Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 18
greinar@frettabladid.is Samtök, sem kalla mætti Vini Laugarvatns, hafa undirbúið hátíð á Laugarvatni 9. júní nk. Markmiðið er að vekja áhuga og skilning almennings og ráðamanna á viðhaldi blóm- legrar byggðar á skólasetrinu Laugarvatni. Suðurland skartar margri prýði, fjöl- breyttri náttúru og mannlífi og fornhelgum sögustöð- um, sannkölluðum þjóðargersemum. Á síðari mann- söldrum hafa verið efldar í landinu nýjar byggðir að kalla, sem blómstrað hafa fyrir atorku nýrra kyn- slóða, m.a. á Suðurlandi, sem við beinum nú sjónum okkar að. Þannig ávöxtum við það sem enn er nefnt þjóðararfur í góðum og gildum ungmennafélags- anda. Þeim anda er þörf að halda við og leika með í samspili við jákvæða alþjóðahyggju. Þetta tvennt þarf að fara saman. Einn þeirra staða sem skapaðir voru og mótaðir af mannshuga og manna höndum á 20. öld, nýliðinni framfaraöld á Íslandi, er skólasetrið á Laugarvatni. Af því verki öllu saman er mikil saga, og mörg nöfn tengjast Laugarvatnssögu. Ofarlega eru nöfn hinna hugsjónaríku Laugarvatnshjóna, Böðvars og Ing- unnar sem þar bjuggu við rausn um áratugi, en seldu jörð sína undir skólabyggð án fjár- hagslegs ágóða. Bjarni á Laugarvatni, skóla- stjóri þar lengst allra manna, er höfuðkempa skólasögunnar og nafn hans uppi. Hátíðin á laugardaginn er þó nefnd Jónasar- vaka, kennd við hinn eina sanna Jónas frá Hriflu sem í nafni valds síns batt enda á langvinnar deilur um skólastað með því að fyrirskipa Sunnlendingum að reisa skólann á Laugarvatni. Guðjón Samúelsson arkitekt hafði raun- ar löngu áður bent á þessa varmavatnskvos undir heiðarfjöllum sem vænlegastan skólastað í sveit á Suðurlandi. Um þá Jónas og Guðjón hafa oft staðið harðar deilur, lifandi og dauða. En nú kemur saman hópur lærðra manna til þess að fjalla um hlut þeirra í uppbyggingu Laugarvatns. Má með sanni ætla að þessi Jónasarhátíð verði bæði fróðleg og skemmtileg. Þar láta ljós sitt skína ekki minni menn í fræðunum en Guðjón Friðriksson, Helgi Skúli, Ívar Jónsson og Pétur Ármannsson undir styrkri stjórn Guðmundar Ólafssonar. Að þessu loknu verður haldin þjóðleg kvöldvaka með fjölbreyttri skemmtidagskrá. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Laugarvatnshátíð 9. júní Það er vissulega sögulegt eins og segir í nýjum stjórnarsátt- mála að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafi tekið ákvörð- un um að starfa saman í ríkis- stjórn. Svo mörg stór orð hafa fallið af hálfu beggja aðila um þá fjarstæðu að slíkt gæti gerst. Reyndar hafði dregið mjög úr slíkum stóryrðum nokkru áður en gengið var að kjörborðinu, sem gefur vísbendingar um að línur hafi verið lagðar um samstarf fyrir kosningar. Í þessari ákvörðun beggja flokka felst mikil uppgjöf. Þeir gefast einfaldlega upp á að keppa hver við annan en fallast þess í stað í faðma. Það verður því mjög áhugavert að fylgjast með sam- búðinni á næstu vikum og mán- uðum. Ekki aðeins hjá þingmönn- um og ráðherrum heldur einnig áhangendum þeirra eins og próf- essorunum Stefáni Ólafssyni og Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni. Fyrstu dagarnir lofa ekki góðu enda leynir ágreiningur sér ekki í fjölda mála sem upp hafa komið. Þegar farið er yfir