Fréttablaðið - 24.05.2007, Page 6
VIÐSKIPTA- OG
HAGFRÆÐIDEILD
www.hi.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
3
74
76
0
5/
07
METNAÐARFULLT, FRAMSÆKIÐ OG HAGNÝTT NÁM
6 námsleiðir
BA í hagfræði
BS í hagfræði
BS í fjármálum
Umsóknarfestur er til 5. júní.
Árleg skráningargjöld eru 45.000 kr.
Styrktu stöðu þína og sæktu um.
Rafræn skráning og upplýsingar
um námið eru á vef viðskipta- og
hagfræðideildar, www.vidskipti.hi.is.
BS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum
BS í reikningshaldi
BS í stjórnun og forystu
Hringdu í 530 2400 og fáðu Heimaöryggi í áskrift!
www.oryggi.is
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
S
ÍA
Hver vak
tar
þitt heim
ili?
„Við erum mjög
óhress með hægaganginn í þessu.
Ásýnd bæjarins er alveg hroða-
leg,“ segir Guðmundur Skarp-
héðinsson, formaður skipulags-
og umhverfisnefndar
Fjallabyggðar, um framkvæmdir
við snjóflóðavarnargarða ofan
við Siglufjörð.
Suðurverk hf. hóf framkvæmd-
ir við garðana vorið 2004 og áttu
þær að taka þrjú sumur og ljúka í
fyrrahaust. Eins og sést af með-
fylgjandi mynd, sem tekin var í
ágúst í fyrra, er langt í land. Skipu-
lagsnefndin átelur vinnubrögðin
harðlega.
„Þetta hefur verið mjög blautt
og vont til vinnslu og okkur hefur
ekki tekist að vinna verkið eftir
þeim áætlunum sem bæði við og
útboðsgögnin gerðu ráð fyrir,“
segir Dofri Eysteinsson, fram-
kvæmdastjóri Suðurverks, og
útskýrir að tvö síðustu sumur
hafi verið votviðrasöm. Fram-
kvæmdir muni hefjast að nýju
eftir hvítasunnuhelgina og verk-
inu ljúka í haust.
Dofri segir verkið hafa reynst
umfangsmeira en útboðsgögnin
hafi kveðið á um og reiknar með
eftirmálum gagnvart Fram-
kvæmdasýslu ríkisins. „Verkið
er gjörsamlega óuppgert. Við
eigum eftir að skylmast út af
þessum málum,“ segir Dofri sem
einnig gagnrýnir efnisval í varn-
argarðana:
„Þetta er bara ógeðsleg drulla.
Út af fyrir sig er undravert að
sumt af því skuli vera notað til
mannvirkjagerðar ofan við
mannabyggð. Þetta er bara blaut-
ur jarðvegur sem liggur utan í
hlíðinni,“ segir Dofri sem er ekki
viss um hvort garðarnir séu
tryggir: „Við tökum ekki ábyrgð
á því,“ svarar hann.
Guðmundur Skarphéðinsson
segir aðeins einn varnargarð af
sex fullgerðan. Tveir aðrir hafi
verið byggðir upp án þess að
ljúka þannig við þá að undirverk-
takinn Bás ehf. á Siglufirði kom-
ist í að gróðurbinda þá. Hinir þrír
garðarnir séu komnir mislangt á
veg.
„Fólk er orðið þreytt á þessu
moldroki sem er úr görðunum og
yfir byggðina. Þetta er farið að
valda fólki ómældu tjóni. Það
flæðir vatn inn á lóðir hjá fólki
vegna slæms frágangs. Það er
ekki einu sinni að þeir klári hvern
garð fyrir sig til þess að hægt sé
að gróðursetja og ganga frá, held-
ur eru þeir með allt fjallið, eins
og það leggur sig, undir. Þessi
umgengni og hvernig menn
standa að þessu verki er einfald-
lega óþolandi. Það er ekki flókn-
ara en það,“ segir Guðmundur.
