Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 30

Fréttablaðið - 25.05.2007, Síða 30
Einn af vinningunum í kosn- ingahappdrætti Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs er grillveisla fyrir átta manns að hætti Ögmundar Jónassonar, sem nefndur er margrómaður meistari grillsins á vefsíðu VG. „Þetta happdrætti er að verða að hefð í flokknum því það var mjög svipað happdrætti fyrir síðustu kosningar,“ segir Ögmundur og nefnir nokkur dæmi um vinninga í happdrættinu í ár: „Það er boðið upp á skákkennslu hjá Guðfríði Lilju, útivist á heimaslóðum Stein- gríms J. Sigfússonar, umfjöllun um bókmenntir glæpasagna með Katrínu Jakobsdóttur og dagsferð um Hóla í Hjaltadal ásamt Jóni Bjarnasyni þar sem verður farið á slóðir biskupa og bændahöfðingja. Það er nú sá vinningur sem ég myndi helst vilja vinna,“ segir Ög- mundur og brosir en bætir því við að þótt hann nefni örfá dæmi þá sé að auki aragrúi af mjög skemmti- legum vinningum. „Þetta er bara spurning um hugmyndaflug og þá kemur á daginn að það er hægt að töfra fram marga valkosti sem eru ekkert síðri en að bjóða upp á hrærivélar og önnur eldhús- tæki. Þetta gengur út á að efna til skemmtilegra samverustunda fremur en að fylla híbýli manna af alls kyns óþarfa. Þetta er útivist, samvera, listir, íþróttir og í stuttu máli VG. Þetta er þverskurður og innsýn í sálina á Vinstri hreyfing- unni – grænt framboð, segir Ög- mundur sem sjálfur býður heppn- um vinningshafa í átta manna grillveislu. Ögmundur segist vera mikill áhugamaður um grill og sérstak- lega um að fá fólk til sín í grill. „Grill er fyrst og fremst tilefni til þess að fólk komi saman og eigi notalega stund saman á sumar- degi,“ segir grillmeistarinn sem ætlar að bjóða upp á lamb og lax í veislunni. „Síðan verður rabar- bararéttur úr garðinum í eftirrétt en ég er með Hólabrekkurabar- bara sem er kjarnmesti rabarbari landsins. Konan mín sér reynd- ar um þá hlið og er yfirverkstjóri yfir þessu öllu,“ segir Ögmundur sem sér sjálfur um útideild grill- veislnanna á heimilinu. Spurður hvort hann eigi sér ein- hver grillleyndarmál, segir Ög- mundur: „Nei, enda er lykillinn að vel heppnuðu grilli fyrst og fremst gott skap og samvera með góðu fólki. Grillið er eiginlega bara við- bót í því samhengi. Það er svona afsökun og tilefni til að fólk komi saman.“ Grillveisla í vinning Hin árlega nemakeppni Kornax var haldin í 10. sinn í Hótel- og matvæla- skólanum Kópavogi. Björgvin Páll Gústafsson bak- aranemi bar sigur úr býtum í hinni árlegu Kornaxkeppni sem haldin var nýlega en þar kepptu fjórir til úrslita. Mark- miðið með keppninni er að efla faglegan metnað í bak- araiðn og hvetja nemana til nýsköpunar. Að henni standa Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi, Landssamband bak- arameistara, Klúbbur bakara- meistara og Kornax sem er að- alstuðningsaðili keppninnar. Allir þátttakendur fengu við- urkenningarskjal, verðlauna- pening og blómvönd. Bakara- keppni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.