Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 14
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Atvinnuleysi og fátækt eru algeng í Armeníu og efna- hagsvandinn gríðarlegur. Fáir Íslendingar þekkja til í Armeníu en meðal þeirra er Björk Þorgrímsdóttir háskólanemi sem bjó þar og starfaði í níu mánuði árið 2005. Björk Þorgrímsdóttir vann í sjálf- boðavinnu í Armeníu á endurhæf- ingarmiðstöð fyrir börn. „Krakkarnir komu þangað með mæðrum sínum í fjórar vikur í senn. Þau gátu ekki gengið og höfðu flest fæðst þannig en sum þeirra höfðu lent í slysi. Krakkarnir gistu á svæðinu og voru í endurhæfingu hjá okkur. Eftir endurhæfinguna höfðu þau ekkert að gera á daginn og voru bara að glápa á sjónvarpið þannig að mitt hlutverk var að kenna þeim ensku, leika við þau og gera eitthvað skemmtilegt með þeim,“ segir Björk. Armenía á landamæri að Tyrk- landi, Georgíu, Aserbaídsjan og Íran. Landið var eitt af lýðveldum Sovétríkjanna og hlaut sjálfstæði árið 1991. Björk segir að Armenía tilheyri allt öðrum menningarheimi en Ísland, landið sé lítið smitað af vestrænum áhrifum og þar séu til dæmis engir McDonald‘s-staðir. Björk kom til Armeníu um miðja nótt í marsmánuði. Hún segir að það hafi slegið sig fyrst hve umhverfið hafi virkað skítugt og vegirnir holóttir og lélegir. „Húsin líta frekar illa út að utan en þegar maður kemur inn eru heimilin allt öðruvísi og mjög aðlaðandi. Fólk er afskaplega gestrisið og almenni- legt. Armenar gefa manni allt þó að þeir eigi ekki neitt,“ segir hún. Spilling er talin mikil í Armeníu. Björk telur að peningar og tengsl við háttsetta menn greiði fólki leið- ina. „Ef fólk á peninga getur það keypt pláss fyrir krakka í skólum eða heilbrigðisþjónustu. Ef fólk þekkir einhvern háttsettan þá er fjölskyldan á grænni grein.“ Björk bjó hjá þremur fjölskyld- um í höfuðborginni Jerevan þá níu mánuði sem hún var í Armeníu og allar voru þær frekar vel settar þó ólíkar væru. Í einni fjölskyldunni var eiginmaðurinn til dæmis læknir sem bjó og starfaði í Rúss- landi í níu eða tíu mánuði ársins, þar sem hann fékk ekki vinnu í Armeníu. Í annarri fjölskyldu var eiginmaðurinn vel þekktur listmál- ari sem hefur sýnt verk sín víða um heim. Björk segir að listmálarinn hafi verið vel tengdur og talsvert fengið ráðamenn í heimsókn til sín. Í þriðju fjölskyldunni var pabbinn prófessor í rússnesku og mamman kennari. Þingkosningar áttu sér nýlega stað í Armeníu og í kjölfarið spunn- ust umræður um kosningasvindl. Björk segir að Armenar vilji lítið velta sér upp úr pólitík. Annað gildi um þjóðarmorðin. „Ég var þarna þegar níutíu ár voru liðin frá því að Tyrkir frömdu þjóðarmorð á Armenum og það vilja allir fá viður- kenningu á þessu. Það er mjög djúpt í fólki, líka unga fólkinu,“ segir hún. Björk rifjar upp athöfn við minn- isvarða í Jerevan þegar þess var minnst að sextíu ár voru liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún segir að sú athöfn sé sér eftir- minnilegus. „Þarna var fullt af gömlum mönnum, sem gátu varla gengið, með medalíur í fínu jakka- fötunum sínum og alla þessa sögu á bak við sig. Innan um voru gamlar konur með mótmælaspjöld. Þær höfðu kannski misst manninn sinn eða aðra ástvini í stríðinu. Ég fékk yfirþyrmandi tilfinningu í hópnum inni í þessari sögu. Það var svo mikil samheldni í fólkinu, það býr í svo litlu landi með óvini allt um kring,“ segir hún. Peningar og tengsl greiða leiðina Í haust verður boðið upp á nýtt nám í Myndlistaskólanum í Reykja- vík. Um er að ræða tveggja ára diplómanám í mótun sem unnið er í samvinnu við Iðnskólann í Reykja- vík. Námið er efnistengt nám í leir og tengdum efnum þar sem nem- endur læra að hugsa og móta gegn- um efnið. „Okkur langaði að auka náms- framboð í list- og hönnunargreinum en keramiknám hefur ekki verið í boði hér á landi síðan Mynd- og handíðaskólinn var og hét,“ segir Sólveig Aðalsteinsdóttir, deildar- stjóri keramikdeildar í Myndlista- skólanum. Kennarar verða leir- listamenn, myndlistarmenn og vöruhönnuðir svo nemendur ná að kynnast hinum ýmsu sviðum mót- unar. „Þetta nám mun til dæmis nýtast öllum þeim sem annað hvort hafa lært hönnun og vilja bæta við sig eða hyggja á hönnunarnám í framtíðinni,“ segir Sólveig. Skólinn er í samstarfi við Glas- gow School of Art og þeir sem ljúka þessu tveggja ára námi geta farið út, bætt við sig tveimur árum í Glasgow og útskrifast þaðan með BA-gráðu. Umsóknarfrestur er til 11. júní. Ásthildur þjálfi liðið Útskrifaði síðustu nemendurnaMoðhausabíómynd Stolinn hugbúnaður Á undanförnum mánuðum hafa fjölmargir stærri viðskipta- vinir óskað eftir hækkun Dælulyklaheimilda úr 15.000 í 25.000. Af þeim sökum hefur Atlantsolía ákveðið að sólarhringsheimild allra Dælulykla með 15.000 krónum verði hækkuð upp í 25.000 krónur. Þeir viðskiptavinir okkar sem vilja halda eldri sólarhringsheimild er bent á að hafa samband við skrifstofu okkar, í síma eða með tölvupósti. Athygli er vakin á því að viðskiptavinir geta hvenær sem er breytt sólarhringsheimildum í 5, 10 eða 25 þúsund kr. Dælulyklahafar hækkun sólarhringsheimilda Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu okkar www.atlantsolia.is, með því að hringja í síma 591 3100 eða með því að senda okkur tölvupóst á atlantsolia@atlantsolia.is P IP A R / S ÍA / 7 11 14 Atlantsolía Lónsbraut 2 / 220 Hafnarfirði / Sími 591 3100 / atlantsolia@atlantsolia.is / www.atlantsolia.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.