hinn nýja stjórnarsáttmála kemur í ljós að halda á áfram á þeirri braut sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði markað. Það er vissulega jákvætt fyrir Framsóknarflokkinn að svo skuli gert en vekur um leið upp spurningar um hvað var að marka öll stóru orðin sem Samfylkingin hafði uppi á hinu háa Alþingi. Það sem stingur mest í augun þegar stjórnarsáttmálinn er bor- inn saman við málflutning Sam- fylkingarinnar eru tvö mál. Það er annars vegar varðandi hina svokölluðu „stóriðjustefnu“og hins vegar svokallað Íraksmál. Í aðdraganda kosninga tal- aði Samfylkingin fyrir því að hlé yrði gert á uppbyggingu stór- iðju í landinu og sagðist hlynnt al- gjöru stóriðjustoppi í nokkur ár. Nú er allt annað uppi á teningn- um. Mikið er einnig gert úr því að flýta gerð Rammaáætlunar. Þar er þó aðeins verið að tala um nokkra mánuði frá því sem áður var stefnt að. Á öllum sameiginlegum fundum sem haldnir voru í Norð- austurkjördæmi kom fram spurn- ing um afstöðu framboðanna til stuðnings Íslands við innrásina í Írak. Kristján Möller nýbakaður samgönguráðherra svaraði því til að það fyrsta sem Samfylkingin mundi gera ef hún kæmist í ríkis- stjórn yrði að láta taka Ísland út af „lista hinna viljugu þjóða“. Ég reikna með að þessu hafi verið svarað eins hjá öðrum frambjóð- endum Samfylkingarinnar. En í dag segir formaður Samfylkingar- innar að flokkurinn vilji ekki dvelja við fortíðina enda segir að- eins í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin harmi stríðsrekstur- inn í Írak. Það er augljóst að allir Íslendingar harma stríðsrekstur- inn í Írak. Þessi texti er því hrein sýndarmennska, uppgjöf og svik við kjósendur Samfylkingarinnar. Á aðeins einum stað í stjórnar- sáttmálanum er talað um nýjar áherslur. Það er þegar sagt er að mannréttindi, aukin þróunar- samvinna og áhersla á friðsam- lega úrlausn deilumála verði nýir hornsteinar í íslenskri utanríkis- stefnu Íslands. Sannleikurinn er sá að þetta er einmitt það sem undirrituð lagði áherslu á sem utanríkisráðherra og því hefur nýr utanríkisráðherra hælt opinberlega. Allt tal um nýjar áherslur er því hrein blekking. Lengi hefur verið talað um mikil- vægi þess að breyta verkaskipt- ingu á milli ráðuneyta. Í tíð Hall- dórs Ásgrímssonar sem forsætis- ráðherra var vinna hafin við tillögugerð í þessa átt. Flokksþing Framsóknarflokksins sem haldið var sl. vetur ályktaði um málið og í stefnuskrá okkar fyrir kosning- ar kom m.a. fram að við vildum fækka ráðuneytum. Hvað gerir ríkisstjórnin? Hún horfir á málið út frá sjónarhóli stjórnarflokkanna og ráðherr- anna og gerir einungis minnihátt- ar breytingar. Fámennum sam- reknum ráðuneytum, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum er t.d. skipt upp til að skaffa fleiri stóla. Undirrituð starfaði í sex og hálft ár sem iðnaðar- og viðskiptaráð- herra á miklum umbreytingatím- um án þess að gera sér grein fyrir því að vera tveggja manna maki eða a.m.k. tveggja krata maki. Þegar orð forsætisráðherra frá kosningabaráttunni eru höfð í huga þá kemur þetta mjög á óvart. Hann reyndi að full- vissa fólk um að hann væri með tillögur um fækkun ráðuneyta í farteskinu og væri að reyna að fá aðra flokka inn á slíkar breyt- ingar. Getur verið að Samfylk- ingin hafi