Fréttablaðið - 25.05.2007, Side 30
Einn af vinningunum í kosn-
ingahappdrætti Vinstrihreyf-
ingarinnar - græns framboðs er
grillveisla fyrir átta manns að
hætti Ögmundar Jónassonar,
sem nefndur er margrómaður
meistari grillsins á vefsíðu VG.
„Þetta happdrætti er að verða að
hefð í flokknum því það var mjög
svipað happdrætti fyrir síðustu
kosningar,“ segir Ögmundur og
nefnir nokkur dæmi um vinninga
í happdrættinu í ár: „Það er boðið
upp á skákkennslu hjá Guðfríði
Lilju, útivist á heimaslóðum Stein-
gríms J. Sigfússonar, umfjöllun
um bókmenntir glæpasagna með
Katrínu Jakobsdóttur og dagsferð
um Hóla í Hjaltadal ásamt Jóni
Bjarnasyni þar sem verður farið á
slóðir biskupa og bændahöfðingja.
Það er nú sá vinningur sem ég
myndi helst vilja vinna,“ segir Ög-
mundur og brosir en bætir því við
að þótt hann nefni örfá dæmi þá sé
að auki aragrúi af mjög skemmti-
legum vinningum. „Þetta er bara
spurning um hugmyndaflug og þá
kemur á daginn að það er hægt að
töfra fram marga valkosti sem
eru ekkert síðri en að bjóða upp
á hrærivélar og önnur eldhús-
tæki. Þetta gengur út á að efna
til skemmtilegra samverustunda
fremur en að fylla híbýli manna af
alls kyns óþarfa. Þetta er útivist,
samvera, listir, íþróttir og í stuttu
máli VG. Þetta er þverskurður og
innsýn í sálina á Vinstri hreyfing-
unni – grænt framboð, segir Ög-
mundur sem sjálfur býður heppn-
um vinningshafa í átta manna
grillveislu.
Ögmundur segist vera mikill
áhugamaður um grill og sérstak-
lega um að fá fólk til sín í grill.
„Grill er fyrst og fremst tilefni til
þess að fólk komi saman og eigi
notalega stund saman á sumar-
degi,“ segir grillmeistarinn sem
ætlar að bjóða upp á lamb og lax
í veislunni. „Síðan verður rabar-
bararéttur úr garðinum í eftirrétt
en ég er með Hólabrekkurabar-
bara sem er kjarnmesti rabarbari
landsins. Konan mín sér reynd-
ar um þá hlið og er yfirverkstjóri
yfir þessu öllu,“ segir Ögmundur
sem sér sjálfur um útideild grill-
veislnanna á heimilinu.
Spurður hvort hann eigi sér ein-
hver grillleyndarmál, segir Ög-
mundur: „Nei, enda er lykillinn að
vel heppnuðu grilli fyrst og fremst
gott skap og samvera með góðu
fólki. Grillið er eiginlega bara við-
bót í því samhengi. Það er svona
afsökun og tilefni til að fólk komi
saman.“
Grillveisla í vinning
Hin árlega nemakeppni
Kornax var haldin í 10.
sinn í Hótel- og matvæla-
skólanum Kópavogi.
Björgvin Páll Gústafsson bak-
aranemi bar sigur úr býtum
í hinni árlegu Kornaxkeppni
sem haldin var nýlega en þar
kepptu fjórir til úrslita. Mark-
miðið með keppninni er að
efla faglegan metnað í bak-
araiðn og hvetja nemana til
nýsköpunar. Að henni standa
Hótel- og matvælaskólinn í
Kópavogi, Landssamband bak-
arameistara, Klúbbur bakara-
meistara og Kornax sem er að-
alstuðningsaðili keppninnar.
Allir þátttakendur fengu við-
urkenningarskjal, verðlauna-
pening og blómvönd.
Bakara-
keppni