Fréttablaðið - 05.06.2007, Side 57
Pétur Ben, Helgi
Jónsson og hljóm-
sveitin Reykjavík!,
sem tóku þátt í Spot-
tónlistarhátíðinni
í Árósum um helg-
ina, fengu öll fimm
stjörnur af sex mögu-
legum í tónlistar-
tímaritinu Gaffa
fyrir frammistöðu
sína.
Gaffa er eitt mest
lesna tónlistartíma-
rit Dana og birti
dóma um alla tónleika hátíðarinnar
á vef sínum samdægurs. Reykja-
vík! reið á vaðið í Ridehuset síðast-
liðið föstudagskvöld og fékk góðar
viðtökur, rétt eins og Pétur Ben sem
fékk staðfest boð um
að koma á tvær aðrar
hátíðir strax að tón-
leikum loknum.
Helgi, sem spil-
aði á einum af sínum
fyrstu sólótónleikum,
komst einnig virki-
lega vel frá sínu.
Í dómnum í Gaffa
sagði að fyrrverandi
básúnuleikari Sigur
Rósar væri hæfi-
leikaríkt sjarmatröll.
„Helgi er góður í að
túlka tilfinningar og nota þær í tón-
listinni sinni. Hann nær að koma
manni í opna skjöldu og fyrir utan
einstaka lag leiddist manni aldrei í
nærveru hans. Bravo!“
Frábærir dómar
Íslandsvinurinn Eli Roth ákvað að
gerast kvikmyndagerðarmaður
eftir að hafa farið með foreldr-
um sínum að sjá hryllingsmynd-
ina Alien, þá sjö ára gamall. Roth
kastaði upp yfir hryllingnum
sem hann varð vitni að en ákvað
um leið að hann vildi starfa við að
láta aðra upplifa viðlíka hrylling.
„Um leið og ég kastaði
upp vissi ég hvað ég
ætlaði að verða þegar
ég yrði stór. Kvik-
myndalistin tók yfir
líf mitt,“ segir Roth, en
hann leikstýrir einmitt
kvikmyndinni Hostel 2,
sem var að hluta til tekin
upp hér á landi og verð-
ur frumsýnd um næstu helgi.
Hostel 2 hefur fengið ágæta
dóma ytra en þykir ógeðfelld í
meira lagi og hafa
nokkur sýnishorn
úr myndinni verið
tekin úr sýningu í
sjónvarpi í Banda-
ríkjunum.
Roth kastaði upp yfir Alien
Aðrir söluaðilar:
Törfa
tæki
Verð frá: kr. 21.500 stgr.
Magimix
matvinnsluvélin
léttir þér lífið