Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 78
Tónleikar Oumou Sangaré og Tómasar R. Einarssonar á Nasa á fimmtudagskvöldið voru fyrstu tónleikar Vor- blóts 2007, en hátíðin er nú haldin öðru sinni. Vorblótið einbeitir sér að þjóðlagatón- list, djassi og heimstónlist og er kærkomin viðbót í tón- listardagatal Reykjavíkur. Tómas R. hóf Vorblótið á fimmtu- dagskvöld á Nasa. Hann mætti með fimm manns með sér og lék lög af latin-plötunum sínum, Kúb- anska, Havana og Romm Tomm Tomm. Flott tónlist spiluð af sann- færingu. Hljóðfæraleikurinn var fyrsta flokks, en gítarleikarinn Ómar Guðjónsson var fremstur meðal jafningja – plokkaði af inn- lifun og lét vaða á súðum í sólóun- um. Eftir smá hlé fóru meðlimir hljómsveitar Oumou Sangaré að tínast inn á sviðið. Tíu manns auk söngkonunnar sjálfrar. Hljóðfæra- skipanin var sambland af hefð- bundnum hljóðfærum (rafmagns- bassa, rafmagnsgítar, trommu- setti) og afrískum hljóðfærum eins og kora, belgfiðlu, flautu og ýmsum ásláttarhljóðfærum. Ég verð að viðurkenna að ég þekkti ekkert til Oumou þegar koma hennar var boðuð á Vorblótið. Maður þarf hins vegar ekki að skoða sig lengi um á netinu til þess að sjá að þarna er stórstjarna á ferðinni. Tónlist Oumou er kennd við Wassoulou-landshlutann á Malí. Hún er bræðingur af þjóðlegri afr- ískri tónlist og vestrænni; einhvers konar afrískt fönk með óvenjuleg- um hryn og hljóðheimi. Það var strax ljóst að þarna var hörku- band á ferðinni. Oumou hefur mik- inn sviðsþokka. Hún söng með sínum frægu tilþrifum og dansaði og hoppaði á sviðinu. Hún stjórn- aði hljómsveitinni og gaf með- limunum stundum merki, einum í senn, um að stíga fram og sýna list- ir sínar. Og það gerðu þeir. Undir kraumaði hnausþykkt grúvið. Stemningin á tónleikunum fór stigvaxandi. Tónleikagestir voru flestir farnir að dilla sér og dansa með þegar á leið og í lokin var allt á suðupunkti: Hljómsveitin á útopnu í dáleiðandi takti og Oumou og bak- raddasönkonurnar tvær skiptust á um að sýna listir sínar í villtum dansi á miðju sviðinu. Magnað. Á heildina litið voru þetta frá- bærir tónleikar sem skilja mann eftir þyrstan í meira. Síðustu tónleikar Kristalsins, kammertónleikaraðar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, á þessu starfsári verða haldnir í Listasafni Íslands í dag þegar allir málm- blásarar Sinfóníuhljómsveitar- innar leika saman ásamt tveim- ur slagverksleikurum. Á efnis- skránni eru meðal annars verk Modests Mússorgskíj, Myndir á sýningu, í útsetningu fyrir málm- blásarasveit eftir Elgar Howarth, sem og verk eftir Pablo Casalas og Henri Tomas. Hljómsveitarstjóri á tónleik- unum er Anthony Plog en hann hefur starfað jöfnum höndum við tónsmíðar og hljómsveitarstjórn og er mjög virtur á sínu sviði. Lengi vel sérhæfði hann sig í tón- smíðum fyrir blásturshljóðfæri og hefur hlotið fjöldann allan af viðurkenningum fyrir framlag sitt. Myndir á sýningu hefur lengi vel verið eitt vinsælasta verk Mússorgskíjs. Verkið er upphaf- lega samið fyrir píanó en Maurice Ravel útsetti það fyrir hljómsveit. Meðal þeirra sem hafa spreytt sig á verkefninu er Vladimir Ashken- azy. Tónleikarnir verða sem fyrr segir haldnir í Listasafni Íslands og hefjast klukkan 17.00. Miða- verð er 1.500 krónur. Síðustu tónar Kristalsins í ár Áshildur Haraldsdóttir flautu- leikari, Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari og Atli Heimir Sveinsson flytja tónverk fyrir ein- leiksflautu og flautu og píanó í fé- lagsheimilinu Laugaborg í Eyja- fjarðarsveit í dag klukkan 15.00. Tónleikarnir eru hluti af Listahátíð Reykjavíkur. Á tónleikunum verða meðal ann- ars flutt verkin Xanties fyrir flautu og píanó (1975), Lethe, fyrir ein- leiksaltflautu (1987), Tvær tónamín- útur fyrir einleiksflautu (1998) og Sónata fyrir flautu og píanó (2005). Atli Heimir Sveinsson hefur verið leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi í áratugi og samið fjölda tónverka. Verk fyrir flautu eru áberandi á verkaskrá hans, enda gjörþekkir hann hljóðfærið, möguleika þess og takmarkanir. Atli Heimir heim- sækir Laugaborg „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.