Fréttablaðið - 05.06.2007, Page 56

Fréttablaðið - 05.06.2007, Page 56
Íslensk húðflúrhátíð verður hald- in dagana 8. til 10. júní á skemmti- staðnum Grand Rokk. Á hátíðinni munu húðflúrmeistarar frá Banda- ríkjunum, Danmörku og Íslandi bjóða upp á húðflúr fyrir gesti og gangandi en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin. „Ég og maðurinn minn erum gífurlegir áhugamenn um húðflúr og við kynntumst svona hátíðum fyrir nokkru. Við ákváðum að prófa að halda svona hátíð í fyrra og hún gekk vonum framar – það komust færri að en vildu svo við ákváðum að endurtaka leikinn,“ segir Linda Mjöll Þorsteinsdóttir, einn af að- standendum húðflúrhátíðarinnar. Meðal gesta á hátíðinni verða út- sendarar frá Prick-tímaritinu, en sem tileinkað húðflúrlistinni. „Út- sendarar frá þeim komu í fyrra og skifuðu um atburðinn og svona,“ segir Linda. Að sögn Lindu hefur heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur veitt sam- þykki sitt fyrir því að skemmti- stað sé breytt í húðflúrstofu. „Heilbrigðiseftirlitið er búið að taka út stöðuna og við verðum með sótthreinsunaraðstöðu í tattú- stofunni hjá Sverri á Laugaveg- inum,” útskýrir Linda en maður hennar vinnur nú hörðum hönd- um við að smíða vaska sem komið verður upp á Grand Rokk. „Í fyrra breyttum við Gauknum í eina risa- stóra húðflúrstofu og nú held ég að við verðum með um fimmtán bása.“ Húðflúrhátíð á Grand Rokk Hljómsveitin Sprengjuhöllin ætlar að gefa út sína fyrstu plötu í haust og hefjast upptökur að öllum lík- indum í júlí. Ekki hefur verið ákveðið hvar platan verður tekin upp en Danmörk hefur verið nefnd sem einn af mögulegum upptöku- stöðum. Nýjasta lag Sprengjuhallarinnar, Verum í sambandi, hefur fengið afar góðar viðtökur að undanförnu og er söngvarinn Bergur Ebbi vita- skuld hæstánægður með viðtök- urnar. „Okkur finnst við vera með fullt hús. Þetta eru eiginlega allt þriggja stiga körfur. Við setjum markið hátt og allt það en kannski er þetta út af því að það eru svo fá lög komin frá okkur,“ segir Bergur, hógværðin uppmáluð.“ Upptökur hefjast í júlí Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music heldur tónleika í Iðnó í kvöld. Fyrirtækið er eitt virtasta raftónlistarfyrirtæki heims og er með þrjár íslenskar hljómsveitir á sínum snærum. Thomas Morr, eigandi fyrirtækis- ins, er staddur hér á landi af þessu tilefni. „Mér finnst alveg ótrúlegt að vera hér á þessum tíma ársins og sjá hvað það er bjart. Ég hef líka komið hingað um vetur og verð að viðurkenna að ég er hrifn- ari af þessum tíma,” segir Thomas Morr, eigandi tón- listarútgáfunnar Morr Music. Með Thomasi í för eru hljómsveitirnar Isan, Tar Water og The Go Find sem spila allar á tónleikunum í kvöld. Fyrri tónleikarnir voru á Akureyri á föstudag- inn og stóð til að hópurinn notaði tímann á milli tón- leika til að ferðast um landið. Einn af viðkomustöðum hópsins var heimili móður Benna Hemm Hemm, þar sem öllum var boðið til veislu að íslenskum sið. Thomas segir að sú heimsókn, eins og annað sem hann hefur gert hér á landi, hafi verið mjög eftirminnileg. Thomas Morr er þungamiðjan í Morr Music. Hann velur allt sem gefið er út og er það eingöngu tónlist sem hann sjálfur er mjög hrifinn af. Thomas vill að allir sem tengist Morr séu eins og ein stór fjölskylda. Sá sem hannar nær öll plötuumslögin fyrir Morr er til að mynda æskuvinur Thomasar. Þó að fyrirtækið hafi verið starfandi í rúman ára- tug er Thomas nýbyrjaður að gera skriflega samn- inga við listamennina. „Að skrifa undir samning færir áhersluna óbeint á mögulegan enda samstarfs- ins, hvenær samningurinn renni út. Ég var vanur að gera bara samninga með handabandi og svo lengi sem allir væru ánægðir héldi samstarfið áfram.