Fréttablaðið - 05.06.2007, Side 58

Fréttablaðið - 05.06.2007, Side 58
 Íslenska landsliðið hefur spilað vel í tveimur heimsóknum sínum á Råsunda, heimavöll AIK í Solna í Stokkhólmi. Leikurinn á miðvikudaginn verður sá þriðji í röðinni en hinir tveir enduðu með 1-1 jafntefli 1995 og með 1-3 tapi tíu árum síðar. Þetta eru alls ekki slæm úrslit, ekki síst fyrir þær sakir að íslenska liðið hefur tapað síðustu þremur heimaleikjum sínum á móti Svíum með marka- tölunni 2-7. Ísland lék sinn fyrsta leik á Råsunda í undankeppni EM 1996 en þjóðirnar mættust þá 1. júní 1995 á Råsunda. Þetta var fjórði leikur Íslands af átta í riðlakeppn- inni. Svíar höfðu náð í brons á HM í Bandaríkjunum sumarið á undan og unnið 1-0 sigur í fyrri leiknum sem fram fór á Laugardalsvell- inum í september árið á undan. Leikurinn byrjaði frábærlega þegar Arnar Gunnlaugsson skor- aði glæsilegt mark beint úr auka- spyrnu eftir aðeins þriggja mín- útna leik. Svíar náðu reyndar að jafna leikinn úr vafasamri víta- spyrnu þrettán mínútum síðar en íslenska vörnin hélt út og jafn- teflið er ein bestu úrslit íslenska landsliðsins á útivelli í sögu Evr- ópukeppninnar. Stigin tvö sem Svíar sáu eftir spiluðu líka rullu í að Svíar komust ekki í úrslita- keppnina. Þjóðirnar mættust aftur á Råsunda rúmum tíu árum seinna eða nákvæmlega 12. október 2005 í lokaleik Íslands í undankeppni HM 2006. Svíar voru í harðri bar- áttu við Króata um sigur í riðlin- um en komust á endanum beint á HM vegna góðs árangurs í 2. sæti. Leikurinn byrjaði á svipað- an hátt og áratug áður því Kári Árnason kom íslenska liðinu yfir á 25. mínútu leiksins. Það tók Svía nú aðeins fjórar mínútur að jafna leikinn og var þar að verki snillingurinn Zlatan Ibrahimovic, sem lagði einnig upp annað mark Svía sem Henrik Larsson skoraði rétt fyrir hálfleik. Svíar skoruðu síðan þriðja markið í blálokin og tryggðu sér 3-1 sigur. Råsunda er sögulegur leik- vangur því aðeins einn annar völl- ur hefur hýst bæði úrslitaleik karla og kvenna á HM. Sá völlur er Rósarskálin í Pasadena í Kali- forníu í Bandaríkjunum (karlar 1994 og konur 1999). Úrslitaleikur kvenna fór fram á Råsunda-leik- vanginum 1995 en 37 árum áður hafði Pele, þá 17 ára, breytt knatt- spyrnusögunni á vellinum með því að skora tvö mörk í 5-2 sigri Brasilíumanna á Svíum í úrslita- leik karla. Þetta var fyrsti heims- meistaratitill Brasilíu. Þetta gæti orðið síðasti lands- leikur Íslands á vellinum því Svíar eru að byggja sér nýjan fimmtíu þúsund manna völl í Solna og í kjölfarið verður Råsunda-völlur- inn rifinn. Nýi völlurinn ætti að verða tilbúinn upp úr árinu 2010 en þangað til er Råsunda heima- völlur sænska landsliðsins og þar bíður íslenska liðsins erfitt verk- efni á miðvikudagskvöldið. Íslenska karlalandsliðið mætir Svíþjóð í Stokkhólmi á miðvikudagskvöldið. Þetta verður þriðji leikur liðs- ins á þjóðarleikvangi Svía í Solna. Fyrri leikirnir byrjuðu báðir vel en enduðu á ólíka vegu. Íslenska landsliðið hefur aðeins tvisvar sinnum verið án Eiðs Smára Guðjohnsen í keppnis- leik undanfarin átta ár en stjarna íslenska landsliðið verður fjarri góðu gamni í næsta landsleik. Íslenska landsliðið mætir því aðra undankeppnina í röð til Stokkhólms án fyrirliða síns en Eiður Smári fékk sitt annað gula spjald í undankeppninni í jafntefl- inu á móti Liechtenstein um síð- ustu helgi. Eiður Smári var einnig í banni í útileiknum á móti Svíum í undankeppni HM 2006. Eiður Smári er búinn að fá fjögur gul spjöld í síðustu tíu leikjum, öll fyrir mótmæli eða að sparka bolt- anum í markið eftir að búið var að dæma hann rangstæðan. Markaleysi fyrirliðans er farið að dragast á langinn og það verður fróðlegt að sjá hvernig sóknarleik- urinn verður gegn Svíum í Solna. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu fimm landsleikjum og er án marks í samtals 503 mínútur. Líklegast er að Hannes Þ. Sigurðsson komi inn í byrjunarlið- ið í hans stað enda er hann sterkur í loftinu og góður í að halda boltan- um uppi á toppnum. Án Eiðs í þriðja sinn Sænski landsliðsmaður- inn Zlatan Ibrahimovic vísaði því á bug á blaðamannafundi í gær að hann yrði í byrjunarliði Svíþjóðar gegn Íslandi á morgun. Hann hefur átt við meiðsli að stríða. „Ég hef ekki spilað í einn og hálfan mánuð. Ég gæti hugsan- lega spilað í 20-30 mínútur,“ sagði Zlatan. „Ég er allur að koma til og get tekið þátt í æfingum af fullum krafti. En það er stór munur á æf- ingum og leikjum.“ Lars Lagerbäck landsliðsþjálf- ari sagði alls óvíst hvort Zlatan myndi spila. „Endanleg ákvörðun verður ekki tekin fyrr en annað kvöld,“ sagði hann í gær. Næ kannski hálftíma Landsliðsmarkmað- urinn Birkir Ívar Guðmundsson verður með í báðum umspilsleikj- unum gegn Serbum. Þýska hand- knattleikssambandið færði leik liðs hans, TuS N-Lübbecke, fram en hann átti að fara fram daginn fyrir Serbaleikinn ytra. Því var óvíst um þáttöku hans fyrr en í gær þegar málið leystist farsæl- lega. Með í Serbíu Ótvíræð krafa um sigur Svía gegn Íslandi Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í gær. Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni yfir í Kópavoginum gegn Blikastúlkum en Greta Mjöll Samúelsdóttir jafnaði metin í fyrri hálfleik. Greta misnotaði svo vítaspyrnu þegar skot hennar small í stönginni og hvorugt liðið náði að bæta við marki í litlausum síðari hálfleik. Keflavík burstaði ÍR 7-0 þar sem Guðný Þórðardóttir og Vesna Smiljkovic skoruðu báðar þrennu. Danka Podovac skoraði eitt mark. Þá vann KR lið Fylkis í Árbænum 4-2. Hrefna Jóhannesdóttir skor- aði þrennu fyrir KR og og Edda Garðarsdóttir eitt en Anna Björg Björnsdóttir skoraði bæði mörk Fylkisstúlkna. Jafnt í Kópavogi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.