neitað að fækka ráðu- neytum? Eða var það e.t.v. Sjálf- stæðisflokkurinn sem þurfti sex ráðherrastóla. Fjóra fyrir fasta áskrifendur, einn til að sýna „ný- liðun“ og þann sjötta fyrir Þor- gerði Katrínu varaformann, sem myndaði ríkisstjórnina. Gluggað í stjórnarsáttmála Þegar farið er yfir hinn nýja stjórnarsáttmála kemur í ljós að halda á áfram á þeirri braut sem fyrrverandi ríkis- stjórn hafði markað Í slendingar eru í öðru sæti yfir þjóðir sem nota mest af ólög- legum hugbúnaði. Aðeins Aserbaídsjan er fyrir ofan Ísland á lista tímaritsins The Economist yfir þær þjóðir sem hafa mest af illa fengnum hugbúnaði í hverri tölvu. Meira en helmingur þess hugbúnaðar sem er í notkun í íslenskum tölvum, eða 53 prósent, er tekinn ófrjálsri hendi. Þetta er um það bil tvöfalt hærra hlutfall af stolnum hugbúnaði en er í notkun á hinum Norðurlöndunum ef marka má árlega rannsókn alþjóðlegra samtaka hugbúnaðarframleiðenda, Business Soft- ware Alliance. Í rannsókn þeirra samtaka komast Norðmenn næst Íslendingum í hlutfalli ólöglegs hugbúnaðar með 29 prósent en á öðrum Norðurlöndum er hlutfallið lægra. Hugverkaþjófnaður er vissulega landlægur ósiður. Svo virðist sem virðing fyrir eignarétti sé minni ef um hugverk er að ræða heldur en þegar fengist er við áþreifanlega hluti. Dæmi um þetta eru birtingar og fjölföldun á ljósmyndum og texta sem algeng er án þess að til komi leyfi eða greiðsla fyrir. Um þverbak keyrir svo í umgengni við hugbúnað og annað efni sem tengist tölvum, svo sem tónlist og kvikmyndir sem hægt er að hlaða niður af netinu eða fjölfalda og flytja á milli tölva með öðrum hætti. Þjófnaður á hugbúnaði er í engu frábrugðinn öðrum þjófnaði. Þegar hugbúnaður er tekinn ófrjálsri hendi jafnast það á við að ganga inn í verslun, taka það úr hillum sem mann vanhagar um og fara svo út án þess að greiða fyrir vöruna. Eða kannski er nær að nota þá samlíkingu að þjófnaður á hugbúnaði sé eins og að ráða smið til starfa en láta sér ekki detta í hug að greiða honum laun fyrir vinnu sína. Stuldur á hugbúnaði er vissulega ekki eins sýnilegur og þessi dæmi en engu að síður er um sambærilegan þjófnað að ræða. Vara er tekin og notuð án þess að greiða fyrir hana. Óhætt er að taka undir orð Halldórs Jörgenssonar, fram- kvæmdastjóra Microsoft á Íslandi, um að þessi stórfelldi þjófn- aður á hugbúnaði sé hugverkaþjóð til skammar. Það er áreiðan- lega rétt mat hjá Friðriki J. Skúlasyni tölvunarfræðingi að flestar opinberar stofnanir og stærri fyrirtæki séu með hugbúnaðarmál sín í þokkalegu lagi. Vandinn liggur áreiðanlega fyrst og fremst í heimilistölvum almennings, sem gerir ekki vandann átækilegri. Ljóst er að gagnger hugarfarsbreyting þarf að koma til í um- gengni við hugbúnað og annað tölvutækt efni. Almenningur í landinu verður að hætta að líta á þessa hluti eins og almennings- eign og horfast í augu við að fyrir hugbúnað þarf að greiða eins og annan varning sem tilheyrir neyslu nútímamannsins. Þeir sem ekki gera það eru einfaldlega þjófar. Íslenskir þjófar Þegar hugbúnaður er tekinn ófrjálsri hendi jafnast það á við að ganga inn í verslun, taka það úr hillum sem mann vanhagar um og fara svo út án þess að greiða fyrir vöruna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.