Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 05.06.2007, Qupperneq 46
Fyrsti framkvæmdastjóri Frum- taka er Jakob Falur Garðarsson. Það kemur því í hans hlut að móta að talsverðu leyti starf- semi samtakanna. Að góðum íslenskum sið byrjum við á því að spyrja: Hver er maðurinn? Ég er Ísfirðingur. Það er alltaf mitt fyrsta svar við spurningu sem þessari, enda er ég þar fæddur og uppalinn, sonur kaupmannsins á horninu, Garðars Guðmundssonar, kaupmanns í Björns- búð til áratuga og Jónínu Jakobsdóttur, kennara og síðar verslunarkonu. Það má segja að kaupmennska sé mér í blóð borin, enda faðir minn, afi og langafi, ásamt mýmörgum öðrum ættingjum úr föðurfjölskyldunni, verið viðloðandi kaupmennsku um langa tíð. Eiginkona mín, Vigdís Jakobsdóttir, leikstjóri og fræðslustjóri Þjóðleikhússins, er einnig frá Ísafirði. Við fluttum frá Ísafirði sumarið 1990 til Kantaraborgar á Englandi þar sem við vorum við nám í fjögur ár. Ég las stjórnmálafræði og alþjóðleg samskipti og hef fengist við ýmislegt frá því við komum heim sumarið 1994. Þar ber helst að nefna að um nokkurra ára skeið var ég framkvæmdastjóri Icepro, nefndar um rafræn viðskipti sem hýst var hjá Verslunarráði Íslands. Þá var ég aðstoðarmaður samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, á hans fyrsta kjörtímabili sem ráðherra og loks starfaði ég í Brussel við fastanefnd Íslands gagnvart ESB fyrir hönd samgönguráðuneytis þar til ég réð mig til Frumtaka í byrjun síðasta árs og kom hingað til starfa s.l. vor. Hvað telur þú vera brýnustu verkefni Frumtaka? Brýnasta verkefnið að mínu mati er tiltölulega einfalt, þ.e. að stuðla að skynsamlegri og hófstilltri umræðu um gagn og gildi lyfja fyrir samfélagið almennt. Það er í raun með ólíkindum hve þversagnakennd afstaða er oft tekin í umræðu og umfjöllun um lyf. Almennt er viðurkennt að ný lyf geti gert kraftaverk og eins er almennt viðurkennt að hófstillt og rétt notkun lyfja skili sér til samfélagsins í heild sinni með nýtari þjóðfélagsþegnum. Á sama tíma er neikvæð umfjöllun um lyfjaframleiðendur furðu algeng og neikvæð afstaða og sleggjudómar sem ekki fá staðist settir fram án þess að tekið sé tillit til staðreynda og rökstuðnings. Það er því engin launung að tilgangur samtaka sem þessara sé að vinna að bættri ímynd gagnvart almenningi og vinna að framgangi þess að umræðan um lyfjamál sé á skynsamlegum nótum. Það er ekki síður mikilvægt verkefni gagnvart almenningi í ljósi ýmissa villandi upplýsinga í fjölmiðlum, þ.e. að reyna að efla og dýpka skynsamlega rökræðu Í þessu sambandi er ég til að mynda að tala um almenna umræðu um lyfjaverð. Þar er of algengt að fullyrt sé að lyfjaverð hér á landi sé hið hæsta sem þekkist á byggðu bóli á meðan raunveruleikinn er allur annar. Vissulega hefur lyfjaverð á Íslandi verið tiltölulega hátt, eins og reyndar hefur verið raunin með verðlag á vel flestum sviðum. En á undanförnum árum hefur þessi veruleiki tekið grundvallarbreytingum, þannig að heildsöluverð frumlyfja á Íslandi í dag er hið sama og í samanburðarlöndum okkar. Þessi mikli árangur hefur náðst í góðu samstarfi við yfirvöld og hefur skilað því að 1. nóvember s.l. var heildsöluverðið ríflega 6% lægra hér á landi en í okkar helsta samanburðarlandi, Danmörku. Þetta er gríðarlegur árangur í lækkun lyfjaverðs hér á landi á tiltölulega stuttum tíma og mikilvægt að þessi árangur fái notið sannmælis í allri umræðu um lyfjaverð. Neikvæð ímynd lyfjafyrirtækja er vissu- lega þekkt og í raun áhyggjuefni. Sú míta að þetta séu fyrirtæki sem hagnist á sjúkum og öldruðum er vel þekkt. Því teljum við