Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 16
Tíðindi af viðræðum sjálf- stæðismanna og samfylk- ingarfólks um myndun rík- isstjórnar hleyptu illu blóði í framsóknarmenn. Eftir að upplýst var um samtal Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur og Geirs H. Haarde á miðvikudag líta framsóknar- menn svo á að trúnaður millum stjórnarflokkanna hafi brostið. Vatnaskil urðu í viðræðum um næstu ríkisstjórn Íslands mið- vikudaginn 16. maí. Þegar dagur reis benti margt til þess að samstarfi Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks yrði fram haldið en deginum áður hafði Geir Haarde sagt líkur til þess ágætar. Framsóknarmönnum svelgdist þó á morgunkaffinu því í morgunfréttum Útvarps á mið- vikudag kom fram að Samfylking- in hefði vakið athygli sjálfstæðis- manna á mögulegu samstarfi en formleg viðbrögð ekki borist. Jón Sigurðsson og Geir hittust tvisvar á miðvikudeginum og ræddu málin án þess þó að þeim væri þokað sérstaklega áfram. Jón hefur sjálfur upplýst að fram- sóknarmenn hafi lagt fram mál- efnapunkta sem efnivið í nýjan stjórnarsáttmála en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lagði Geir ekkert slíkt fram á fundum þeirra. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að Framsókn hafi boðið Sjálfstæðisflokknum átta ráðherrastóla. Geir gekkst ekki að því boði enda var það skoðun hans og annarra forystumanna flokksins að mikill meirihluti ráðherraembætta í krafti aflsmunar væri léttvægt í heildarmyndinni. Önnur mál réðu ferð. Í aðdraganda viðræðna Geirs og Jóns eftir kosningar sagði Geir að ríkisstjórn yrði ekki mynduð út á kosninganiðurstöðurnar einar og sér; pólitískur grundvöllur þyrfti að vera fyrir samstarfi. Þau orð mátti skilja á þann veg að flokkarn- ir þyrftu að ná saman um áherslur og stefnumið á kjörtímabilinu. Séu þau hins vegar skoðuð í ljósi síðari atburða má álykta að með þeim hafi hann átt við annan pólitískan grund- völl; nefnilega hvort líklegt væri að Framsóknarflokkurinn væri í raun tækur til samstarfs. Samtöl við þungavigtarfólk í Sjálfstæðisflokknum leiða í ljós að þar á bæ voru uppi efasemdir um að sú væri raunin. Áhyggjur af heilindum og einingu innan flokks- ins voru ríkar meðal sjálfstæðis- manna. Eftir því sem leið á miðvikudag- inn barst framsóknarmönnum æ oftar til eyrna að þreifingar Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingarinn- ar væru meira en bara orðin tóm; full alvara og talsverður áhugi af beggja hálfu byggju að baki. Jón Sigurðsson sagði síðdegis á miðvikudag að hann ætti síður von á að eitthvað gerðist á fimmtudag, uppstigningardag. Þegar kom fram á kvöldið var þó orðið ljóst að fram- sóknarmenn gátu ekki lengur setið hver í sínu horni – þingflokkurinn þyrfti að koma saman. Með skömmum fyrirvara var boðað til fundar klukkan ellefu á fimmtudag og á þremur klukku- stundum varð niðurstaða fram- sóknarmanna sú að þeir gætu ekki hugsað sér framhald á samstarf- inu. Greindu Jón og Guðni Ágústs- son, varaformaður forsætisráð- herra, frá þeirri afstöðu upp úr klukkan tvö og hálftíma síðar upp- lýstu Jón og Geir um samstarfsslit- in á blaðamannafundi. Á blaðamannafundinum sagði Jón í tvígang að ekki hefði orðið trúnaðarbrestur milli hans og Geirs. Orð Guðna í Kastljósinu á fimmtudagskvöld og yfirlýsing Jóns frá í gærmorgun kunna að stangast á við það enda lýstu þeir báðir yfir að trúnaðarbrestur hefði orðið. Sá trúnaðarbrestur varð þó ekki í viðræðunum sjálfum heldur eftir þær, þegar fyllri mynd af samtöl- um sjálfstæðismanna og samfylk- ingarfólks lá fyrir. Fór það einnig mjög fyrir brjóstið á þeim að Geir og Ingibjörg Sólrún skyldu hittast opinberlega jafn skömmu eftir fundinn í stjórnarráðinu og raun ber vitni. Í yfirlýsingu sinni sagði Jón ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar óskabarn eig- enda Baugs. Kæmist hún á koppinn yrði hún trúlega nefnd Baugs- stjórnin. Framsókn bauð Sjálfstæðisflokknum átta ráðherrastóla í nýrri ríkisstjórn opið til kl. 22.00 öll kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.