Fréttablaðið - 05.06.2007, Side 36

Fréttablaðið - 05.06.2007, Side 36
12 sport HVAÐVEISTU Svör:1. Hann ber millinafnið Benedikt. 2. Hann heitir Ólafur og þjálfar Fram. 3. Hann skoraði níu mörk í 41 landsleik. 4. Hann lék með Lens og Cannes. 5. Hann byrjaði hjá sænska liðinu Skövde. 6. Hann stýrði eistneska landsliðinu 1995 til 1999. 7. Hann lék undir stjórn Gerards Houllier, fyrrum stjóra Liverpool. 8. Þeir hafa unnið níu af 22 leikjum. 1. Hvaða millinafn ber hann? 2. Hvað heitir bróðir hans sem þjálfar lið í Landsbankadeildinni? 3. Hvað skoraði hann mörg mörk fyrir íslenska A-landsliðið? 4. Með hvaða tveimur frönsku liðum lék hann? 5. Hvar hóf hann þjálfaraferil sinn? 6. Hvaða landsliði hefur hann stýrt? 7. Undir stjórn hvaða fræga þjálfara lék hann hjá Lens? 8. Hvað hafa KR-ingar unnið marga leiki í Landsbankadeildinni undir stjórn Teits síðan hann tók við? » UM TEIT ÞÓRÐARSON? » TEITUR ÖRLYGSSON Teitur Örlygsson lék tuttugu tímabil með Njarðvíkingum og verður að teljast goðsögn hjá félaginu sem hann þjálfar nú. Teitur lék 406 leiki með þeim grænklæddu og skoraði alls 6.597 stig en hann lék í eitt tímabil með Larissa í Grikklandi, veturinn 1996/1997. Teitur var beðinn um að rifja upp stærstu stundina á ferli sínum en hann átti í miklum vandræðum með að velja atvik, sem er ekki skrýtið miðað við langan og glæstan feril. Teitur er sigursælasti leikmaður úrvalsdeildarinnar í körfubolta frá upphafi með tíu titla í farteskinu. Á endan- um stóðu tvær stundir upp úr, sú fyrri í Grikklandi. „Þetta var einn af síðustu leikjunum okkar í deildinni og við vorum nýbúnir að bjarga okkur frá falli. Við vorum að spila á móti Panathinaikos sem þá var Evrópumeistari og í baráttu við Olympiakos um titilinn í Grikklandi. Höllin okkar var alveg troðfull. Leikstjórnandinn okkar var besti vinur minn þarna úti. Hann komst frá sínum manni, dró annan mann til sín og ég beið tilbúinn með hendurnar til að skjóta. Karlgreyið heyrði ekki í mér og boltann fékk ég aldrei. Þarna hefði ég fengið skot á síðustu sek- úndunum til að leggja Evrópumeistarana að velli. Þetta atvik hefur setið í mér lengi enda lét ég félaga minn heyra það eftir þetta,” sagði Teitur, sem síðan fékkst til að velja eitt atvik frá glæstum ferli sínum með Njarðvík. „Minnisstæðast er kannski þegar við unnum Keflavík í framlengingu í bikarúrslitunum 1999 í Laugardalshöllinni. Hermann Hauksson jafnaði á síðustu sekúndunum í 88-88 eftir að Keflvíkingar voru níu stigum yfir þegar ein og hálf mínúta var eftir. Margir stuðningsmenn okkar voru farnir úr Höllinni, þeir hreinlega gátu ekki horft upp á Keflvíkingana fagna sigri, en komu hlaupandi aftur inn þegar við jöfnuðum. Keflvíkingarnir gerðu ótrúlega mörg mistök á síðustu mínútunum, þeir fengu dæmd á sig skref, hentu boltanum út af, brenndu af vítum og gáfu okkur þetta hreinlega enda gráta þeir þetta enn í Keflavík. Þeir liggur við gáfust upp og við tókum þetta nokkuð örugglega í framlengingunni,” sagði Teitur brosandi yfir góðri minningu. - hþh STÆRSTA STUNDIN HVAÐ Á ÉG AÐ SEGJA GUÐJÓNI? Helgi Pétur Magnússon, varn- armaður ÍA, er heldur beygð- ur og boginn á þessari mynd sem Hörður Sveinsson, ljós- myndari Sports, tók af honum í leik Fylkis og ÍA í Lands- bankadeildinni í fótbolta 28. maí síðastliðinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.