mikilvægt að koma um- ræðunni á sanngjarnara stig og fræða fólk um starfsemina sem fram fer hjá lyfjaframleiðendum. Það er t.d. mikilvægt að auka skilning á nauðsyn þess að fyrirtæki í þessum geira skili góðum hagnaði, svo þau hafi áfram bolmagn til þess að sinna framþróun og rannsóknum. Siðferðileg gildi og hagnaðarvonin virðast oft benda í sitt hvora áttina og lyfjamarkaðurinn er engin undantekning þar á. Þarna er mikilvægt að upplýst umræða fari fram. Og svo ég nefni aftur lyfjaverðið, þá er ekki síður mikilvægt að reynt sé að auka skilning almennings á hinu flókna fyrirbæri sem lyfjaverðið er í raun. Aðildarfyrirtæki Frumtaka hafa afskipti af innkaupsverði dreifingar- fyrirtækja og heildsöluverði en aðrir þættir, svo sem álagning í smásölu, virðis aukaskattur, greiðsluþátttaka al- manna trygginga og afslættir apóteka, ráða endanlegu verði til neytandans. Kerfið er því margslungið og umræða um verð og samanburður á lyfjaverði milli landa er flókinn og erfiður. Þá er ekki síður mikilvægt að sú staðreynd fái notið sannmælis að þó kostnaður við notkun nýrra lyfja geti vissulega verið mikill, þá er oft á tíðum komið í veg fyrir mun meiri útgjöld annars staðar í heilbrigðiskerfinu í staðinn þegar til lengri tíma er litið. Þegar horft er til reksturs heilbrigðiskerfisins verður að hafa hugfast að það að spara aurinn á einum stað, getur í raun þýtt að krónunni sé kastað á öðrum. Þessi sígilda og einfalda speki á ótrúlega oft við þegar rætt er um kostnað vegna lyfjanotkunar, því rétt notkun góðra lyfja skilar sér þegar á heildina er litið með miklum ávinningi fyrir samfélagið allt. Einnig vil ég sérstaklega nefna sem brýnt verkefni fyrir samtök sem þessi, að geta komið fram fyrir hönd aðildarfyrirtækjanna, t.d. gagnvart yfirvöldum, og talað máli þeirra einum rómi. Við sjáum mörg fordæmi fyrir hagsmunasamtökum sem þessum þar sem skiptir miklu fyrir fyrirtækin að hafa einn sameiginlegan málsvara. Hvernig hefur samtökunum verið tekið og í framhaldi af því, - hverjir eru helstu samstarfsaðilar Frumtaka? Ég held að almennt megi segja að samtökunum hafi verið vel tekið og að þau séu smátt og smátt að festa sig í sessi sem málsvari aðildarfyrirtækja sinna. Almennt má segja að okkar helstu samstarfsaðilar séu annars vegar FÍS, þ.e. Félag íslenskra stór- kaupmanna, og hins vegar systur- samtök okkar í Danmörku. Við leigjum skrifstofuaðstöðu hjá FÍS í Húsi verslunarinnar og höfum aðgang að ýmissi þjónustu hjá þeim sem skiptir Frumtök miklu máli. Þá er um þessar mundir verið að setja á laggirnar tvö spennandi verkefni hjá Háskóla Íslands sem við bindum miklar vonir við varðandi samstarf, þ.e. annars vegar nýstofnuð Rannsóknarstofnun um lyfjamál og hins vegar Þekkingarsetur í lyfjafræði sem er í undirbúningi á vegum Hagfræðistofnunar Háskólans. Hver er ástæða þess að þið vinnið að forvörnum? Hún er mjög einföld og lýtur í raun að þeirri grundvallarheimspeki sem velflest lyfjafyrirtæki hafa mótað sér, þ.e. að bera virðingu fyrir lífi og líðan fólks. Í því ljósi er eðlilegt að leggja áherslu á fræðslu og forvarnir, að fylgja eftir því gamla og góða gildi að heilbrigð sál býr í hraustum líkama. Þetta er grundvallarstaðreynd sem lyfjafyrirtækin gera sér sérlega vel grein fyrir og því er eðlilegt að við viljum skipa okkur sess í umræðu sem þessari. Þá skiptir einnig máli í þessu samhengi að árangursrík heilsugæsla er samstarfsverkefni yfirvalda, almennings og heilbrigðisstétta og lyfjafyrirtækin gera sér fyllilega grein fyrir því að þar er samfélagsleg ábyrgð þeirra óumdeild. Varðandi almenna fræðslu, þá er engum vafa