“ Hann neyddist þó að byrja með skriflega samninga fyrir um tveimur árum vegna þrýstings frá samstarfs- fyrirtækjum Morr. Meðal listamanna sem eru á mála hjá Morr-útgáf- unni eru Lali Puna, The Notwist, B. Fleischmann, Ms. John Soda og Isan, sem kemur einmitt fram á tónleik- unum í kvöld. Morr Music hefur gefið út íslensku hljómsveitirnar múm og Benna Hemm Hemm. Sú þriðja bætist í hópinn í haust þegar fyrsta plata Seabear kemur út hjá fyrirtækinu. Thomas kynntist tónlist múm í gegnum hinn þýska kynningarfulltrúann hljómsveitarinnar og hafði samband við sveitina um að gera eitthvað saman. Hann kynntist svo Benna Hemm Hemm í gegnum Múm. „Örvar er alltaf að láta mig vita af góðri tón- list sem hann vill að ég hlusti á. Miklu af tónlistinni sem ég gef út kynnist ég einmitt í gegnum listamenn sem eru að gefa út hjá okkur.“ Thomas fær líka óheyrilegt magn af demóum í hverri viku en segist vera orðinn svo þjálfaður í að vita hvað hann vill að oftast þurfi hann ekki að hlusta í nema nokkrar sek- úndur til að vita hvort hann sé hrifinn eða ekki. Benni Hemm Hemm og Seabear koma fram á tón- leikunum í kvöld auk Isan, Tarwater og The Go Find. Tónleikarnir verða í Iðnó og fer forsala fram í 12 Tónum á Skólavörðustíg. DELTA FARCE kl. 6, 8 og 10 10 SPIDERMAN 3 kl. 5 og 8 10 SEVERANCE kl. 8 16 SHOOTER EKKI SÝND Í DAG 16 ÚTI ER ÆVINTÝRI kl. 6 -450 kr.- L www.laugarasbio.is Sími: 553 2075 - bara lúxus LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR ÁLFABAKKA PIRATES CARRIBEAN 3 kl. 4 - 6 - 8 - 10 10 PIRATES 3 VIP kl. 6 - 10 ZODIAC kl. 6 - 9 16 THE REAPING kl. 8:10 - 10:10 16 BLADES OF GLORY kl. 6 - 8 - 10:10 12 ROBINSON FJ... ÍSL TAL kl. 4 L GOAL 2 kl. 3:50 - 6 7 AKUREYRI PIRATES 3 kl 6 - 9 10 MR. BEAN kl 6 L ZODIAC kl. 8 16 KRINGLUNNI DIGITAL PIRATES OF THE CARIBEAN 3 kl. 6:15 - 7:20 - 8:15 - 10:15 - 10:30 10 ROBINSON F.. M/- ÍSL TAL kl. 6 LDIGITAL-3D HJ MBL PANAMA.IS VJV TOPP5.IS HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM. Nánari upplýsingar á www.SAMbio.is sannur sumarsmellur, fínasta afþreyingarmynd Trausti S blaðið KEFLAVÍK PIRATES 3 kl. 8 7 THE REAPING kl. 10 16 IT’S A BOY GIRL THING kl. 8 L VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA 41.000 gestir www.SAMbio.is 575 8900 Missið ekki af þessu blóðuga framhaldi af 28 Days Later. Myndin hefur hlotið frábæra dóma. Robert Carlyle er viðurstyggilega góður! SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 MIÐASALA Á SÍMI 530 1919 28 WEEKS LATER kl. 6 - 8 - 10 UNKNOWN kl. 5.50 - 8 - 10.10 THE PAINTED VEIL kl. 5.30 - 8 - 10.30 IT´S A BOY GIRL THING kl. 8 - 10.10 SPIDERMAN 3 kl. 5.20 28 WEEKS LATER kl. 6 - 8 - 10 FRACTURE kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE LIVES OF OTHERS kl. 5.30 - 8 - 10.30 SPIDERMAN 3 kl. 5.40 - 8.20 PIRATES OF THE CARIBBEAN 3 kl. 3 - 5 - 7 - 9 - 10.45 PIRATES OF THE C. 3 LÚXUS kl. 5 - 9 FRACTURE kl. 8 - 10.30 IT´S A BOY GIRL THING kl. 3.45 - 5.50 SPIDERMAN 3 kl. 5 - 8 - 10.50 10 14 10 16 16 10 16 14 10 28 WEEKS LATER kl. 6 - 8 - 10 PATHFINDER kl. 6 - 8 THE HILLS HAVE EYES 2 kl. 10 16 16 16 STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.