Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 10
 Dýralæknum við sædýrasafn í Virginíu í Banda- ríkjunum brá í brún þegar þeir komust að því við krufningu að dauður kvenkyns hákarl var þungaður. Í safninu er enginn karlkyns hákarl sömu tegundar, og ómögulegt annað en að ungviðið hafi verið eingetið. Þetta er annað dæmið á örfáum vikum um að hákarl fjölgi sér án aðkomu karldýrs. Hamarsháfur í dýragarði í Nebraska fæddi lifandi afkvæmi á dögunum, og hafði karldýr hvergi komið þar nærri. Hákarlinn í sædýrasafninu, sem kallaður var Tidbit, var svæfður í síðustu viku eftir að hann beit starfsmann. Talið er að þungunin gæti hafa valdið því að svefnlyfið dró hann til dauða. Annað eingetið hákarlsafkvæmi „Ég hef áhyggjur af því hvað gerist þegar menn fara að reykja úti; hvort allar götur og gangstéttir fyllist af sígarettu- stubbum,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri. Reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum er gengið í gildi. „Hvert fer fólkið þá með sína stubba? Ég geri ekki ráð fyrir því að það fari inn og drepi í sígarett- unni þótt sumir geri það. Því miður lendir þetta bara á gangstéttum og götum,“ segir borgarstjórinn, sem þó vill ekki lýsa efasemdum um útfærslu reykingabannsins: „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því en ég er ekki reykingamaður sjálfur og auðvitað væri það bara ágætt ef sem fæstir myndu reykja, bara vegna heilsunnar.“ Mikið hreinsunarátak er að hefj- ast í Vesturbænum. Vilhjálmur seg- ist hvetja borgarbúa til að taka til í sínu næsta nágrenni, líka út fyrir eigin lóðir. „Því miður er of mikill sóðaskap- ur í gangi,“ segir borgarstjórinn, sem sérstaklega nefnir veggjakrot sem yfirgengilegan vanda: „Borgin og stofnanir hennar borga rúmar 100 milljónir á ári í að afmá veggja- krot. Þótt örli kannski á því er þetta engin veggjalist heldur einfaldlega skemmdarverk. Það fólk sem er að þessu ætti að líta í eigin barm og íhuga hvernig það myndi bregðast við ef eigur þeirra yrðu meðhöndl- aðar með þessum hætti.“ Óttast stubbaflóð í borginni Að meðaltali ná um 300 eftirlits- myndavélar myndum af hverjum íbúa Bretlands- eyja á dag, að því er lögregla þar í landi fullyrðir. Hvergi í hinum vestræna heimi er eftirlit með borgurum jafnmikið. Yfir fjórar milljónir eftirlitsmyndavéla eru í landinu á vegum hins opinbera. Þeir leynilegu atburðir sem nást á myndavélarn- ar eru sjaldnast af glæpsamlegum toga, heldur mun oftar atburðir úr einkalífi fólks, á borð við kossaflens í laumi. Þó benda kannanir þarlendis til þess að yfir áttatíu prósent Breta telji strangt eftirlit viðunandi fórnarkostnað í skiptum fyrir öryggið sem því fylgir, jafnvel þótt í því felist símhleranir, ofurnæmir hljóðnemar á víðavangi sem nema hvísl manna í millum og að hnýst sé í póst almennings. Tvö ár eru bráðum frá hryðjuverkaárásunum á London í júlí 2005, þar sem eftirlitsmyndavélar hjálpuðu mjög við að upplýsa málið. En það er fleira en meint hryðjuverkastarfsemi sem fylgst er með í myndavélunum. Í Gloucester í Englandi eru öryggismyndavélar útbúnar hljóðnemum og hátölurum. Fólk sem staðið er að jafnvel vægustu afbrotum, svo sem að fleygja rusli á götuna, er samstundis látið vita að verið sé að fylgjast með því, og því gefið tækifæri á að breyta rétt. Öll samskiptin eiga sér stað í gegnum myndavélina. Þá eiga bresk yfirvöld stærsta lífsýnabanka veraldar, með upplýsingum um ofbeldismenn og unga afbrotamenn. Í bankanum eru upplýsingar um á fjórðu milljón manns, en um þriðjungur þeirra hefur aldrei verið fundinn sekur um glæp. Hagsmunasamtök óttast að þessar upplýsingar kunni einn daginn að verða notaðar, meðal annars af tryggingafélögum. Mörgum hrýs hugur við þessari þróun. Hagsmunafélög segja ríkisstjórnina gera Bretland æ líkara samfélagi sem byggist á persónunjósnum og minnka réttindi borgaranna hröðum skrefum. David Morgan yfirlögregluþjónn svarar efasemd- um, líkt og bresk yfirvöld gera jafnan, með sígildum rökum: „Það er óþarfi að hafa áhyggjur af svo nánu eftirliti – nema auðvitað ef þú hefur óhreint mjöl í pokahorninu.“ Augum Stóra bróður fjölgar ört Fylgst er með hverjum Breta með að meðaltali 300 myndavélum á vegum hins opinberlega daglega. Flestir telja eftirlitið réttlætanlegt en hagsmunasamtökum hrýs hugur. Ef þú ert saklaus er óþarfi að örvænta, segja yfirvöld. Sextugur japanskur karlmaður fyllti eins herbergis vistarverur sínar af þúsundum stolinna kvenmannsklæða. Lögregla uppgötvaði þetta þegar hún fór heim til hans að handtaka hann fyrir að stela rándýrum kímónó-sloppi af heimili konu í borginni. Maeyasu Kawamura viðurkenndi fyrir lögreglu að hafa stolið öllum fötunum, þar á meðal brúðarkjól. „Ég hef stolið kvenmannsfötum og nærfötum af handahófi undanfar- inn áratug,“ sagði hann við yfirheyrslur. Fimm sendibíla þurfti til að flytja flíkurnar 8.200 úr íbúð mannsins á lögreglustöðina. Stal íbúðarfylli af kvenfötum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.