undirorpið, að okkur ber að greina skilmerkilega frá möguleikum nýrra lyfja og bóluefna og á hvaða hátt þau geti gagnast skjólstæðingum heilbrigðisstétta, auk þess að gera grein fyrir mögulegum aukaverkunum. Fræðsla er sívaxandi þáttur í nútíma læknisfræði og því lítum við svo á að í markmiði laga um heilbrigðisþjónustu, þ.e. að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita felist réttur hvers einstaklings til að geta tekið ábyrgð á eigin heilsu í krafti nægrar þekkingar. Þannig eigi allir landsmenn rétt á hlutlægum, aðgengilegum og vönduðum upplýsingum um forvanir, sjúkdóma og framboð meðferðarúrræða. Hluti af þessari umræðu um forvarnir og fræðslu tengist umræðunni um gæði lyfja og gæði heilbrigðisþjónustunnar al- mennt, en almennt er viðurkennt að gæði heilbrigðisþjónustu er einn helsti mælikvarði á lífsgæði í nútímasam- félagi og þar gegna lyf lykilhlutverki. Frumlyfjafyrirtækin þjóna lands- mönnum á ábyrgan hátt með því að veita læknum og sjúklingum öruggan aðgang að bestu fáanlegu lyfjum og bóluefnum sem fyrirbyggja, með- höndla og lækna sjúkdóma og fólki er þannig gert kleift að líða betur, lifa lengur og áorka meiru. Þess vegna viljum við vinna að forvörnum og fræðslu. Lyfjamál eru flókinn mála- flokkur. Í stuttu máli; hvað er það sem fólk misskilur helst þegar rætt er um lyf? Ég held að almenningur eigi oft erfitt með að skilja þann gríðarlega kostnað sem er samfara rannsóknum og þróun á nýjum lyfjum og þar með að yfirfæra hann yfir á þau lyf sem á endanum koma til notkunar. Staðreyndin er nefnilega sú, að aðeins örlítið brot þeirra rannsókna og þróunarverkefna sem sífellt er unnið að, skilar á endanum lyfi til notkunar. Og það er ekki síður athyglisverð staðreynd, að þó svo að stórkostlegar framfarir hafi átt sér stað á undanförnum áratugum, þá er staðreyndin enn sú að ekki hafa verið fundin upp lyf við nema broti af þeim kvillum sem hrjá mannkynið. Aftur vil ég árétta hve miklu skiptir að almenningur skilji mikilvægi þess að ávinningur af notkun nýrra lyfja skili sér til sjúklinga og að samfélagið í heild njóti þess virðisauka sem hlýst af þróun og framleiðslu nýrra lyfja. Hvernig vilt þú sjá stöðu íslenskra lyfjamála eftir 4 ár? Almennt vil ég að okkur takist að vinna gegn vanþekkingu og fordómum sem grafa undan því gagni sem lyf gera. Til þess að það megi gerast þarf markvisst að halda á lofti þeim ávinningi og virðisauka sem ný lyf og bóluefni færa sjúklingum, heilbrigðiskerfinu og þjóðarbúinu í heild. Þess vegna má síst láta hjá líða að horfa á gildi forvarna, heildarmynd meðferðarkostnaðar og samspil heilbrigðisútgjalda og hag- vaxtar. Lausnarorðið á þessu sviði eins og svo víða annars staðar er fordómalaus þekking. Ef það yrði raunin í því umhverfi sem lyfjafyrirtækin starfa í eftir fjögur ár yrði ég verulega sáttur. Að lokum, Jakob; hvaða áhuga- mál átt þú önnur en vinnuna? Mér þykir mest gaman að vera með þeim sem mér þykir vænst um og þar eru t.a.m. leikhúsferðir með konunni eða sundferðir með börnunum mín- um hátt skrifaðar sem áhugamál. Þá hef ég líka sérlega gaman af þvi að fara út að hjóla. Nýverið var ég svo kosinn formaður Ísfirðingafélagsins hér í Reykjavík og er viðbúið að ýmislegt vafstur í kringum það verði fyrirferðamikið á næstunni, enda óhætt að segja ræturnar vestur og ræktun þeirra vera mikið áhugamál. Ég hef miklar mætur á heimahögunum og vil veg þeirra sem mestan og hlakka því til að taka það áhugamál áfram á nýjum vettvangi. Stuðlum að skynsamlegri umræðu um gagn og gildi lyfja fyrir samfélagið Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.