Fréttablaðið - 05.06.2007, Síða 28
4 sport
HVAR ER HANN NÚ?
HREINN HALLDÓRSSON
Hreinn Halldórsson kúluvarpari er einn af glæsilegri íþróttamönnum sem við
Íslendingar höfum átt. Hreinn var þrívegis kjörinn Íþróttamaður ársins; 1976, 1977
og 1979. Hann setti setti sex Íslandsmet og kastaði lengst 21,09 metra á Stokk-
hólmsleikvangi árið 1977. Hann lagði kúluna á hilluna árið 1982 og síðan hefur
farið lítið fyrir honum. Sport forvitnaðist um hvað hefði drifið á daga Hreins frá því
að hann hætti í kúluvarpinu.
„Ég kynnist konunni minni, sem er að austan, þegar ég var fastur gestur í Múla-
kaffi þar sem hún var að vinna. Þegar ég hætti í kúluvarpinu má eiginlega segja að
hún hafi platað mig austur og þar hef ég verið síðan,” segir Hreinn og hlær.
Hreinn hefur haft umsjón með íþróttamannvirkjum á Egilsstöðum mörg undan-
farin ár og hefur það orðið ærinn starfi eftir þá miklu uppbyggingu sem átt hefur
sér stað í bænum á undanförnum árum. „Ég byrjaði á því að hafa umsjón með
gömlu sundlauginni en síðan hefur þetta orðið meira og meira,” segir Hreinn, sem
var líka lengi ökukennari. „Nú er ég á sjálfskiptum bíl og get ekki kennt. Það er þó
alltaf verið að spyrja mig, núna síðast í gær,” segir Hreinn sem á tvo syni, Geisla 22
ára og Bjarma 14 ára, með konu sinni Jóhönnu G. Þorsteinsdóttur.
TÍU HANDKNATT-
LEIKSMENN SEM
HAFA ORÐIÐ
MEISTARAR
ERLENDIS
1. AXEL AXELSSON
Varð meistari með
Grün-Weiß Danker-
sen í Vestur-Þýska-
landi árið 1977.
2. ÓLAFUR
H. JÓNSSON
Varð meistari
með Grün-Weiß
Dankersen í
Vestur-Þýska-
landi árið 1977.
3. ÁGÚST SVAVARSSON Varð
meistari með Drott í Svíþjóð 1978.
4. VIGGÓ
SIGURÐSSON
Varð meistari
með FC Barce-
lona á Spáni
árið 1980.
5. ALFREÐ
GÍSLASON
Varð meistari
með TUSEM
Essen í
Vestur-Þýska-
landi 1986
og 1987.
6. KRISTJÁN ARASON Varð
meistari með VfL Gummersbach í
Vestur-Þýskalandi 1988.
7. ARON KRISTJÁNSSON Varð
meistari með Skjern í Danmörku
árið 1999.
8. ÓLAFUR
STEFÁNSSON
Varð meistari
með Magde-
burg í Þýska-
landi árið 2001
og Ciudad Real
á Spáni 2007.
9. DAGUR SIGURÐSSON Varð
meistari með A1 Bregenz í Austur-
ríki árin 2004, 2005, 2006 og 2007.
10. RAGNAR
ÓSKARS-
SON Varð
meistari með
Ivry í Frakk-
landi árið
2007.
Ágóðum degi æfa um tuttugu manns bogfimi á Íslandi. Endurnýjunin hefur verið talsverð og við höfum fengið
ágætis viðbrögð við námskeiðum sem við
höfum haldið. En iðkendurnir mættu að sjálf-
sögðu vera fleiri,“ segir Kristmann Einarsson,
formaður Bogfiminefndar ÍSÍ og besti bog-
fimimaður landsins.
Kristmann, sem er 32 ára, byrjaði að æfa
bogfimi fyrir sjö árum. „Þetta var eitthvað
sem mér fannst spennandi. Ég hef aldrei
verið mikið fyrir hinar hefðbundnu vinsælu
greinar eins og fótbolta og handbolta og þar
sem það voru mjög fáir í þessu ákvað ég að
prófa. Og sé ekki eftir því,“ segir Kristmann,
sem vill ekki meina að bogahetjur á borð við
Hróa Hött og Vilhjálm Tell hafi haft djúp-
stæð áhrif á hann. „Pabbi las reyndar fyrir
mig bókina um Hróa Hött þegar ég var yngri
og kannski það hafi skilið eitthvað eftir sig,“
segir Kristmann og hlær.
