Fréttablaðið - 19.05.2007, Side 72
Norðaustanvindurinn ýtir breið-
um, þungum bylgjum úr Íshafinu
suður. Skútan liggur á 300 faðma
dýpi 60 mílur austur af Langa-
nesi, og bylgjurnar velta henni
með hægum, föstum takti, og
það brakar í viðum hennar. Þetta
er snemma morguns, og brakið í
viðum skútunnar hljómar eins og
hrotur. Hún veltur þyngra undan
vindinum, í stjórnborða, og þá er
eins og hún andi að sér; svo velt-
ur hún í bakborða og andar frá
sér. Skútan andar djúpt, hrýt-
ur hátt, sefur fast. En stórseglið
vakir. Það er barkarlitað með eina
hvíta bót og slengir bómunni út í
hverri veltu, kippir í tóin, rykkir
í stuðtalíuna, og reynir að slíta sig
laust.
Jónas Árnason: Færeyingar
(Veturnóttakyrrur 1957)
„Þingmaðurinn og hans þingflokk-
ur setur niður við slíka fram-
göngu,“ segir í aðsendri grein í
Mbl. 3. maí. Hvað skyldi þing-
maðurinn setja niður? Kartöflur?
Varla setur hann niður þolfall.
Oft heyrum við tekið svo til orða,
að eitthvað sé svona „á hinum
Norðurlöndunum“.
Það er órökrétt því að þá erum
við um leið að segja að okkar land
sé „þetta Norðurland“ – sbr. for-
nöfnin þessi og hinn – og það dytti
engum í hug. Miklu betur fer á því
að segja einfaldlega „annars stað-
ar á Nörðurlöndum“.
er býsna einkennilegt orð. Frum-
merking er að bera eitthvað í huga
sér, og þannig er elsta dæmi í rit-
máli, í Píslarsögu sr. Jóns Magnús-
sonar frá miðri 17du öld og aftur í
Árbókum Espólíns. En merkingin
vitleysa, fjarstæða, ímyndun eða
heilaspuni (sem er líka skemmti-
legt orð) kemur fyrst fyrir í Fjölni,
– og allar götur síðan.
Jón Gunnar Sæmundsson bendir á
notkun lo. geðveikur í Fréttablað-
inu 21. apríl: „...getur maður borð-
að yfir sig af geðveikum mat“.
Lo. geðveikur er auðvitað haft
um alvarlega sjúkdóma, sem eng-
inn skyldi skopast að. Því miður
hefur borið á því sem eins konar
unglingaslangri að nota orðið sem
sterkt atviksorð, að e-ð sé „geð-
veikt skemmtilegt“ – eða kannski
segja unglingarnir „kúl“ enda
þykir þeim fínt að sletta ensku. En
eitt er unglingatalmál og annað al-
vöruskrif í dagblöðum. Því þótti
mér hörmulegt að sjá í fyrirsögn
í Lesbók Mbl. 5. maí: „Ja, þið eruð
bara að mælast geðveikt vel.“ Hélt
ég satt að segja að þar á bæ væri
meiri metnaður og aðrar kröfur
um málfar.
Getur það stafað af einhverri
innbyggðri ofbeldishneigð að nú
þykir fínt að „berja e-ð augum“ í
stað þess að aðgæta, gá, horfa á,
líta, sjá, skima, skoða, skyggnast,
virða fyrir sér? Ekki skortir orð.
Ragnar Böðvarsson sendir þessa
braghendu um varðandi-staglið:
Varðandi hvað varðar þetta
verður gaman
er við losnum loks við amann
af leti og heimsku að vinna
saman.
67 km til Írak
Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.gatur.net
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ
CHAMIONS LEAGUE
FYRIR PLAYSTATION 2
I I
I
I I
LEYSTU
KROSSGÁTUNA!!
Þú sendir SMS skeytið
JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ
á númerið 1900!
Dæmi hvernig SMS gæti
litið út ef svarið er Jón.
Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON.
Dregið úr réttum svörum n.k.
fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið
Ég endaði dvöl mína hér í Teh-
eran á að flýja stórborgina og
eyddi síðustu helginni minni með
nokkrum vinum í Suður-Íran í rík-
asta héraðinu, nefnilega Khuzest-
an. Khuzestan er olíufylkið, flest-
ir skýjagljúfrar í Teheran eru
byggðir fyrir peninga sem koma
þaðan. Samt sem áður er fólkið
þar fátækt. Peningarnir fara allir
til borgarinnar. Það eru flug á 20
mínútna fresti til Ahvaz og flug-
vélin var full af olíubransafólki.
