Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 80
Bless bless glysrokk, halló hippa- tíminn. Hönnuðurinn Frida Gi- annini tók við af Tom Ford fyrir um ári síðan, og í sumar brá hún frá hinum þekkta Gucci-stíl þar sem þröng, dökk og rokkaraleg föt hafa verið í fyrirrúmi. Með strandlínunni sinni kom hún með afar kvenlega og afslappaða tísku sem minnti á hippatímabilið og var undir miklum áhrifum frá þjóð- búningum Evrópu. Stuttir kjólar með púffermum, sixtíslegir mod- kjólar í skærum litum og stutt- buxur voru sexí án þess að gefa of mikið í skyn. Giannini hefur sjálf kallað lúkkið „St. Tropez árið 1960,“ sem er bæði skemmtileg tilhugsun í okkar svala íslenska sumri og rímar vel við athygli heimsins sem beinist að ströndum Suður-Frakklands þessa dagana þegar Cannes hátíðin er í algleym- ingi. Við getum öll látið okkur dreyma um sól, sand og ... eitthvað fleira sem Gainsbourg söng á þess- um árum. Eina ferðina enn munu blöð fyllast af myndum af fögru fólki á rauða dreglinum því nú er Cannes hátíðin byrjuð. Nú herja ljósmyndar- ar með flass á stjörnurnar og á morgun birtast ummæli um hvort þær voru flottar eða hörmulegar og hver skandalíseraði mest. Persónu- lega leiðist mér að horfa á þessar síðkjólaathafnir. Mér leiðast reynd- ar síðir kjólar. Punktur. Skemmtilegra að sjá hver heldur þakkarræðuna á perunni eða hver missir brjóstið út úr kjólnum. Svoleiðis hlutir gerast auðvitað mun frekar í Frakklandi held- ur en í Hollywood. Cannes er náttúrlega hátíð skandalanna og það verður skemmtilegt að sjá hvaða mynd gerir alveg út af við siðgæðisvit- und fólks í ár. En auðvitað samþykki ég það að það eru hátíðir sem þessar sem geta hjálpað fatahönnuðum að komast á kortið, eða þá rústað ímynd þeirra gersamlega. Hjá Yves Saint-Laur- ent hefur hönnuðurinn Stefano Pilati til dæmis náð föstu kjólasambandi við leikkonur eins og Tildu Swinton, Julianne Moore og Kristinu Scott Thomas, sem eru nú allar frekar þekktar fyrir „artí“ myndir, og heldur þar í ákveðna hefð eins og þegar Catherine Deneuve var aðalmúsa fyrir- tækisins. Moschino vill helst klæða leikkonur sem eru minna frægar því eins og Ítalarnir vita þá er best að ná leikkonum sem yngstum og ferskustum því þá eru þær líklegri til þess að halda sig við hönnuðinn þegar aldurinn færist yfir eins og fyrrnefnd Deneuve. (Verð reyndar að viðurkenna að ég er með algjört æði fyrir Catherine Deneuve þessa dagana og er að uppgötva gamlar myndir með henni. Snilldin „Hunger“ þar sem hún leikur kyn- þokkafulla tvíkynhneigða blóðsugu er ákveðið tískulistaverk því þar sprangar hún um í dömulegum drögtum, hælaskóm og rauðum varalit með uppsett hár og sólgleraugu. Hver sagði að „eighties“ tískan þyrfti alltaf að vera hræðileg?) En, aftur að Cannes. Hlakka til að sjá mynd- ir af svölum evrópskum stjörnum sem tekst alltaf að vera miklu smart- ari en þessar gervilegu Hollywood-pæjur. Mæta bara í svörtum kjól eða gallabuxum og greiða sér varla en leiftra af kynþokka. Hlakka líka til að sjá hvort Sophie Marceau missi aftur líkamsparta út úr kjólnum á rauða dreglinum. P.S. Mætti á opnun Kate Moss loves Top Shop á föstudagsmorgun. Var tíu mínútum of sein og skilst að ég hafi misst af flottustu fötunum því allt seldist á augabragði. En ég græddi samt vatnsflösku með Kate Moss utan á. Bíð spennt eftir hvað gerist þegar ég klára innihaldið. Stjörnur, sandur og brjóst F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.