Snjóflóðavarnargarðar
sagðir byggðir úr leðju
Framkvæmdastjóri Suðurverks, sem er gagnrýnt fyrir seinagang við gerð snjó-
flóðavarnargarða á Siglufirði, segir ástæðu tafanna bleytu í jarðveginum. Verið
sé að gera varnargarða úr drullu. Fyrirtækið ábyrgist ekki öryggi garðanna.
Þessi umgengni og
hvernig menn standa að
þessu verki er einfaldlega óþol-
andi.“
Helmingur af 31.000
íbúum palestínsku flóttamanna-
búðanna Nahr el-Bared hefur
notað tækifærið eftir að lát varð á
bardögum stjórnarhersins og her-
skáu samtakanna Fatah íslam á
þriðjudagskvöld og flúið.
Varnarmálaráðherra Líbanon,
Elias Murr, gaf í gær liðsmönnum
Fatah íslam úrslitakosti, annað-
hvort að gefast upp eða horfa
fram á hernaðaraðgerðir, sem ýta
undir ótta um að stjórnarherinn
muni hefja sprengjuárásir á ný
bráðlega, eða jafnvel gera skyndi-
árás inn í búðirnar.
Varaforseti Sýrlands, Farouk
al-Sharaa, segir ástæðu þess að
Fatah íslam hafi náð fótfestu í
Líbanon þá að landið sé „veikt og
tvístrað“. Í ræðu sem hann hélt í
gær sagði hann að slíkir hópar
hefðu til dæmis ekki verið til
staðar í Írak fyrir innrásina árið
2003 né hafi þeir verið í Líbanon
fyrir fáum árum síðan.
Líbanon var áratugum saman
undir stjórn nágrannaríkisins
Sýrlands þar til vorið 2005 þegar
fjöldamótmæli og alþjóðaþrýst-
ingur leiddi til þess að Sýrland
dró sig út úr landinu eftir morðið
á fyrrverandi forseta Líbanons,
Rafik Hariri.
Síðan hefur Líbanon verið klof-
ið á milli valdamikillar stjórnar-
andstöðu, sem er höll undir Sýr-
land, og stjórnvalda sem njóta
stuðnings Vesturlanda.
Óttast að átök hefjist að nýju
Hæstiréttur staðfesti í
gær gæsluvarðhaldsúrskurð
héraðsdóms yfir manni á þrítugs-
aldri sem grunaður er um að hafa
brotist inn á heimili á uppstigning-
ardag, gengið hrottalega í skrokk á
húsráðanda og skilið hann eftir
meðvitundarlausan.
Fórnarlambið hlaut meðal
annars nefbrot og kinnbeinsbrot.
Talið er að árásarmaðurinn hafi
notað hnúajárn eða barefli við
árásina. Maðurinn sem í haldi er
neitar sök. Mennirnir eru mál-
kunnugir og mun meintur
árásarmaður hafa sakað fórnar-
lambið um að hafa reynt við
kærustuna sína.
Grunaður um
hrottalega árás
Var auglýsingin með Lalla
Johns ósiðleg?
Sigfús Sigmundsson,
íbúi við Njálsgötu, segist ekki
hafa sannfærst um að heimilis-
lausum karlmönnum eigi að finna
heimili í fjölbýlishúsi við
Njálsgötu 74, en um það var
haldinn opinn fundur íbúa og
borgaryfirvalda.
Fundurinn, sem var í fyrradag,
hafi þó verið þarfur og jákvætt að
fá öll sjónarmið fram.
Borgarstjóri boðaði þá að nefnd
skyldi sett á laggirnar og að íbúar
hefðu þar tvo fulltrúa. Sigfús
segir að borgaryfirvöld hafi í
fyrstu ætlað að velja fulltrúa íbúa
í þessa nefnd, en því hafi verið
hafnað.
„Við ætlum að kalla saman
fund og kjósa okkur fulltrúa,“
segir Sigfús.
Ekki sannfærðir
eftir fund með
borgarstjóra