Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 6
Næðingur lék um
Bessastaði þegar Geir H. Haarde,
forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, gekk á fund
forseta Íslands, Ólafs Ragnars
Grímssonar, til að biðjast lausnar
fyrir sig og ráðuneyti sitt.
Geir renndi í hlað klukkan ell-
efu ásamt Bolla Þór Bollasyni,
ráðuneytisstjóra forsætisráðu-
neytisins.
Inni biðu forseti og nánustu
samstarfsmenn hans; Örnólfur
Thorsson forsetaritari og Árni
Sigurjónsson, skrifstofustjóri á
forsetaskrifstofunni.
Svo sem til siðs er skrifaði Geir
nafn sitt í gestabók Bessastaða
áður en hann hélt inn í Bessastaða-
stofu þar sem forsetinn tók á móti
honum.
Eftir myndatökur gengu þeir til
bókhlöðu Bessastaða þar sem þeir
sátu í þrjá stundarfjórðunga.
Geir hafði meðferðis skjalfesta
tillögu um að forseti veitti ráðu-
neytinu lausn. Slíkt skjal hefur
ekki verið skrifað síðan 1995
þegar Davíð Oddsson óskaði eftir
lausn fyrir ráðuneyti sitt í forseta-
tíð Vigdísar Finnbogadóttur.
Eftir fundinn skýrði forseti frá
því að hann hefði fallist tillöguna
og jafnframt falið Geir myndun
nýrrar ríkisstjórnar er nyti meiri-
hluta þingmanna.
Sagðist hann jafnframt ekki sjá
ástæðu til að ræða við formenn
annarra stjórnmálaflokka enda
hefði hann orð Geirs og upplýsing-
ar úr fjölmiðlum um ríkan vilja
forystu Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingarinnar til myndunar ríkis-
stjórnar.
Á meðan þessu fór fram hafði
vindinn lægt. Sólbjartur, stilltur
sumardagur mætti því Geir þegar
hann gekk af fundi forseta með
umboð til stjórnarmyndunar upp á
vasann.
„Í ljósi þess að
stærsti stjórnar-
andstöðuflokkur-
inn, Samfylking-
in, hafði lýst því
yfir að hann væri
tilbúinn að
mynda stjórn
með Sjálfstæðis-
flokknum þá
þykir mér ekki
undarlegt að
forsetinn láti sér nægja að kalla
Geir einan inn,“ segir Guðjón
Arnar Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins. Hann telur
tómt mál að kvarta yfir því að
formenn annarra flokka hafi ekki
verið kallaðir til forseta.
„Það er ekkert hægt að gera
nema hafa annað hvort Sjálfstæð-
isflokkinn eða Samfylkinguna
með í ráðum. Það er bara ekki
nægilegur þingmannafjöldi til að
mynda stjórn.
Ég er aftur á móti ekki viss um
að stjórn þessara tveggja flokka
sé það besta sem völ var á fyrir
land og þjóð. Ég velti því fyrir
mér hvað verði um málefni
landbúnaðar og sjávarútvegs.“
Geir veitt umboð til
stjórnarmyndunar
Forseti Íslands fól formanni Sjálfstæðisflokksins myndun nýrrar meirihluta-
stjórnar í gær. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hófust strax í kjölfarið.
„ Þegar forsætis-
ráðherra slátrar
sinni eigin
ríkisstjórn og
boðar þá næstu í
sömu setningu þá
sér maður að
þetta er partur af
atburðarás sem
er handan við
svið manns,“
segir Steingrím-
ur J. Sigfússon, formaður Vinstri
grænna.
„Áhugi þeirra á að taka við sæti
Framsóknar var mjög mikill. Ég
er að fá upplýsingar um að jafnvel
fyrir kosningar hafi þetta verið
komið í kortin. Samfylkingin
hefur nú afsalað sér þeirri stöðu
sem flokkurinn byggði á, það er að
vera mótvægi við Sjálfstæðis-
flokk. Hún verður nú að sætta sig
við hlutskipti flokks sem fer í
stjórn undir forystu sjálfstæðis-
manna.“ Það telur hann ekki
heppilegt hlutskipti og bendir á að
Alþýðuflokkur og Framsókn hafi
misst um helming fylgis síns eftir
að hafa verið í ríkisstjórn með
Sjálfstæðisflokknum.
„Trúnaðarbrest-
ur varð milli
Framsóknar-
flokks og
Sjálfstæðis-
flokks þegar
sjálfstæðismenn
ræddu við aðra
flokka á meðan
formaður
flokksins ræddi
við Framsóknar-
menn, segir Jón Sigurðsson,
formaður Framsóknarflokksins.
Jón segir að viðræður Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar
hafi greinilega verið komnar
lengra en aðrir hafi gert sér
grein fyrir á meðan viðræðum
við Framsóknarflokkinn var
haldið áfram. Hann trúi þó ekki
að formaður Sjálfstæðisflokks-
ins hafi staðið í þeim sjálfur.
Jón sagði ekki óeðlilegt að
forseti Íslands hafi ekki rætt við
formenn allra flokka áður en
hann fól formanni Sjálfstæðis-
flokksins stjórnarmyndunarum-
boð, í ljósi ummæla formanns
Samfylkingarinnar í fjölmiðlum.