Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 19
Hér er komið út kynningarrit Frum- taka, samtaka framleiðenda frumlyfja. Meginástæða þessarar útgáfu er að ýta við og stuðla að umræðu um málefni sem snertir okkur öll í daglegu lífi en of fáir hugleiða sem og almenn kynning á Frumtökum, samtökum framleiðenda frumlyfja. Við viljum hvetja til vitundarvakningar og almennrar umræðu um svokallaða lífsstílssjúkdóma. Í því skyni hafa nú að undanförnu, í góðri samvinnu við Sjónvarpið, verið sýndar fimm stutt- myndir sem við höfum látið framleiða um lífsstílssjúkdóma, gildi forvarna og heilbrigðs lífernis. Myndirnar fimm fjalla í fyrsta lagi um þá almennu ógn sem lífsstílssjúkdómar eru við heilsufar alls almennings. Þá er fjallað nánar um reykingar og afleiðingar þeirra, um vægi hollrar og góðrar hreyfingar, um streitu og afleiðingar hennar og loks fjallar ein myndin um þýðingu góðs mataræðis. Mikilvægi góðra og öflugra forvarna er sífellt að verða ljósara og höfum við sem stöndum að Frumtökum ákveðið að leggja okkar af mörkum til þess að efla sem kostur er upplýsta umræðu um forvarnir, þar sem megináherslan verður lögð á hin gömlu og góðu sannindi: heilbrigð sál í hraustum líkama. Samtök framleiðenda frumlyfja á Íslandi voru stofnuð síðla árs 2005 undir nafninu Frumtök. Tilgangur Frumtaka er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og að gæta hagsmuna framleiðenda frumlyfja á Íslandi sem og á alþjóðavísu. Einnig að stuðla að rannsóknum og þróun lyfja og annast sameiginleg mál frumlyfjaframleiðenda hér á landi. Lyfjaframleiðsla og -þróun er einn mesti hátækniiðnaður veraldar og sífellt er verið að leita að svörum við æ flóknari spurningum. Þær hreint út sagt ótrúlegu uppgötvanir sem gerðar hafa verið við lyfjarannsóknir og –þróun á undanförnum áratugum breyta þó ekki þeirri staðreynd að enn hafa ekki verið fundin upp lyf við nema broti af þeim sjúkdómum og kvillum sem hrjá mannkynið. Í því ljósi er gjarnan rifjað upp til gamans að undir lok nítjándu aldar sagði forstjóri bandarísku einkaleyfastofunnar starfi sínu lausu um leið og hann lýsti því yfir að búið væri að uppgötva allt sem hægt væri að finna upp. Ekki þarf að fara mörgum orðum um að sá ágæti maður reyndist fjarri því að vera sannspár. Á sviði lyfja- og læknisfræði hafa verið svo stórstígar framfarir á 20. öldinni að vart er hægt að lýsa því öðruvísi en svo að um algjöra byltingu hafi verið að ræða, og sér ekki fyrir endann á. Öll þau lyf sem við þekkjum í dag hafa orðið til á tiltölulega stuttum tíma og nú á upphafsárum 21. aldarinnar er þekking á sviði lífvísinda að opna nýjar dyr. Möguleikar á betri og markvissari meðferð sjúkdóma og forvarnir gegn þeim hafa aldrei verið fleiri. Það er á þessum vettvangi sem frumlyfjafyrirtækin starfa, fyrirtækin sem eiga aðild að Frumtökum sem gefa þennan fjórblöðung út. Mikilvæg verkefni framundan Frumtök hyggjast hafa frumkvæði að rannsóknum og greiningu á íslensku heilbrigðiskerfi svo betri skilningur fáist á þeim vanda sem að steðjar. Einnig vilja samtökin vekja athygli á og kynna mikilvægi rannsókna og þróunar nýrra lyfja fyrir samfélagið og nauðsyn þess að slíkri starfsemi séu búin hagstæð starfsskilyrði á Íslandi. Sjúkdómar, breytingar í aldurssam- setningu þjóðarinnar og ýmis heil- brigðisvá af völdum manna og náttúru er stöðug áskorun fyrir samfélagið. Fuglaflensa og mögulegur heimsfar- aldur inflúensu er nærtækt dæmi um það. Þörf á nýjum meðferðarúrræðum og óskir um framfarir á sviði lækna- vísinda hafa því aldrei verið meiri. Ein afleiðing þessarar þróunar er aukið álag á heilbrigðiskerfið og meiri kostnaður við málaflokkinn, þar með talinn lyfjakostnaður. Um- ræða um lyfjamál hér á landi er oft yfirborðskennd, gjarnan er einblínt á beinan útlagðan kostnað vegna lyfja, en ávinningur meðferðar sem fyrirbyggir sjúkdóma, læknar eða dregur úr einkennum þeirra virðist stundum gleymast í umræðunni. Því lítum við á það sem eitt af hlutverkum okkar samtaka að standa að gerð fræðslu- og kynningarefnis um lyf og málefni framleiðenda frumlyfja auk efnis um sjúkdóma og