Fréttablaðið - 05.06.2007, Page 13
Forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, sat í
gær fund leiðtoga evrópskra smá-
ríkja um umhverfismál í boði
Alberts II fursta í tengslum við
smáþjóðaleikana sem hófust í
Mónakó í gærkvöldi.
Ítarlega var rætt um þær hættur
sem fylgja yfirvofandi loftslags-
breytingum. Fram kom að lofts-
lagsbreytingarnar hefðu meiri
áhrif á smáríki en önnur ríki, ekki
síst eylönd sem biðu verulegt tjón
vegna hækkunar sjávarborðs.
Samþykkt var yfirlýsing þar
sem hvatt var til aðgerða til þess
að vega á móti útblæstri koltvísýr-
ings í andrúmsloftið.
Loftslagsbreyt-
ingar ræddar
VIÐ HEIMTUM ÓDÝRA FARSÍMA
1112
Kr. 3.990,-
SÁ ALLR
A
ÓDÝRAS
TI
GERÐUVERÐSAMANBURÐ
Tjónum og slysum í
umferðinni fækkaði verulega í
alþjóðlegu umferðaröryggisvik-
unni sem haldin var hérlendis dag-
ana 23. til 29. apríl síðastliðinn,
samkvæmt upplýsingum frá
Sjóvá. Tjónum fækkaði um 22 pró-
sent og slysum um heil 82 prósent
samanborið við sömu viku í fyrra.
Þá fækkaði tjónum og slysum
einnig frá vikunni á undan, öfugt
við það sem gerðist í fyrra, þegar
tjónum og slysum snarfjölgaði á
milli þessara sömu vikna.
Einar Guðmundsson, forstöðu-
maður Forvarnarhúss Sjóvár, sem
stóð fyrir mikilli sýningu og
fræðslu í samstarfi við Umferðar-
stofu í umferðaröryggisvikunni,
segir aðstandendur ekki hafa
verið hissa á góðum árangri. „En
auðvitað renna menn blint í sjóinn
með svona. Við vonuðum að þetta
myndi ganga vel, og það er bara
mjög gleðilegt að það hafi tekist.“
Vikan er haldin að erlendri
fyrirmynd og á Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunin frumkvæði að henni. Í
vikunni var meðal annars haldið
fræðslunámskeið fyrir 500 ung-
menni um afleiðingar hrað- og
ölvunaraksturs.
Slysum fækkaði um 82 prósent
Samþykki Alþingi stjórnar-
frumvarp um breytingu á lögum
um stjórnarráð Íslands, sem
stefnt er á að verði að lögum á
sumarþinginu, verður þess ekki
lengur krafist að öll laus störf
innan stjórnarráðsins verði aug-
lýst laus til umsóknar.
Stefán Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bandalags háskóla-
manna (BHM), segir tilganginn
með því að auglýsa störfin undan-
tekningarlaust að fá hæfasta
fólkið til starfa og tryggja að ekki
séu teknar geðþóttaákvarðanir
þegar sýslað sé með almannafé.
„Þetta fer væntanlega í nefnd
og þá fáum við þetta til umsagnar.
Við munum leggjast gegn þessu,“
segir Stefán. „Stjórnarráðið á
ekki að vera lokaður klúbbur.“
Ákvæðið í stjórnarfrumvarp-
inu mun meðal annars gera
stjórnvöldum auðveldara fyrir
að færa starfsfólk milli ráðu-
neyta þegar breytingar verða
gerðar á þeim, eins og kveðið er á
um í stjórnarsáttmála. Í athuga-
semdum með frumvarpinu segir
að æskilegt sé að auka hreyfan-
leika starfsfólks innan stjórnar-
ráðsins. Heimild til að sleppa því
að auglýsa störf og leita til starfs-
manna sé í samræmi við það sem
tíðkist hjá stærri fyrirtækjum.
Stefán segir BHM ekki leggj-
ast gegn auknum hreyfanleika en
mikilvægt sé að fastar stöður séu
auglýstar. Öðru máli geti gegnt
með tímabundin störf, til dæmis
afleysingar.
BHM leggst gegn breytingu
Forsætisráðherra mun
taka saman skýrslu um samn-
inga, viljayfirlýsingar og
fyrirheit sem ríkisstjórnin veitti í
aðdraganda kosninga, en Alþingi
samþykkti í gær samhljóða
tillögu þingmanna Vinstri
grænna þar að lútandi. Sundur-
greina á fyrirheitin eftir ráð-
herrum og taka til upphæðir.
Í greinargerð með beiðni
Vinstri grænna kemur fram að
óskað sé eftir öllum fyrirheitum
sem gefin voru frá því fjárlög
voru samþykkt 6. desember 2006
þar til ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks lét
af störfum.
Skoða loforð
fyrir kosningar