Þegar ég labbaði út úr flug-
vélinni labbaði ég á vegg. Hitinn
sem var yfir 40 gráður var nánast
óbærilegur en svartur síðerma-
klæðnaður og slæða á höfðinu var
samt ennþá skylda og svitinn rann
eftir bakinu. Þegar við keyrðum
í klukkutíma frá flugvellinum
til Shush sem var áfangastaður
okkar sáum við olíuna brenna út
í loftið á staurunum sem gnæfðu
upp úr jörðinni. Mjög tilkomu-
mikið og ég fann næstum lyktina
af peningunum í loftinu.
En Khuzestan er líka ríkasta
landbúnaðarhérað Íran. Þar renna
þrjár stórar ár í gegn og skapa
úrvalsræktunarland. Þar vinna
bændur hörðum höndum á hveiti-
ökrum og sykurökrum, og allir
mögulegir ávextir og grænmeti
eru líka ræktaðir á svæðinu.
Vegna þess hversu ræktunar-
land er gott á svæðinu eru þarna
elstu minjar um byggð í Íran að
finna og þarna settust þeir fyrst
að. Shush var ein af mikilvæg-
ustu borgunum í fornu Persíu.
4000 ára fornminjar liggja alltum
kring. Íran hefur aldrei hætt að
koma mér á óvart og það var því
mjög ánægjulegt að komast að
því að í miðri eyðimörk í Shush
sem engir túristar hafa heyrt
talað um - kannski af því að þar
eru engin hótel og engir veitinga-
staðir, og fólksfjöldinn nokkrar
hræður - eru einhverjar merki-
legustu fornminjar Írans
að finna.
Darius I byggði vetrar-
höll þarna 521 fyrir Krist
sem svipar til Persepol-
is. Höllin lifði af Alex-
ander mikla en eftir árás
Mongólanna hvarf höllin í
sand og fannst ekki fyrr
en á 19. öld þegar fransk-
ir fornleifafræðingar hóf-
ust handa við að grafa upp
höllina. Íranski hlutinn
í Louvre-safninu í París
kemur því allur frá þessu svæði.
Þeir sem hafa séð minjarnar í
Louvre geta farið til Shush og séð
það sem var skilið eftir.
Héraðið liggur upp við Írak og
því vorum við með næturverði til
að passa okkur á nóttunni. Í 67 km
fjarlægð í Írak ríkir nefnilega al-
gjör lögleysa og óstjórn. Banda-
ríkjaher þykist vera á staðnum en
er aðallega í Baghdad þannig að
restin af Írak er frekar afskipta-
laust. Íbúarnir í Khuzestan eru af
arabískum uppruna og þó að pers-
neska sé opinbera tungumálið þá
er arabíska aðaltungumálið. Inn-
fæddir gera ekki greinarmun á
fólkinu hinum megin við landa-
mærin. Þetta er sama fólkið, sama
jörðin og í hugum þeirra eru engin
landamæri. Frændur og frænk-
ur búa hinum megin við línuna og
þau ferðast á milli.
Saddam Hussein
reyndi mikið að kom-
ast yfir fylkið í stríðinu
við Íran 1980-1988 vegna
auðlindanna sem finn-
ast hér; olía og ræktun-
arland. Fylkið varð því
verst úti í stríðinu og um
hálf milljón Írana lét hér
lífið við að vernda Khuz-
estan.
Á föstudeginum sátu
konurnar í moskunni,
sem er líka aðalfélagsmiðstöðin,
og báðu, sungu, görguðu og böð-
uðu út höndum, þetta var eins og
að labba inn í fuglabjarg og ég hef
aldrei séð eins mikla karaktera.
Gömlu konurnar með sólþurrk-
uð andlitin eins og krumpað-
ar sveskjur, þykk gleraugu með
svörtum þykkum umgjörðum og
svörtu klútana vafða um höfuðið
„arab-style“.
Við gistum á sannkölluðu óðali,
í gömlu stóru húsi með þjónustu-
fólki, kokkum og einkabílstjór-
um. Og eins og alltaf var gest-
risnin í hámarki og þetta fólk bar
mig á höndum sér. Þetta var full-
kominn endir á fullkominni dvöl
í frábæru landi sem hættir ekki
að koma á óvart. Fólkið og menn-
ingin er stórkostleg. Hér hef ég
eignast vini á mettíma og því var
hálf dapurt að koma aftur til Teh-
eran til að pakka ofan í tösku og
kveðja.
Það veit svo sem enginn hvað
gerist næst í íslamska lýðveld-
inu Íran sem heldur áfram að
óhlýðnast bandaríska stórveld-
inu og setja hömlur á eigin íbúa
en ég vona innilega að landið
verði látið í friði og að fólkið fái
frið til að lifa sínu lífi. Ég kveð
núna Íran í bili og þakka öllum
sem lásu pistlana. Khodahafez!