Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 64
J ón lagði af stað um miðj- an apríl og hjólaði fyrir neðan te- og tóbaksbrekk- urnar við Svartahafið yfir landamærin til Georg- íu og alla leið til Batumi í Adsjaríu, héraðs í Georgíu. Bat- umi tilheyrir Adsjaríu sem frá fornu fari hefur sérstöðu, meðal annars vegna þess að Adsjaría hélt sjálfstæði sínu á Sovéttím- anum. „Þegar Georgía fékk sjálf- stæði reyndi höfðingi í Adsjar- íu að hnupla svæðinu og gera það sjálfstætt. Hann var nánast búinn að loka landamærunum en aldrei kom til neinna átaka við Georgíu- menn. Árið 2005 lét núverandi for- seti Georgíu reyna á hvort opnað yrði fyrir sér á landamærunum og það var gert. Adsjaría er hluti af Georgíu en vill gjarnan láta eins og hún sé það ekki. Í bæklingum sem maður fær á landamærunum stendur að Adsjaría sé ekki hluti af Georgíu,“ segir Jón. Jón gisti í Batumi eina nótt, hélt áfram til Poti og þaðan til Kuta- isi sem er inni í landi. Leiðin lá um gróðursælan dal sem upphaflega var ársléttan um Rioni-fljótið en er núna mikill ávaxtagarður. „Ég hafði verið í þokkalegu veðri þegar það kom hret á leiðinni til Kutaisi í kringum 20. apríl. Það hafði ekk- ert snjóað í Georgíu nema á fjöll- um í allan vetur en þarna fór hit- inn niður í þrjú til fjögur stig með rigningu og snjókomu á fjöllum,“ segir hann. Daginn sem hann fór frá Puti til Kutaisi var „mikill hremminga- dagur. Eitt aðaláhyggjuefni hjól- reiðamanna eru hundar. Ef hjól- reiðamennirnir eru með kerru í löndum sem ekki er mikið hjólað í verða hundarnir hissa og ergileg- ir,“ segir Jón og kveðst hafa tvær kenningar um hunda, að 900. hver hundur bíti og að hundar hlaupi á 25 kílómetra hraða. „Síðast var ég bitinn í Póllandi og þarna kom að því aftur. Þetta var ekki alvarlegt bit en ég þurfti að gera ráðstafan- ir til að sótthreinsa sárið,“ heldur hann áfram. „Þegar ég kom inn í Kutaisi, sem er næststærsta borgin í Georgíu, byrjaði að rigna og kólna. Kuta- isi ber þess merki að vera næst Abkasíu, sem reif sig lausa frá Georgíu eftir sjálfstæðið frá Sov- étríkjunum, því að þar er mikið af flóttamönnum frá Abkasíu og borgin ber þess merki að búa við minni efni en Tbilisi. Í mígandi rigningu og skítakulda er hættu- legt að hjóla. Göturnar eru ekki góðar í Georgíu, ekki síst vegna þess að menn eiga til að gleyma því að setja hlemma ofan á götu- ræsin. Ég var að koma inn í þennan bæ og var orðinn eitthvað óaðgæt- inn, farinn að hugsa um að finna hótel, þegar ég hjóla yfir poll. Ég veit ekkert hvað var í botninum á pollinum en ég datt allt í einu fram yfir mig, hjólið brotnaði og ég lá flatur á götunni og var búinn að meiða mig,“ segir hann. Jón reis framlágur upp úr drull- unni með brotið hjól og reyndi að flýta sér á hótel. Honum gekk hálfilla að finna hótel og lenti að lokum á versta hóteli sem hann hefur nokkru sinni gist á – og hefur þó gífurlega reynslu af vondum hótelum. „Í þessum löndum eru gömlu Intourist-hótelin í opinberri eigu og gjarnan notuð undir flótta- fólk en nokkur herbergi leigð út til að standa undir lágmarkskostn- aði. Hótelið var ískalt, engin kynd- ing og ekki rennandi vatn. Bað- kerið var fullt af vatni og maður gat hellt úr fötu til að þvo sér og sturta niður. Ég var blautur og að- stæðurnar ömurlegar.“ Morguninn eftir skein sólin og Jóni hlýnaði. Hann flutti sig til gamallar konu sem leigði út her- bergi. „Hún hugsaði um mig eins og barn. Ég hálf veðurtepptist því að hretið hélt áfram og ég átti fyrir höndum að fara yfir skarð í þúsund metra hæð svo að ég beið í nokkra daga. Jón rifjar upp að gamla konan hafi komið með kók- flösku í gleri ýmist fulla eða hálf- fulla af sextíu prósenta vodka með matnum. „Ég fann aldrei út hvort henni sýndist að mér væri alltaf kalt eða hvort ástæðan væri ein- hver önnur. Ég vissi heldur aldrei hvers vegna flaskan var stundum full og stundum hálf,“ segir hann, „en þetta var mjög fróm kona og engan veginn að hún væri að steypa mér í óreglu.