Fréttablaðið - 05.06.2007, Síða 45

Fréttablaðið - 05.06.2007, Síða 45
Hvað gerir þú til að viðhalda góðri heilsu? Viltu taka þátt í forvarnarátaki Frumtaka? Sendu okkur nokkrar línur í tölvupósti og segðu okkur frá því hvað þú gerir fyrir sjálfa/n þig, - hver er forvörnin þín? Stundarðu líkamsrækt, hugleiðslu, útivist, borðarðu hollan mat, - já, hvað gerirðu til þess að láta þér líða vel og viðhalda góðri heilsu? Sendu stutta lýsingu frá þér í tölvupósti fyrir 17. júní n.k. Vegleg verðlaun eru í boði. Helgarferð fyrir tvo í boði Icelandair til Parísar. Þriggja manna dómnefnd velur besta svarið. Í dómnefndinni sitja Guðmundur Björnsson, læknir, Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri og Björn Leifsson, framkvæmdastjóri. Úrslit verða tilkynnt 1. júlí n.k. Það eina sem þú þarft að gera er að senda okkur nokkrar línur um forvörnina þína til frumtok@frumtok.is Frumtök áskilja sér rétt til að nota það bréf sem verður fyrir valinu í forvarnarátaki sínu. Forvörnin mín - vegleg verðlaun Lífsstílssjúkdómar Hreyfing Það eru aðeins tæplega 100 ár frá því að Íslendingar unnu flest verk með handafli. Róið var til fiskjar, tún slegin með orfi og ljá. Samgöngur voru takmarkaðar, flestir fóru fótgangandi milli staða, oft yrir fjallvegi og öræfi. Nú er öldin önnur, tæknin hefur auðveldað okkur lífið svo um munar. Eitt mesta heilbrigðisvandamál nútím- ans er hreyfingarleysi. Nú er talið að 12% ótímabærra dauðsfalla verði fyrst og fremst vegna hreyfingarleysis. Það er samfélagsleg skylda okkar að hugsa vel um heilsu okkar. Reglu- bundin hreyfing er einn mikilvægasti þátturinn hvað varðar gott heilsufar. Þeim tíma sem varið er til hreyfingar er því vel varið. Ein besta fjárfesting sem völ er á. Mataræði - Næring Offita er hugsanlega alvarlegasta heilbrigðisvandamál aldarinnar. Ein ástæða offitufaraldursins er aukin neysla tilbúins matar og skyndibita. Þessir réttir eru iðulega með of mikilli fitu, salti og sykri. Neysluvenjur þjóðarinnar breytast stöð- ugt. Með auknu vinnuálagi og aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu ver fjölskyldan æ minni tíma í að mat- reiða. Þá hefur neysla fisks dregist saman hér á landi. Rannsóknir sýna að íslenskar unglingsstúlkur skortir D vítamín. Þær taka sjaldan lýsi og yfir skammdegið fá þær ekki D vítamín frá sólinni. D vítamínskortur getur valdið beinþynningu síðar á ævinni. Á Íslandi er nægjanlegt framboð hollrar fæðu. Nauðsynlegt er að haga verðlagningu matvæla á þann hátt að fólk neyti fremur hollrar fæðu. Þá er brýnt að matur í mötuneytum skóla og fyrirtækja sé í senn hollur og góður. Þeim fjölgar stöðugt hér á landi sem borða aðalmáltíð dagsins utan veggja heimilisins. Streita Streita er flókið vandamál sem erfitt hefur verið að mæla og meta. Lang- varandi streita getur verið mjög hættuleg og haft margs konar skaðleg áhrif á líkama og sál. Það er tiltölu- lega stutt síðan læknar áttuðu sig á tenglsum streitu og líkamlegra sjúk- dóma. Á undanförnum árum hefur streita og áhrif hennar á líkamann verið rannsökuð víða um heim. Niður- stöðurnar eiga það sameiginlegt að langvarandi streita hefur mun skaðlegri áhrif en áður var talið. Streita veikir ónæmiskerfið. Streita getur valdið hjartasjúkdómum. Þeir sem þjást af streitu eru lengur veikir en aðrir. Hún getur valdið minnisleysi og þeir sem þjást af langvarandi streitu eru svefnsæknari en þeir sem ekki eru haldnir streitu. Einstaklingar þurfa þó mismikinn svefn. Segja má að streita dragi úr lífsgæðum einstaklingsins. Streita er alvarlegt heilsufarsvandamál. Íslendingar vinna almennt langan vinnudag. Fullyrða má að streita sé svipað heilsufarsvandamál hér á landi og annars staðar á Vesturlöndum. Rannsókn sem gerð var hér á Íslandi sýnir að 88% þeirra sem upplifa streitu í starfi eru andlega úrvinda eftir vinnudaginn. Þó svo að streita sé alvarlegt heilsu- farsvandamál, eru þó ýmsar leiðir til að takast á við hana. Í því mætti nefna slökun og líkamsrækt. En það sem skiptir þó höfuðmáli er að breyta daglegu lífi til að forðast þá þætti sem orsaka of mikla streitu, og að kunnna listina að njóta lífsins. Reykingar Ef 360 Íslendingar létust árlega í umferðinni, - eða að eitt banaslys yrði á dag, væri ríkjandi neyðarástand. Ef 360 Íslendingar létust árlega í vinnu- slysum, yrði gripið til víðtækra varnar- aðgerða. Ef 360 Íslendingar létust árlega vegna hjálparstarfa erlendis, yrði þessari starfsemi hætt og fólkið kallað heim. Staðreyndin er hins vegar sú að 370 Íslendingar látast árlega vegna tóbaks- reykinga. Helming dauðsfallanna má rekja til hjarta og æðasjúkdóma. Með því að takmarka reykingar eins og unnt er og grípa til margháttaðra aðgerða til að fá fólk til að hætta að reykja, má spara gríðarlegar fjárhæðir í heilsbrigðiskerfinu. Þessa peninga má nýta á annan hátt, t.d. til forvarna og fræðslu og í baráttuna gegn fíkni- efnavandanum. Hvert og eitt okkar ber ábyrgð á heilsu sinni. Það er því góð ákvörðun, ákvörðun sem stuðlar að heilbrigðara og betra lífi, að reykja ekki eða að hætta að reykja. Látum reykingar heyra sögunni til.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.