Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 76
Leiðin á milli gamla og nýja tímans 17.00 Kór eldri Þrasta og Samkór Rangæinga halda tónleika í Hásölum í Hafnarfirði í dag. Stjórnandi beggja kóranna er Guðjón Halldór Óskars- son. Aðgangur er ókeypis. Hönnunarsýningin MAG- MA/KVIKA verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Sýn- ingin, sem er hluti af Lista- hátíð, er ein sú viðamesta sem sett hefur verið upp um íslenska samtímahönnun og spannar allt frá súkkulaði- fjöllum til stoðtækja. Guðrún Lilja Gunnlaugsdótt- ir, hönnuður, er sýningarstjóri Magma/Kviku. Hún segir val á verkum til sýningarinnar hafa út- heimt mikla leit. „Ég reyndi að finna það sem mig langaði að sjá, hvað væri eiginlega að gerast hérna. Það þarf að hafa fyrir því að grafa það upp,“ sagði hún. Upp- gröfturinn skilaði af sér verkum rúmlega 80 íslenskra hönnuða og er sýningin fyrir vikið afar fjöl- breytt. Á meðal verka á Magma/ Kviku má finna allt frá pallíettu- fossi til endurskinsmerkja, frá gaddavírsbangsa og snjóbrettum til matarstells og vasa. Verk hönn- uðanna eru öll ný af nálinni, enda sýningin sannkölluð samtímasýn- ing. „Þetta er ekki yfirlitssýning. Hún teygir sig tvö, þrjú ár aftur í tímann, en snýst um það sem er að gerast nákvæmlega núna í ís- lenskri hönnun,“ útskýrði Guðrún Lilja. Fimm hönnuðir hafa þar að auki tekið þátt í sérstöku nýsköp- unarverkefni fyrir sýninguna. Þeir eru þau Ninna Þórarinsdótt- ir, Páll Einarsson, Sigríður Heim- isdóttir, Unnur Friðriksdóttir og Þórunn Árnadóttir, sem frumsýna öll verk á Magma/Kviku. Íslenska hönnun segir Guðrún Lilja vera afar alþjóðlega. „Rauði þráðurinn í sýningunni er kannski bara kraftur, en ég sé engin sér- þjóðleg einkenni,“ sagði hún. Tit- ill sýningarinnar vísar í þennan sama kraft, bæði á íslensku og ensku. „Hluti sýningarinnar fer líka til New York, þar sem verður forsýning frá 31. maí til 3. júní,“ sagði Guðrún Lilja. Guðrún Lilja leitast einnig við að vekja fólk til umhugsunar um hönnun í umhverfi sínu. „Fólki finnst hönnunin í kringum sig oft vera svo sjálfsögð. En það er mikil hugsun á bak við hana, sama hvort um ræðir lítinn smáhlut eða hátæknitæki. Ég hef verið að leita eftir því að finna hvað er á bak við hlutina, svo að fólk almennt verði meðvitaðra um hönnun í umhverf- inu,“ sagði hún. Samhliða sýningunni verður gefin út vegleg bók um íslenska samtímahönnun. Jafnframt verð- ur opnuð verslun á Kjarvalsstöð- um, þar sem sumir hlutanna á sýningunni verða til sölu. Í norð- ursal Kjarvalsstaða verður sýn- ingin Kveikja – Opin listsmiðja til húsa. Þar gefst börnum kost- ur á að smíða úr gömlum íspinna- prikum og skoða ný leikföng sem byggjast á sömu hugmyndafræði. Einnig verður efnt til fræðslu- og fyrirlestrardagskrár á sýningar- tímabilinu og í hverju fimmtu- dagshádegi leiða hönnuðir gesti um sýninguna. Magma/Kvika er unnin í sam- vinnu við Hönnunarvettvang og er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Hún stendur yfir til 26. ágúst. Ari Sigvaldason, fyrrver- andi fréttamaður á Rúv, hefur söðlað um. Hann opn- ar ljósmyndagalleríð Fótó- grafí á Skólavörðustígnum í dag. Framkvæmdastjórn Fótógrafí er í höndum Ara, en þeir Stígur Stein- þórsson, leikmyndahönnuður, Stef- án Einars- son, grafískur hönnuður og Sigvaldi Ara- son, faðir Ara, standa einnig að baki gallerí- inu. „Ég hef verið að taka ljós- myndir í tut- tugu ár og hef haldið nokkr- ar sýningar. Mig langaði að finna einhvern flöt á því að vinna við þetta,“ útskýrði Ari. Ljósmyndagallerí eru af skorn- um skammti í Reykjavík og að sögn Ara hefur uppgangur í sölu ljós- mynda í heiminum öllum ekki náð til Íslands. „Um allan heim er mik- ill uppgangur í sölu ljósmynda. Ég held að unga fólkið í dag vilji ekk- ert síður hafa ljósmyndir á veggj- um hjá sér en málverk. Svo er líka mikil gróska í ljósmyndun þessa stundina, svo þetta er góður tíma- punktur,“ sagði hann. Í Fótógrafí verða ekki eingöngu sýningar. „Hérna verða bæði búð og sýningarsalur. Við erum með mynd- ir eftir tuttugu ljósmyndara til sölu. Svo er hellingur af ljósmyndabók- um, bæði eldgömlum og glænýj- um, póstkort og plaköt og bolir með myndum á. Grunnhugmyndin er sú að allt hérna inni byggir á ljós- myndum,“ útskýrði Ari, en elsta ljósmyndun er aldargömul. Ein einkasýning í mánuði mun opna í sérstökum sýningarsal og Ragn- ar Axelsson, ljósmyndari Morgun- blaðsins, ríður á vaðið. Myndirnar eru verðlagðar á á bil- inu 6.000 til 315.000 krónur. „Þær verða merktar, svo fólk er kannski að kaupa eitt eintak af tíu eða fimm. Það eflir söfnunargildi og verð- gildi,“ sagði Ari. Á meðal ljósmynd- ara sem verða með verk sín til sölu eru Ragnar Axelsson, Páll Stefáns- son, Börkur Sigþórsson, Gunnar V. Andrésson og Thorsten Henn. „Það mun fjölga í þeim flokki,“ sagði Ari, sem útilokar ekki að sýna sjálfur í galleríinu. „Það getur vel verið, ef það myndast einhvern tíma pláss fyrir það.“ Fótógrafí helgað ljósmyndun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.