Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 32
8 sport
Alla knattspyrnumenn dreymir um að verða meistari með sínu liði,“ sagði
Rúnar, sem á sínum langa ferli hefur aldrei
orðið meistari með því liði sem hann hefur
spilað. „Ég hef verið í toppbaráttunni, bæði
með Lilleström og Lokeren, en aldrei endaði
það með titli. En á móti kemur að lið eins og
Lokeren á aldrei raunhæfa möguleika á að
verða meistari í Belgíu. Það er lið sem ætti
frekar að vera í baráttu um Evrópusæti.
Árið 1994 varð hann bikarmeistari með KR
og það segir hann vera stærsti sigurinn á
sínum ferli. „Það var auðvitað rosalega
gaman að vera bikarmeistari með KR á
sínum tíma. Það hefur alla tíð verið minn
æðsti draumur að verða Íslandsmeistari
með KR. Það er örugglega ekkert skemmti-
legra.“
KR hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla
í fjarveru Rúnars og miðað við gengi liðsins
í upphafi móts er ljóst að róðurinn er þung-
ur. „Sumarið er ekki búið en ástandið er
mjög slæmt. Sérstaklega hvað sjálfstraust
liðsins varðar.“
NEITAÐI LIVERPOOL
Rúnar var á 25. aldursári þegar hann gerðist
atvinnumaður í knattspyrnu. Þá fór hann til
Örgryte í Svíþjóð og spilaði þar í tvö og hálft
tímabil. Eftir á að hyggja hlýtur það að telj-
ast athyglisvert að hann hafi farið svo seint
út. En tækifærin voru vissulega til staðar. Í
október árið 1989 æfði hann með Liverpool í
þrjár vikur.
„Ég spilaði með varaliði Liverpool og mér
gekk mjög vel. Félagið vildi fá mig aftur og
halda mér aðeins lengur. Á þeim tíma hugs-
aði ég hins vegar sem svo að ég myndi aftur
fá tækifæri seinna til að fara til góðs liðs í
Evrópu. Ég vildi þroskast meira á Íslandi og
komast nær landsliðssæti.“
Í dag myndu sjálfsagt fáir, ef nokkrir,
nítján ára knattspyrnumenn slá hendinni við
slíku heimboði frá Liverpool. Rúnar sér þó
ekki eftir neinu og segir það mikilvægt að
leikmenn öðlist reynslu á Íslandi áður en
þeir halda í atvinnumennskuna.
SÁTTUR VIÐ MÍNAR ÁKVARÐANIR
„Það eru mörg dæmi til um sextán og sautj-
án ára stráka sem semja við lið í Evópu og
koma svo aftur heim fjórum árum síðar. Þá
hafa þeir lítið spilað og verða meðalmenn í
íslensku deildinni. Það er gott og hollt fyrir
alla að spila að minnsta kosti eitt ár hér
heima og ef maður stendur sig vel gæti verið
gott að fara annað.“
Rúnari bauðst einnig að semja við Brann
á sínum tíma. „Ég var kominn langt í samn-
ingaviðræðum við Brann en mér fannst það
sem mér stóð til boða ekki nógu girnilegt og
neitaði því. Auðvitað hefði verið gaman að
fara til Liverpool eða Brann en ég sé ekki
eftir neinu. Það eru mörg ef í lífinu og ég
veit ekkert hvernig mitt líf eða ferill hefði
þróast ef ég hefði tekið aðrar ákvarðanir. Ég
er ánægður með mínar ákvarðanir.“
ÍSLENSK ÞUNGAMIÐJA Í LOKEREN
Spurður um sín bestu tímabil nefnir hann
tvö til sögunnar. Það fyrra hjá Lilleström
árið 1999. Hann var valinn besti leikmaður
deildarinnar og Lilleström var í toppbarátt-
unni allt tímabilið en endaði í fjórða sæti.
Hitt var veturinn 2002-3 með Lokeren. Þá
léku fjórir Íslendingar með liðinu; Rúnar,
Arnar Þór Viðarsson, Arnar Grétarsson og
Marel Baldvinsson. Þungamiðjan í liði
Lokeren það árið var íslensk.
„Ég og Arnararnir tveir vorum saman á
miðjunni. Arnar Þór sinnti varnarvinnunni,
Arnar dreifði spilinu og ég var framarlega á
miðjunni. Við erum ólíkir leikmenn en bætt-
um hver annan vel upp. Við náðum afar vel
saman og liðinu gekk vel. Við náðum þriðja
sæti eftir að hafa verið í baráttunni um titil-
inn lengi vel.”
FÖGNUÐUM EINS OG FRAKKARNIR
Rúnar er þar að auki landsleikjahæsti leik-
maður Íslands frá upphafi. Hann lék 104
leiki á sautján árum og skoraði í þeim þrjú
mörk. Aðspurður um eftirminnilegasta leik-
inn segir hann að því sé auðsvarað.
„3-2 leikurinn við Frakka í París og allt
sem honum fylgdi, bæði fyrir og eftir leik.
Við áttum möguleika á að komast upp úr
riðlinum en þurftum reyndar að vinna
Frakka á útivelli. En landsliðshópurinn var
afar góður og samstilltur og þrátt fyrir að
við töpuðum leiknum fögnuðum við rétt eins
og Frakkarnir. Þetta var eftirminnilegt
kvöld.“
Nú er landsliðsferlinum lokið og atvinnu-
mannaferlinum á meginlandi Evrópu sömu-
leiðis. Rúnar verður 38 ára á árinu og deilir
aldursforsetatitli deildarinnar með Víkingn-
um Sinisa Kekic. Komi meistaratitilinn lang-
þráði ekki í ár, skyldi hann eiga eitt ár til við-
bótar?