“ Jón notaði tímann í Kutaisi til að skoða ýmsar menningarminj- ar, Gelati-klaustur og virðuleg- ar og fallegar krosskirkjur. Hann tók á endanum bíl yfir skarð- ið og hjólaði svo alla leið til Gori, fæðingarbæjar Stal- íns. Í Gori hafa Georgíu- menn reist hof yfir húsið sem Stalín fæddist í. Jón kom einnig við í Mskreta rétt hjá Tbilisi þar sem skikkja krists er graf- in. „Nunna ein komst yfir skikkjuna og hún festist við hana. Það var ekki hægt að ná skikkjunni af nunnunni þegar hún dó þannig að skikkjan var grafin með henni,“ segir hann. Ferðinni var svo haldið áfram til höfuðborgarinnar Tíblisi sem er blanda af austurlenskri og evr- ópskri borg. Eftir nokkurra daga stopp hélt hann áleiðis til Aserba- ídsjan og fór yfir landamærin við Lagodeki og Balakan og hjólaði undir háum og fögrum Kákasu- sveggnum áleiðis niður frjósaman dalinn til Zagatala. Fljótlega eftir komuna til Aserbaídsjan brást önnur kenning hans um hunda því að hundar í Aserbaídsjan eru afar grimmir og hlaupa á þrjátíu og fimm kílómetra hraða. „Þetta er alvarlegt mál því það er hrikalega erfitt að koma hjólinu upp í 25 kílómetra hraða í brekku og losa sig þannig við hundana, hvað þá 35 kílómetra hraða. Þetta var því eiginlega val um að vera étinn af hundi eða deyja úr hjarta- slagi.“ Jón segist sárasjaldan hafa séð hjólreiðamenn í Aserbaídsjan. Hann hafi skorið sig úr umhverf- inu og því hafi hann lent í sjón- varpsviðtölum. „Aserum fannst ég ofboðslega skrýtinn. Þeim fannst í fyrsta lagi skrýtið að ég skyldi ferðast á hjóli. Í öðru lagi Þetta var því eiginlega val um að vera étinn af hundi eða deyja úr hjartaslagi. Skynjaði aldrei neina hættu Jón Björnsson rithöfundur hjólaði frá Trabzon í Tyrklandi eftir Svartahafsströndinni til Georgíu og svo gegnum miðja Georgíu alla leið niður til Bakú í Aserbadsjan í vor. Þetta var einn leggur af þremur á ferðalagi hans eftir Silkileiðinni til Kína. Guðrún Helga Sigurðardóttir fékk Jón til að segja ferðasöguna. fannst þeim undarlegt að ég byggi á hótelum úr því að ég væri svona blankur að ég þyrfti að ferðast á hjóli. Í þriðja lagi fannst þeim hrikalega skrýtið að ég skyldi vera sextíu ára. Þeir áttu við mig viðtöl um þessi undur öll,“ segir hann. Jón hitti íslenska ferðamenn undir fararstjórn Jóhönnu Kristj- ónsdóttur sem færðu honum vara- dekk að heiman og hélt svo áfram ferðinni niður til höfuðborgarinn- ar Bakú sem á sér gamla og merki- lega sögu. Bakú er olíuborg, fyrir hundrað árum kom helmingurinn af allri olíu heimsins þaðan og hún er einn mengaðasti staður heims. „Ef þú stingur niður tánni þá gýs upp olía nánast alls staðar. Alls staðar er olíulykt og hráolíubrák,“ segir hann. Í Bakú varð Jón að láta staðar numið. Hann hafði fengið upplýs- ingar um að sendiráð Túrkmena væri opið en það reyndist rangt og því gat hann ekki fengið vega- bréfsáritun yfir til Túrkmenist- an. Næsta vor bíður hans því það verkefni að fara aftur til Bakú, taka þaðan ferju yfir til Túrkmen- istan og hjóla síðan sem leið liggur í gegnum Túrkmenistan til Kirg- isistan og alla leið til Kína. Spurður um hvað hafi verið lær- dómsríkast á ferðalaginu segir Jón að hvergi hafi honum þótt fólk verða eins hissa á sér og í Aser- baídsjan. Þó hafi eitt atvik komið upp í Austur-Tyrklandi þegar hann var þar eitt sinn á ferð með félaga sínum. „Við komum hjólandi inn í þorp og hittum þorpsfíflið. Hann tók okkur greinilega sem árás á sína stöðu. En í Aserbaídsjan þótti ég mjög framandi og vakti mikla athygli. Aserar eru dálítið áleitn- ir og forvitnir, mjög vingjarnleg- ir og afskaplega hissa og komu gjarnan og vildu forvitnast. Þetta er mjög yndislegt fólk en fátækt. Ég skynjaði aldrei neina hættu nema helvítis hundana og svo bíl- ana í Georgíu,“ segir hann og út- skýrir. „Georgíumenn eru snillingar í akstri og vanir að dansa á milli holna sem eru ekki neinar venju- legar holur því að það sést ekki einu sinni til botns í þeim. Þeir keyra mikið á gömlum moskvits- um, fara um á ofsahraða og sveigja á milli holna og þegar þeir mæta öðrum bílum. Þetta var unaðslegt að sjá, nánast eins og ballett.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.