Fréttablaðið - 05.06.2007, Side 30
Enn einu sinni hefur spænska
deildin reynst sú mest spennandi
í álfunni. Hún er jafnframt sú
síðasta að renna sitt skeið þetta
vorið og teygist reyndar inn í
sumarið. Þrátt
fyrir gæði
boltans eru
skipulagsgæði
knattspyrnu-
mála ekki þau
sömu og kalla
margir syðra
eftir breyting-
um.
Spánverjar ríghelda í þá fornu
hefð að hvíla sig seinnipartinn.
Taka „siesta“. Þetta hefur áhrif á
fótboltann, hvergi er leikið jafn
seint á kvöldin, algengt að
flautað sé til leiks kl. 9 eða
jafnvel kl. 10. Sparkáhorf að
síðkveldi er stór hluti af
helgarvenjum spænskra og
hefur verið mikil mótspyrna við
að breyta háttum. Spænsku
sjónvarpsstöðvarnar hræra svo í
leiktímum fram á síðustu stundu
og gerir það erlendum sjónvarps-
stöðvum erfitt fyrir að sinna
spænsku deildinni. Einnig er þetta
hvimleitt fyrir útlendinga sem
vilja skella sér til Spánar og horfa
á leik. Þetta vorið hefur keyrt um
þverbak. Landsleikjahlé slítur í
sundur mest spennandi toppbar-
áttu í háa herrans tíð og væng-
stýfir liðin í verslunarmálum.
Real, Barca og Sevilla mega ekki
við því að skapa óróa í leikmanna-
hópnum fyrr en mótið er búið.
Á laugardagskvöldið verður
næstsíðasta umferðin leikin. Það
var ekki fyrr en rétt fyrir helgina
að ákveðið var að allir helstu
leikirnir ættu að fara fram á sama
tíma. Fram að því hafði þeim
verið dreift hist og her að
fornum frjálslegum sið. Óþreyj-
an er mikil eftir lokaslagnum en
blöðin nenna lítið að fjalla um
landsleikina tvo sem Spánverjar
heyja í millitíðinni og urðu fréttir
af sigrinum gegn Lettum að lúta í
minni pokann fyrir umfjöllun um
tennis og mótorhjólakappakstur.
Það er ekki nóg með að liðið þyki
lélegt og andstæðingarnir
ómerkilegir heldur gætir pirrings
yfir því að deildin mikilvæga þurfi
að bíða á meðan.
6 sport
Real Madrid og Barcelona vilja kaupa hann. Liverpool vildi fá hann í fyrra og einnig núna,
sem og Evrópumeistarar AC Milan. Velkomin í heim Daniel Alves, hins 24 ára gamla
brasilíska bakvarðar Sevilla. Nú um stundir er hann talinn besti leikmaður Spánar.
EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON
» DANIEL ALVES «
ÞAÐ ERU ALLIR Á EFTIR ALVES
“ Hann er þrír leikmaður í einum. Hann er leik-stjórnandi á miðjumanni
með sál kantmanns sem spilar
bakvörð.“ Svona lýsti
spænska dagblaðið AS
Daniel Alves eftir stórleik
hans gegn Barcelona í mars
þar sem hann var yfirburða-
maður á
vellinum í sigri Sevilla,
2-1.
Það er kannski ekki skrýtið
að Daniel Alves sé eftirsóttur
af öllum bestu liðum álfunnar.
Menn af hans sauðahúsi vaxa
ekki á trjánum. Alves kom til
Spánar sem óþekktur tvítug-
ur strákur en er nú talinn
vera besti leikmaður Spán-
ar.
OG AF HVERJU?
„Hann er eins manns hljómsveit,
stórkostlegur íþróttamaður sem
lifir sig inn í leikinn eins og
ofvirkt barn. Hann er eins og
Roberto Carlos fyrir réttfætta.
Eini munurinn er sá að Alves
getur varist. Hann getur reyndar
verið ansi grófur þegar hann vill
það við hafa. Það er kannski engin
tilviljun að á sama tíma og hann
leiðir deildina í stoðsendingum
þá er hann einnig við toppinn yfir
þá leikmenn sem hafa fengið flest
spjöld og brotið oftast af sér. Í
stuttu máli sagt, Alves getur gert
allt.“ Svona lýsti Sid Lowe, hinn
virti sérfræðingur The Guardian
í spænsku knattspyrnunni, Alves
fyrir skömmu. Með svona lýsing-
ar á bakinu er auðvelt að skilja að
allir séu á eftir Alves.
Og það er ekki ólíklegt að Alves
hverfi á braut í sumar. Hann hefur
þegar unnið Evrópukeppni félags-
liða tvívegis með Sevilla og gæti
þess vegna unnið spænsku deild-
ina. Umboðsmaður hans orðaði
þetta þannig við fjölmiðla um dag-
inn: „Fólk verður að vera raun-
hæft og gera sér grein fyrir því að
bestu leikmennirnir enda yfirleitt
í bestu félögunum. Og með fullri
virðingu fyrir Sevilla þá er það
skör lægra en nokkur önnur lið í
Evrópu. Þetta er rétti tíminn til að
selja Daniel.“
NAUTABANINN
Einar Logi Vignisson
SÍÐBÚIÐ
SPÆNSKT
DRAMA
Þrjú lið eiga möguleika á spænska meistaratitlinum
Aldur: 24 ára
Hæð: 1,71 m
Þyngd: 64 kg
Staða: Hægri bakvörður
Þjóðerni: Brasilískur
Lið: Sevilla
Leikir/mörk: 140/9
Landsleikir: 4
ÉG ER DANIEL ALVES
Verbúð 8 við Geirsgötu, 101 Reykjavík, Sími 553 1500Opið 7-21 alla daga vikunnar
G S æ g r e i f a n s
Humarsúpa
r i l l ve is l a
Fiskur á grillið
Hin fullkomna
humarsúpa
samkvæmt New York Times
LOKABARÁTTAN
BARCELONA REAL MADRID SEVILLA