Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 78
Tónleikar Oumou Sangaré
og Tómasar R. Einarssonar
á Nasa á fimmtudagskvöldið
voru fyrstu tónleikar Vor-
blóts 2007, en hátíðin er nú
haldin öðru sinni. Vorblótið
einbeitir sér að þjóðlagatón-
list, djassi og heimstónlist
og er kærkomin viðbót í tón-
listardagatal Reykjavíkur.
Tómas R. hóf Vorblótið á fimmtu-
dagskvöld á Nasa. Hann mætti
með fimm manns með sér og lék
lög af latin-plötunum sínum, Kúb-
anska, Havana og Romm Tomm
Tomm. Flott tónlist spiluð af sann-
færingu. Hljóðfæraleikurinn var
fyrsta flokks, en gítarleikarinn
Ómar Guðjónsson var fremstur
meðal jafningja – plokkaði af inn-
lifun og lét vaða á súðum í sólóun-
um.
Eftir smá hlé fóru meðlimir
hljómsveitar Oumou Sangaré að
tínast inn á sviðið. Tíu manns auk
söngkonunnar sjálfrar. Hljóðfæra-
skipanin var sambland af hefð-
bundnum hljóðfærum (rafmagns-
bassa, rafmagnsgítar, trommu-
setti) og afrískum hljóðfærum eins
og kora, belgfiðlu, flautu og ýmsum
ásláttarhljóðfærum. Ég verð að
viðurkenna að ég þekkti ekkert
til Oumou þegar koma hennar var
boðuð á Vorblótið. Maður þarf hins
vegar ekki að skoða sig lengi um á
netinu til þess að sjá að þarna er
stórstjarna á ferðinni.
Tónlist Oumou er kennd við
Wassoulou-landshlutann á Malí.
Hún er bræðingur af þjóðlegri afr-
ískri tónlist og vestrænni; einhvers
konar afrískt fönk með óvenjuleg-
um hryn og hljóðheimi. Það var
strax ljóst að þarna var hörku-
band á ferðinni. Oumou hefur mik-
inn sviðsþokka. Hún söng með
sínum frægu tilþrifum og dansaði
og hoppaði á sviðinu. Hún stjórn-
aði hljómsveitinni og gaf með-
limunum stundum merki, einum í
senn, um að stíga fram og sýna list-
ir sínar. Og það gerðu þeir. Undir
kraumaði hnausþykkt grúvið.
Stemningin á tónleikunum fór
stigvaxandi. Tónleikagestir voru
flestir farnir að dilla sér og dansa
með þegar á leið og í lokin var allt á
suðupunkti: Hljómsveitin á útopnu
í dáleiðandi takti og Oumou og bak-
raddasönkonurnar tvær skiptust á
um að sýna listir sínar í villtum
dansi á miðju sviðinu. Magnað.
Á heildina litið voru þetta frá-
bærir tónleikar sem skilja mann
eftir þyrstan í meira.
Síðustu tónleikar Kristalsins,
kammertónleikaraðar Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands, á þessu
starfsári verða haldnir í Listasafni
Íslands í dag þegar allir málm-
blásarar Sinfóníuhljómsveitar-
innar leika saman ásamt tveim-
ur slagverksleikurum. Á efnis-
skránni eru meðal annars verk
Modests Mússorgskíj, Myndir á
sýningu, í útsetningu fyrir málm-
blásarasveit eftir Elgar Howarth,
sem og verk eftir Pablo Casalas
og Henri Tomas.
Hljómsveitarstjóri á tónleik-
unum er Anthony Plog en hann
hefur starfað jöfnum höndum við
tónsmíðar og hljómsveitarstjórn
og er mjög virtur á sínu sviði.
Lengi vel sérhæfði hann sig í tón-
smíðum fyrir blásturshljóðfæri
og hefur hlotið fjöldann allan af
viðurkenningum fyrir framlag
sitt.
Myndir á sýningu hefur lengi
vel verið eitt vinsælasta verk
Mússorgskíjs. Verkið er upphaf-
lega samið fyrir píanó en Maurice
Ravel útsetti það fyrir hljómsveit.
Meðal þeirra sem hafa spreytt sig
á verkefninu er Vladimir Ashken-
azy.
Tónleikarnir verða sem fyrr
segir haldnir í Listasafni Íslands
og hefjast klukkan 17.00. Miða-
verð er 1.500 krónur.
Síðustu tónar Kristalsins í ár
Áshildur Haraldsdóttir flautu-
leikari, Anna Guðný Guðmunds-
dóttir píanóleikari og Atli Heimir
Sveinsson flytja tónverk fyrir ein-
leiksflautu og flautu og píanó í fé-
lagsheimilinu Laugaborg í Eyja-
fjarðarsveit í dag klukkan 15.00.
Tónleikarnir eru hluti af Listahátíð
Reykjavíkur.
Á tónleikunum verða meðal ann-
ars flutt verkin Xanties fyrir flautu
og píanó (1975), Lethe, fyrir ein-
leiksaltflautu (1987), Tvær tónamín-
útur fyrir einleiksflautu (1998) og
Sónata fyrir flautu og píanó (2005).
Atli Heimir Sveinsson hefur verið
leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi í
áratugi og samið fjölda tónverka.
Verk fyrir flautu eru áberandi á
verkaskrá hans, enda gjörþekkir
hann hljóðfærið, möguleika þess og
takmarkanir.
Atli Heimir heim-
sækir Laugaborg
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is