Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 4
Nicolas Sarkozy, nýr forseti Frakklands, skipaði í gær nýja ríkisstjórn landsins. Hann efndi fyrirheit sitt um að fækka ráðherrum um helming, úr þrjátíu í fimmtán, og að fela konum jafnmikla ábyrgð og körl- um. Hann sótti ráðherraefni einn- ig út fyrir raðir eigin flokks. Hinn hægrisinnaði Sarkozy gerði Bernard Kouchner, vinsæl- an sósíalista, að utanríkisráð- herra. Að Kouchner skyldi hafa þegið boðið er áfall fyrir Sósíal- istaflokkinn nú í aðdraganda þing- kosninganna sem fara fram 10. og 17. júní. Talsmenn flokksins lýstu því strax yfir að þeir litu nú svo á að Kouchner væri ekki lengur í flokknum. Athygli vekur einnig að Alain Juppé, sem um skeið var forsæt- isráðherra í forsetatíð Jacques Chirac, er nú aftur sestur í ríkis- stjórn, í þetta sinn sem umhverf- isráðherra. Það þykir sæta tíðind- um ekki síst í ljósi þess að hann var árið 2004 dæmdur í skilorðs- bundið fangelsi fyrir aðild að pól- itísku fjármálahneyksli. Kona af norður-afrískum upp- runa, Rachida Dati, tekur við dómsmálaráðuneytinu og Sarkozy fékk náinn samherja, Brice Hort- efeux, til að fara fyrir nýju og umdeildu ráðuneyti innflytjenda- og þjóðernismála. Sarkozy, sem er stjórnmála- maður sem skoðanir fólks eru mjög skiptar um, hefur frá því hann sigraði sósíalistann Ségol- ène Royal í úrslitaumferð forseta- kosninganna 6. maí reynt að sýna sig sem landsföður sem leggi sig fram við að sameina andstæðar fylkingar. Val hans á François Fillon, hófsömum íhaldsmanni, til þess að fara fyrir nýju stjórninni, er álitið liður í þessari viðleitni hans. Að sjö af fimmtán ráðherrum skuli vera konur er tvímælalaust nýr áfangi að jafnrétti í Frakk- landi, þar sem konur fengu fyrst kosningarétt árið 1944. Enn þann dag í dag eru aðeins 14 prósent þingmanna á franska þinginu konur. Michele Alliot-Marie, fyrrver- andi varnarmálaráðherra, mun sem nýr innanríkisráðherra stýra aðgerðum Frakka í hryðjuverka- vörnum. Sarkozy gegndi því embætti í fjögur af síðastliðnum fimm árum. Jean-Louis Borloo, vinsæll fyrr- verandi atvinnumálaráðherra, er nýr ráðherra efnahags- og fjár- mála. Hervé Morin úr miðju- flokknum UDF tekur við varnar- málaráðuneytinu. Frakkar fá straumlínu- lagaða jafnréttisstjórn Með vali á ráðherraefnum úr fleiri flokkum en sínum eigin og með því að fela konum sjö af fimmtán ráðherraembættum reynir Nicolas Sarkozy, hinn nýi for- seti Frakklands, að sýna að sér sé umhugað um sættir milli pólitískra fylkinga. VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD www.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 74 76 0 5/ 07 METNAÐARFULLT, FRAMSÆKIÐ OG HAGNÝTT NÁM 6 námsleiðir BA í hagfræði BS í hagfræði BS í fjármálum Umsóknarfestur er til 5. júní. Árleg skráningargjöld eru 45.000 kr. Styrktu stöðu þína og sæktu um. Rafræn skráning og upplýsingar um námið eru á vef viðskipta- og hagfræðideildar, www.vidskipti.hi.is. BS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum BS í reikningshaldi BS í stjórnun og forystu Starfssamningur við Boga Nilsson ríkissaksóknara hefur verið framlengdur fram að áramótum. