Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 24.05.2007, Qupperneq 22
hagur heimilanna Elísabet Alba Valdimarsdóttir, vínþjónn ársins, gætir þess að bakeríur fái ekki að grassera. Fyrir utanlandsferðina í sumar er ráðlegt að kanna þörf á bólusetningu en það getur farið eftir því hvert er farið, hversu lengi og hvenær. Bólusetning getur kostað hátt í tíu þúsund á manninn eða tugi þúsunda króna á stóra fjölskyldu. Bólusetning fyrir ferðalagið í sumar getur kostað nokkur þús- und krónur og allt upp í tugi þús- unda eftir því um hvers konar bólusetningu er að ræða og fyrir hversu marga. Algengast er að fullorðnir fái bólusetningu við lifrarbólgu A, taugaveiki og að skerpt sé á bólusetningu frá því í æsku, til dæmis við mænusótt, stífkrampa og barnaveiki. Slík bólusetning kostar samtals rúmar 7.000 krónur á mann. Ef um fimm manna fjölskyldu er að ræða fer upphæðin því hæglega upp í tugi þúsunda. „Þetta getur orðið svolítill pen- ingur en þá er líka mikilvægt að maður gefi ráð um það sem er nokkur hætta á og bruðli ekki og bólusetji ekki fyrir einhverju sem stjarnfræðilega lítil hætta er á. Það er mikilvægt að fara vel með,“ segir Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir á Miðstöð sóttvarna við Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins í Mjódd. „Ef bólusetning heppnast leiðir hún til ónæmis fyrir viðkomandi sjúkdómi. Slík útkoma er hagstæð fyrir einstaklinginn og samfélagið því að það er betra og ódýrara að fyrirbyggja en að lækna. Grunn- bólusetningar hafa verndað flest börn fyrir sjúkdómum sem áður kostuðu milljónir manna lífið og ferðamannabólusetning er í raun útvíkkun á grunnbólusetningunni. Með henni gefst möguleiki á að forðast tiltekna sjúkdóma. Enn má þó segja að það vanti bóluefni fyrir verstu smitsjúkdómunum eins og malaríu og HIV.“ Þeir sem hyggja á ferðalög í sumar geta kannað þörfina á bólu- setningu á næstu heilsugæslustöð. Þetta á sérstaklega við þegar langt er um liðið síðan viðkomandi var bólusettur og ferðamenn á leið til fjarlægra landa þar sem hreinlæti getur verið ábótavant og hættu- legir sjúkdómar landlægir. „Sá sem er bólusettur má ekki halda að engin hætta sé á þessum sjúkdómum sem búið er að bólu- setja við. Það þarf að gæta marg- víslegrar varúðar gegn sýkingum burtséð frá því við hverju hefur verið bólusett eða hvaða lyf er verið að gefa. Það má ekki gleyma því að til eru fjölmargir smitsjúk- dómar sem við höfum engin bólu- efni við. Almennar varúðarráð- stafanir eru í fullu gildi, til dæmis ef drykkjarvatn eða matur er mengað af veirum eða bakterí- um,“ segir hann. Mælt er með því að ferðamenn noti alþjóðleg bólusetningarskír- teini fyrir bólusetningar gegn mýgulusótt. Bólusetningin getur kostað tugi þúsunda Keypti sófasettið á enskri fornsölu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.