Fréttablaðið - 24.05.2007, Síða 61

Fréttablaðið - 24.05.2007, Síða 61
Þátttakendur í i hönnunarsýning- unni Magma/Kvika sem nýlega var opnuð hjá Listasafni Reykja- víkur á Kjarvalsstöðum munu taka þátt í tuttugu mínútna hádegisleið- sögn á fimmtudögum þar sem fjall- að er um verk þeirra og feril. Ríf- andi aðsókn hefur verið að sýning- unni og muna aðstandendur vart annað eins; raðir hafa myndast við innganginn og munir selst upp í sérstakri verslun sem opnuð var í tengslum við sýninguna. Fyrst til að kynna verk sitt er arkitektinn Theresa Himmer, sem starfar hjá Studio Granda. Verk Theresu er palíettufoss sem teygir sig eftir langvegg kaffiteríunnar. Fossinn er gerður úr næfurþunnum palíettum sem flökta til og frá og mynda þannig iðu vatnsfallsins. Theresa hefur gert fleiri palí- ettufossa, t.a.m. þann sem líður niður vegg Hans Petersenshúss- ins í Bankastrætinu og kenndur er við Skógarfoss. Fossinn á Kjarvals- stöðum, sem er ívið tilkomumeiri, er að sama skapi óður arkitektsins til hins tignarlega Goðafoss. Leiðsögnin hefst kl. 12 en að henni lokinni er hægt að gæða sér á ljúffengum veitingum í kaffiter- íunni í notalegu umhverfi. Vakin skal athygli á því að frítt er inn á safnið á fimmtudögum og opið líkt og aðra daga milli 10 og 17. Leiðsögn um Magma/Kviku 21 22 23 24 25 26 27 fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar Ávaxtakörfunni LAUGARDAGINN 2. JÚNÍ KL. 14.00 LAUGARDAGINN 2. JÚNÍ KL. 17.00 sinfónía úr ávaxtakörfunni í háskólabíói EINSÖNGVARAR SELMA BJÖRNSDÓTTIR ANDREA GYLFADÓTTIR VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR JÓN JÓSEP SNÆBJÖRNSSON ÁSAMT SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS SÖGUMAÐUR ÖRN ÁRNASON HLJÓMSVEITARSTJÓRI BERNHARÐUR WILKINSON HANDRIT KRISTLAUG MARÍA SIGURÐARDÓTTIR TÓNLIST ÞORVALDUR BJARNI ÞORVALDSSON miðaverð ::: 1.600 / 1.200 kr. fyrir 16 ára og yngri GULLHÁTÍÐ Á GAUKI Á STÖNG 23. - 27. maí Fim: Dúndurfréttir Kl. 21 - 01 Fös: Sixties kl. 21 - 04 Velkomin heim! Léttöl Margverðlaunaður stór Egils Gull á kr. 390 - öll kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.