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra tilkynnti umsækj- endum um þetta í gær. Starfið verður auglýst að nýju laust til umsóknar síðar á árinu. Bogi ætlaði sér að hætta störf- um 1. júlí og var staðan auglýst laus til umsóknar eftir að Bogi til- kynnti um áform sín. Fimm sóttu um stöðuna í upphafi, hæstarétt- arlögmennirnir Egill Stephensen, Jón H.B. Snorrason, Jóhannes Rúnar Jóhannsson, Sigríður Frið- jónsdóttir og Brynjar Níelsson. Jóhannes Rúnar dró umsókn sína til baka eftir að starfsviðtöl höfðu farið fram. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist hann líta svo á að stöðunni hefði þegar verið ráðstafað, en Björn sjálfur þyrfti að svara því hvort það væri til Jóns H.B. Snorrason- ar saksóknara hjá lögreglustjór- anum í Reykjavík. Jón var áður yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Björn neitaði því alfarið að búið væri að ráð- stafa stöðunni og sagði mikilvægt að „vanda til verksins“. Skýrt var tekið fram að allir umsækjendurnir hefðu verið hæfir til þess að gegna embættinu en á grundvelli samkomulags milli Björns og Boga hefði verið ákveð- ið að Bogi hætti störfum 1. janúar 2008 og starfið auglýst að nýju seinna á árinu. Starfið verður auglýst að nýju Landsþing Slysavarna- félagsins Landsbjargar hófst í gær og heldur áfram í dag. Um 500 manns hvaðanæva af landinu sækja þingið sem að þessu sinni er haldið í Reykjanesbæ. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði þingið í gær. Í dag keppa björgunarsveitir í björgunarleikum sem fram fara víðs vegar um Reykjanesbæ og almenningi gefst kostur á að reyna sig í ýmsum þrautum. Þá verður sýning á búnaði björgun- arsveitanna við Duushús í Keflavík. Keppt í björg- unarleikum Slökkviliðsmenn á Akureyri stóðu vaktina á svæði Hringrásar fram undir morgun í gær. „Slökkvistarfi lauk formlega klukkan þrjú eða tólf tímum eftir að tilkynnt var um eldinn,“ segir Þorbjörn Haraldsson slökkviliðs- stjóri á Akureyri. Þegar eldurinn var kulnaður var unnið að því að tæta í sundur hjólbarðahauginn og kæla hann niður. Slökkviliðs- menn héldu heim klukkan tíu um morguninn. Þorbjörn segir að slökkvistarf- ið hafi gengið vel og það hafi verið mildi að vindátt var ekki önnur. „Ef reykinn hefði lagt yfir bæinn hefði þurft að rýma hús en til allrar hamingju sluppum við við það,“ segir Þorbjörn. Slökkvistarf tók hálfan sólarhring Karlmaður og tvær konur voru handtekin við húsleit í miðborginni á miðvikudags- kvöld. Nokkuð af fíkniefnum fannst á staðnum en einnig fjármunir sem taldir eru tengjast fíkniefnasölu. Karl Steinar Valsson, yfirmað- ur fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að efnið sé að öllum líkindum hass og amfetamín. Það var líkast til ekki ætlað til dreifingar. Fólkinu hefur verið sleppt og málið telst upplýst. Þrír handteknir við húsleit Átján ára piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. júní vegna ítrekaðra afbrota. Maðurinn reyndi að ræna verslun með andlit hulið nælonsokki í október, en stökk á flótta þegar afgreiðslukonan neitaði og sagðist þekkja hann í gegnum sokkinn. Í janúar stóð lögreglan hann að því að reyna að brjóta upp hraðbanka með kúbeini, og hann braust inn á tannlæknastofu og stal þaðan ýmsu. Þá braust hann inn á verkstæði og heimili í grenndinni skömmu síðar. Þá braust hann í tvígang inn í búð sem selur hjálpartæki ástarlífsins um síðustu helgi. Hann á sakaferil að baki. Klámunnandi í gæsluvarðhald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.