forvarnir þeirra. Jafnframt viljum við leggja okkar lóð á vogarskálar þess að ræða fjármögnun heilbrigðiskerfisins á uppbyggilegan hátt, í nánu samstarfi við stjórnvöld, stofnanir, félagasamtök, fagaðila og alla þá sem áhuga hafa á þessum málaflokki. Framfarir og nýsköpun verða ekki í lyfja- og læknisfræði nema umhverfi til rannsókna og nýsköp- unar sé hagfellt og að reglur um einkaleyfi og hugverkavernd standi vörð um hag þeirra sem sinna slíkum rannsóknum. Frumtök munu einnig beita sér á þessum vettvangi í þágu almannaheilla. Ný lyf gefa von um lækningu og líkn Ný lyf líta dagsins ljós á hverju ári en það skal játað að lyfjafyrirtæki finna ekki upp ígildi penisillíns á hverju ári. Stundum heyrast gagnrýnisraddir þess efnis að ekki sé um raunverulegar nýjungar að ræða þegar ný lyf eru kynnt til sögunnar. Í þessu sambandi er rétt að benda á að framþróun í læknavísindum gerist þannig að skrefin eru stutt og stigið er varlega til jarðar. Þegar litið er til baka sl. 10 ár, svo dæmi sé tekið, geta menn ekki annað en séð hversu mjög þekkingu og úrræðum hefur fleygt fram. Eðli framfara, sama í hvaða starfsgrein raunvísinda borið er niður, er að þær auðkennast af framlagi fjölmargra vísindagreina og þær gerast með jöfnum, markvissum skrefum. Stundum koma hinsvegar fram stórkostlegir hlutir þar sem ný þekking ryður nýjar brautir og gefur von um líkn og lækningu sem ekki var möguleg áður. Það er á þessum vettvangi sem framleiðendur frumlyfja starfa. Hjörleifur Þórarinsson, lyfjafræðingur og formaður Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja Hjörleifur Þórarinnsson, formaður Frumtaka. Lífsstílssjúkdómar og forvarnir Vissir þú að fyrir utan vilja vestrænna samfélaga til að fjármagna rannsóknir og þróun nýrra lyfja, er forsenda framfara öflug hugverka- og einkaleyfavernd? Umræða um einkaleyfi vegna lyfja mótast gjarnan af þeirri fornu hugsun að heilsufari, kvölum og dauða megi ekki blanda saman við viðskipti og að einkaleyfi séu að einhverju leiti orsakavaldur sjúkdóma og þjáninga í þróunarlöndum. Hið rétta er að fyrir utan lyf gegn alnæmi, eru flest lífsnauðsynleg lyf ekki einkaleyfisbundin og framleiðsla heimil öllum þeim sem ráða yfir þekkingu til lyfjagerðar. Framleiðendur alnæmislyfja hafa á síðari árum selt slík lyf á kostnaðarverði til fátækustu ríkjanna og samið við framleiðendur í nálægum ríkjum um framleiðslu alnæmislyfja. Af hálfu frumlyfjafyrirtækja er unnið mikið starf við þróun lyfja og bóluefna fyrir þróunarlönd og virk einkaleyfavernd er forsenda slíkrar þróunar, sem og þróunar allra nýrra lyfja. Þetta er sérstaklega mikilvægt á sviði alnæmis þar sem núverandi lyf duga ekki lengi vegna þróunar ónæmis hjá HIV veirunni og mikið starf er enn óunnið við þróun bóluefnis gegn alnæmi. Vissir þú að um 98% þeirra 325 lyfja sem WHO hefur skilgreint sem lífsnauðsynleg eru ekki bundin einkaleyfi. Samt sem áður hefur þriðjungur jarðarbúa ekki aðgang að þeim. Það er því augljóst að heilbrigðisvandi þróunarríkja er ekki vegna einkaleyfa lyfjafyrirtækja, heldur er fátækt og skortur á grundvallar heilbrigðisþjónustu aðalorsök vandans. Það eru helst lyf gegn alnæmi sem eru bundin einkaleyfum og á þeim vettvangi er gríðarlega mikið starf unnið á vegum lyfjafyrirtækja og alþjóðastofnana til að tryggja aðgengi sem víðast. Meðal aðildarfyrirtækja Samtaka framleiðenda frumlyfja eru öll helstu frumlyfjafyrirtæki heims og umboðsfyrirtæki þeirra hér á landi auk Íslenskrar erfðagreiningar. Skilyrði fyrir aðild að samtökunum eru, að fyrirtækið, eða fulltrúar þess á Íslandi, stundi lyfjarannsóknir, þrói, framleiði eða markaðssetji lyf. Hvað er frumlyf? Frumlyf er það lyf kallað sem inniheldur nýtt virkt efni sem viðkomandi lyfjafyrirtæki og samstarfs- aðilar þess hafa uppgötvað og þróað. Þróunartími nýs frumlyfs er að jafnaði um 12-15 ár og ekki er óalgengur kostnaður þess ferlis metinn í tugum milljarða króna. Útgefandi: Frumtök, samtök framleiðanda frumlyfja. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jakob Falur Garðarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.