- ursgestur á leiknum sem sýnd- ur verður í beinni útsendingu um allan heim. Flugvélar munu einn- ig fljúga yfir leikvanginn og þetta verður mikil skrautsýning. Þrátt fyrir glæsilega umgjörð eru ekki allir áhorfendur beint sáttir við verðlagninguna á vell- inum sem er í hærri kantinum. Bjórglasið kostar til að mynda 560 krónur sem er verð sem Íslending- ar þekkja vel en fellur illa í kram- ið hjá Bretunum. Hamborgaramáltíð kostar síðan 1.000 krónur. Miðaverðið á leikinn var einnig óvenju hátt. Bretarnir kvarta yfir bjórverðinu á Wembley Sjöunda umferð norsku úrvalsdeildarinnar fór öll fram á miðvikudaginn, þjóðhátíðar- dag Noregs. Átta Íslendingar af þeim fjórtán sem leika í deildinni komu við sögu í leikjunum en af þeim fékk Veigar Páll Gunnars- son langhæstu meðaleinkunn frá fjóru stærstu fjölmiðlum lands- ins. Hann skoraði sigurmarkið í 1- 0 sigri Stabæk á Odd Grenland á heimavelli og fékk þrjár sexur og eina sjöu fyrir. Kristján Örn Sig- urðsson fékk verstu dómana fyrir frammistöðu sína í 2-2 jafnteflis- leik Brann og Fredrikstad, fjóra fjarka. Veigar Páll var valinn í lið um- ferðarinnar hjá Aftonbladet. Veigar fær góða dóma í Noregi Hornamaðurinn knái Alexander Petersson er á leiðinni til Flensburg. Íþróttadeild Stöðv- ar 2 og Sýnar hefur þetta eftir heimildum sínum og ku þýska stórveldið hafa lagt mikið á sig til að fá Alexander lausan undan samningi sínum. Alexander leik- ur nú með Grosswallstadt en var áður á mála hjá Düsseldorf. Alexander hefur átt gott tíma- bil með Grosswallstadt auk þess sem hann vakti mikla athygli með frábærri frammistöðu á heims- meistaramótinu sem fór fram í Þýskalandi í janúar. Anders Dahl Nielsen mun taka við sem fram- kvæmdastjóri hjá Flensburg í sumar en hann gat ekki tjáð sig um málið þegar falast var eftir því í gær. Búist er við að tilkynnt verði um félagaskiptin í næstu viku. Flensburg er í þriðja sæti þýsku deildarinnar og tapaði nýverið fyrir Kiel í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ekki náðist í Alexander vegna málsins í gær. Semur við stór- liðið Flensburg Nemanja Vidic óttaðist um framtíð sína hjá Manchester United eftir afleita byrjun hjá fé- laginu. Vidic kom til United í jan- úar í fyrra og átti í erfiðleikum með að aðlagast lífinu á Englandi. Nú kveður við annan tón og Vidic var lykilmaður í Englandsmeist- araliði United. „Fyrsti mánuðirnir á Englandi voru mér mjög erfiðir og satt best að segja taldi ég að ég ætti mér enga framtíð á Englandi. Fótbolt- inn er allt öðruvísi hér og mér leið ekki vel fyrst um sinn,“ sagði Vidic. „Það var ekki það að ég væri hræddur, heldur missti ég alveg sjálfstraustið á þessum erfiðu tímum og ég var að klúðra einföld- ustu hlutum í hverjum leik. Það var eins og ég hefði glatað öllum hæfileikum,“ sagði Serbinn. Betri tímar tóku þó fljótlega við. „Leikmenn þurfa að vera sterk- ir andlega til að spila í svona stór- um klúbbi og ég fór að öðlast meira sjálfstraust. Ég hafði full- an stuðning þjálfaraliðsins og það skipti mig öllu máli. Ef það hefði ekki gerst hefði allt orðið mun erfiðara,“ sagði Vidic sem verður væntanlega á sínum stað í vörninni við hlið Rios Ferdinand í bikarúrslitaleiknum gegn Chelsea í dag. Ég hélt ég ætti enga framtíð hér Luca Toni hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Fiorentina. Þessi sterki sóknarmaður hefur ekki spil- að síðan í aprílmánuði en hann hefur átt í þrálátum vandræðum með vinstri fótinn og nú er komið í ljós að hann þarf að fara í upp- skurð. Hann missir því af tveim- ur síðustu umferðum deildarinn- ar á Ítalíu. Miklar líkur eru taldar á því að Toni semji við Bayern München í sumar en þýska félagið hefur staðfest áhuga sinn á þessum þrí- tuga sóknarmanni sem hefur verið iðinn við kolann með Fior- entina á tímabilinu. Þarf að fara í uppskurð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.