„Ég get engu svarað til um það hér og nú.
Ég ætla að gera mitt besta með KR í sumar
og sjá svo til. Það er ekki auðvelt að bíða yfir
langan vetur á Íslandi eftir næsta tímabili
og ég held nú að þetta verði mitt síðasta nú í
sumar. En aldrei að segja aldrei.“
»ER ÁNÆGÐUR MEÐ
MÍNAR ÁKVARÐANIR«
RÚNAR KRISTINSSON
Ferill Rúnars Kristinssonar
(fæddur 5. september 1969)
Ár Land Félag Árangur Leikir/mörk
1987 Ísland KR 5. sæti 15/1
1988 Ísland KR 5. sæti 18/1
1989 Ísland KR 4. sæti 18/1
1990 Ísland KR 2. sæti 14/3
1991 Ísland KR 3. sæti 10/3
1992 Ísland KR 2. sæti 17/5
1993 Ísland KR 5. sæti 17/6
1994 Ísland KR 5. sæti 17/1
1995 Svíþjóð Örgr. 7. sæti 25/3
1996 Svíþjóð Örgr. 10. sæti 23/7
1997 Svíþjóð Örgr. - 11/3
1997 Noregur Lillest. 10. sæti 7/2
1998 Noregur Lillest. 8. sæti 17/2
1999 Noregur Lillest. 4. sæti 24/7
2000 Noregur Lillest. 6. sæti 23/3
2000-01 Belgía Loker. 4. sæti 20/3
2001-02 Belgía Loker. 7. sæti 28/7
2002-03 Belgía Loker. 3. sæti 28/13
2003-04 Belgía Loker. 10. sæti 31/6
2004-05 Belgía Loker. 8. sæti 22/1
2005-06 Belgía Loker. 8. sæti 32/6
2006-07 Belgía Loker. 16. sæti 31/3
2007 Ísland KR -
RÚNAR KRISTINSSON hefur snúið aftur á heimaslóðir. Eftir þrettán ára fjarveru klæðist hann búningi KR á nýjan
leik. Margir stuðningsmenn segja að kóngurinn sé kominn heim. Þeir hafa ef til vill talsvert til síns máls enda dylst
engum að Rúnar er einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið í seinni tíð. EFTIR EIRÍK STEFÁN ÁSGEIRSSON.
Rúnar lék í átta tímabil með KR og svo í þrettán
tímabil með Örgryte í Svíþjóð, Lilleström í Noregi
og Lokeren í Belgíu. Eftir þennan langa feril hefur
hann þó aldrei verið í meistaraliði. Sjálfur segir
hann það vera mestu vonbrigði ferilsins.
Rúnar um
STUÐNINGSMENN KR
Stuðningsmannaklúbbur KR, Miðjan,
hefur vakið mikla athygli fyrir vaska
framgöngu á leikjum KR. Hópurinn
stendur allan leikinn og syngur lög til
heiðurs KR og leikmönnum félagsins.
Slíkt er sjaldgæft í íslenskri knattspyrnu
en þekkist víða annars staðar.
„Þetta hef ég upplifað í Svíþjóð, Noregi
og Belgíu,” sagði Rúnar. „En fyrstu árin
mín þar skildi ég aldrei hvað þeir voru
að syngja. Hér heima skil ég þetta auð-
vitað allt um leið og hef mjög gaman
af. Hvert einasta félag ætti að eiga
slíkan hóp stuðningsmanna.”
Hann segir þó mikilvægt að stuðn-
ingsmenn séu með forgangsröðina á
hreinu. „Stuðningsmenn eiga að styðja
sitt félag og ekki að atast í andstæð-
ingnum, sama hvernig staðan er í
leiknum.”
SKAPIÐ SITT
Knattspyrnumaðurinn Rúnar Kristins-
son á það til að skeyta skapi sínu. Því
getur hann ekki neitað og segir sjálfur
að hann sé iðulega fljótur að æsa sig á
vellinum.
„Ég hef afar ríka réttlætiskennd og verð
mjög sár ef mér finnst mikið hallað
á mitt lið. Ég hef því fengið nokkur
gul fyrir kjaftbrúk eftir að hafa látið
dómarann heyra það,” sagði Rúnar, sem
fékk reyndar gult skömmu eftir að hann
kom inn á sínum fyrsta leik með KR nú
í vor.
„Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir
dómurum þó ég rífi stundum kjaft. Það
er ýmislegt látið flakka í hita leiksins og
svo er það gleymt nokkrum sekúndum
síðar. Oft finnst mér dómarar of fljótir
að teygja sig í spjaldið þegar maður
segir eitthvað. Bestu dómararnir finnst
mér þeir sem svara fyrir sig.”
Hann segir eftirminnilegasta dæmið
um slíka framkomu í landsleik sem
dómari frá Bretlandi dæmdi. „Ég rauk
í hann einhvern tímann í leiknum og
var hreint út að skamma hann. Ég
var þá líka búinn að nöldra í honum
fyrr í leiknum. Hann var orðinn frekar
þreyttur á mér og sagði einfaldlega að
ég tuðaði meira en konan hans. Ég hélt
kjafti eftir það.”
Rúnar lék sinn fyrsta leik með KR síðan 1994 gegn Val
á Laugardalsvelli.