Fréttablaðið - 05.06.2007, Síða 21

Fréttablaðið - 05.06.2007, Síða 21
Josy Zareen segir Íslendinga hafa tekið miklum framförum í magadansi þau ár sem hún hefur kennt í Magadanshúsinu. „Magadansinn verður sífellt vinsælli og við höfum því bætt við okkur námskeiðum, meðal annars fyrir börn og einstaklinga með Downs-heilkenni, ekki síst vegna þess hversu góð áhrif hann hefur á heilsu- farið,“ segir Josy Zareen, sem hefur kennt maga- dans í Magadanshúsinu á Íslandi undanfarin sex ár. „Magadansinn er meðal annars góður fyrir móður- líf kvenna og þá gildir líkamsvöxturinn einu,“ heldur hún áfram. „Einn kosturinn við dansinn er einmitt sá að vel- flestar konur geta stundað hann án þess að vera í einhverju svakalegu formi. Hingað koma konur af öllum stærðum og gerðum og margar verða undr- andi á því hversu vel þeim gengur.“ Josy segir magadansinn ekki síður hafa góð sál- ræn en líkamleg áhrif, hann efli einfaldlega sjálfs- traustið. „Til mín hafa leitað konur með alls kyns vandamál, eru með lágt sjálfsmat eða eru að jafna sig eftir sambandsslit, svo dæmi séu tekin. Þeim líður yfirleitt strax betur eftir að hafa reynt fyrir sér í dansinum og margar kjósa að halda áfram.“ Áhuginn sem íslenskar konur hafa sýnt maga- dansi hefur meðal annars skilað sér í góðri frammi- stöðu á erlendum vettvangi. Til marks um það hefur einn nemenda Josy þegar fengið samning um að sýna í Dubai eftir sigur í keppni og sjálf tryggði hún sér fyrsta sætið í keppni sem var nýverið haldin í Stokkhólmi. „Þetta er í báðum tilvikum mjög góður árangur, þar sem við öttum kappi við lönd þar sem magadans er orðinn að hálfgerðri þjóðaríþrótt,“ segir Josy. „Í kjölfarið varð ég vör við aukinn áhuga manna á því sem er að gerast hér í dansinum og var jafnvel talað um að bestu dansararnir kæmu frá Íslandi. Við getum verið virkilega stolt.“ Magadans í uppsveiflu 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.