MIKIL ÁSKORUN
Aðspurður segir Kristinn að mikla þolinmæði
þurfi til að ná árangri í bogfimi. „Þetta er
mikil áskorun. Fyrstu mánuðina finnur fólk
miklar framfarir og ég hef sagt að fólk er til-
tölulega fljótt að verða þokkalegt með bog-
ann. Það er hins vegar fínstillingin sem er
lengi að koma. Það er mikið haft fyrir því að
verða góður og það er kannski ástæðan fyrir
því að það eru ekki fleiri að æfa þessa íþrótt.
Fullt af fólki gefst upp þegar það lendir á
vegg og bætir sig ekkert í langan tíma. Það
eru ekki margir sem hafa þessa þrautseigju.
Þolinmæði er dyggð í þessu eins og svo mörgu
öðru,“ segir Kristmann.
FÆR HJÁLP FRÁ MAREL
Kristmann vinnur dags daglega hjá Marel og
hann segir stjórnendur fyrirtæksins vera
draumavinnuveitendur. „Við fáum aðeins
þrjá tíma á viku inni yfir vetrartímann og
Marel hefur leyft mér að nota kjallara í
höfuðstöðvum fyrirtækisins sem æfingahús-
næði,“ segir Kristmann en hann æfir allt upp
í fimmtán tíma á viku þegar mest er auk þess
sem hann stundar box árið um kring til að
halda sér í góðri þjálfun.
Kristmann fer líka í fjölmargar æfinga-
og keppnisferðir á hverju ári og það kostar
frí frá vinnu. „Stjórnendurnir hafa sýnt mér
mikinn skilning og í raun gert mér kleift að
stunda þessa íþrótt. Þjálfarinn minn er í Hol-
landi og ég fer töluvert út. Ég reyni yfirleitt
að sameina keppnir og æfingabúðir í einni
ferð en það er algjörlega nauðsynlegt fyrir
mig að keppa erlendis. Hér heima er engin
samkeppni fyrir mig. Ef ég færi ekki út til að
keppa við betri menn myndi ég aldrei bæta
mig,“ segir Kristmann, sem veit þó ekki hvar
hann stendur í heiminum í dag. „Það er
ómögulegt að segja. Minn besti árangur er 32
manna úrslit á heimsmeistaramótinu í Dan-
mörku fyrir tveimur árum. Þessi íþrótt er í
stöðugri þróun og ég vinn stanslaust í því að
bæta mig. Það er áskorun að keppa erlendis
og það heldur mér við efnið,“ segir Krist-
mann en fram undan er mót á Írlandi eftir
mánuð og stór mót í Hollandi í ágúst og
desember.
Spurður hvenær menn toppi í bogfiminni
segir Kristmann allan gang á því. „Ég tel mig
eiga nokkur góð ár eftir en menn geta stund-
að þessa íþrótt eins lengi og sjónin er í lagi og
hendurnar eru stöðugar,“ segir Kristmann.
» ÞOLINMÆÐI « ER DYGGÐ
Kristmann Einarsson er bestur í bogfimi á Íslandi. Hann hefur æft íþróttina í sjö ár og þarf að fara til útlanda til að fá
samkeppni. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON
Kristmann Einarsson segist þurfa að leita út fyrir
landsteinana að samkeppni - hún sé einfaldlega ekki til
staðar á Íslandi.
TUGURINN
HVAÐ KOSTA GRÆJURNAR?
Kristmann segir að hægt sé að fá byrjenda-
búnað; boga, örvar og aukahluti, fyrir um 100
þúsund krónur. Hins vegar þurfi að panta
dótið að utan þar sem enginn hafi séð hag sinn
í því að flytja þennan útbúnað inn til landsins.
Kristmann segir sinn eigin búnað kosta um
300 þúsund krónur. Þann búnað þurfi ekki að
endurnýja mikið nema íþróttin breytist stór-
kostlega. Aðalatriðið sé hins vegar hjá
atvinnumönnum sem og byrjendum að
útbúnaðurinn sé traustur og fólki þekki það
sem það er með í höndunum.
SPO
RTM
YN
D
/VA
LLI
1 matsk. safieða 1 hylki.
Fæst í apótekum og heilsubúðum.
Ný
sen
din
g