Fréttablaðið - 05.06.2007, Síða 62

Fréttablaðið - 05.06.2007, Síða 62
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég held ég verði að segja Vín og skel. Sjávarfangið heillar.“ Tónlistarmaðurinn Gísli Kristjáns- son á lag í kvikmynd franska leik- stjórans Luc Besson, Angela-A, sem var tekin til sýninga í Banda- ríkjunum þann 25. maí síðastlið- inn. „Ég var að vinna með stelpu í Noregi, Anja Garbaric, sem þekkir Besson vel. Þegar hann heyrði lögin sem við lögin sem við sömdum saman fyrir plötuna hennar vildi hann endilega nota þau í myndina sem hann var að byrja á þá. Við gerðum eiginlega plötuna og bíómyndina á svip- uðum tíma. Hún flaug alltaf til Frakklands til að spila fyrir hann lögin,“ segir Gísli, sem er búsett- ur í London en var áður í Noregi. Lagið sem Besson notaði nefnist Can I Keep Him en auk þess not- aði Besson í myndinni búta úr öðrum lögum eftir þau Gísla og Anja. Samdi Anja jafnframt rest- ina af tónlistinni í myndinni. Gísli varð þess heiðurs aðnjót- andi að hitta Besson einu sinni. „Hann er stórhættulegur,“ segir hann og hlær. „Fólk sem hefur komist langt veit hvað það vill og hvernig það vill hafa hlutina. Það getur verið þægilegt að vinna með svona fólki og maður þarf ekkert að efast um að það segi það sem það meinar.“ Á meðal kvikmynda Besson eru The Fifth Element, Leon, Nikita, The Big Blue og Sub- way. Gísli, sem er á samningi hjá út- gáfurisanum EMI, er um þessar mundir að undirbúa sína aðra sóló- plötu. Sú fyrsta, How About That, kom út árið 2004 við góðar undir- tektir. Gísli með lag í mynd Luc Besson „Við vorum að gera tugmilljóna króna samning við Egil svo þetta er engin smá samningur,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, sem hefur farið þess á leit við sjónvarpsmanninn Egil Helgason að hann efni ráðningarsamning sem hann telur að þeir hafi gert. Málið hefur vakið mikla athygli síðustu daga en á föstudaginn til- kynnti Egill, sem stýrt hefur Silfri Egils á Stöð 2 undanfarin ár, að hann hefði ákveðið að færa sig um sig set yfir á RÚV. Það telur Ari vera brot á samningi þeirra og hefur fyrir- tækið leitað réttar síns vegna máls- ins. Allir aðilar standa fast á sínu og svo virðist sem málið verði leitt til lykta í gegn- um lögfræð- inga eða jafn- vel dómstóla. „Ef við myndum snúa þessum samskipt- um við, það er að ég hefði ráðið hann til starfa og svo dregið það til baka, hefði ég aldrei komist upp með það. Hvernig myndi það samfélag líta út þar sem enginn stendur við sín orð?“ spyr Ari og vísar í tölvupóstsamskipti hans og Egils sem fram koma í bréfi sem lögfræðingur 365 hefur sent þeim síðarnefnda. Ari segir að ef Egill hefði viljað losna undan samningi sínum við 365 miðla hefði hann átt að koma hreint fram. „Það sem mér sárn- ar mest er að Egill neitaði því hinn 22. maí að vera að semja við RÚV og sagði að allt stæði eins og stafur á bók í okkar sam- skiptum,“ útskýrir Ari. Afstaða Egils er óbreytt en hann á þá ósk heitasta að farsæl lausn fáist á mál- inu og allir geti verið vinir á endanum. Egill er hins vegar við öllu búinn og hefur ráðið sér lögfræðing. „Við munum funda á morgun [í dag] en ég veit hins vegar ekkert hvernig framhaldið verður. Ég hef aldrei áður þurft að leita til lögfræðinga á minni ævi,“ segir Egill. Páll Magnússon útvarpsstjóri telur viðbrögð 365 við brotthvarfi Egils afar sérkennileg en ítrekar að það sé ekki Ríkisútvarpsins að velta því fyrir sér hvað hafi farið á milli Egils og forstjóra 365 í að- draganda málsins. Páll skilur ekki þegar fólk er þvingað til vinnu með fógetavaldi. „Mér finnst afskaplega sér- kennilegt þegar fólk vill hætta í vinnu sinni, að vinnuveitandi skuli hanga á því fólki eins og hundur á roði. En menn þurfa auðvitað að fljúga eins og þeir eru fiðraðir,“ segir Páll. Spurður hvort Ríkis- útvarpið muni styðja við bakið á Agli í þeirri deilu sem upp er komin sagði Páll að stofnunin styddi alltaf sitt starfsfólk. „Við lentum því miður á báti sem hafði aldrei áður verið róið á. Hann var ekki þannig búinn að við næðum okkar besta hraða og þær færeysku höfðu því betur sem fyrr,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri bókaútgáfunn- ar JPV, sem þurfti ásamt liði sínu að láta í minni pokann fyrir fær- eyska saumaklúbbnum Stokkun- um í hinni árlegu róðrarkeppni sem haldin er á sjómannadaginn. Egill og félagar í JPV fengu þó ágætis tíma, tvær mínútur og níu sekúndur. En það dugði ekki til. Færeyski saumaklúbburinn var tuttugu sekúndum á undan. Lið JPV átti upphaflega að vera skipað skáldum en svo fór að að- eins eitt mætti til leiks, Hugleikur Dagsson. „Skáldin guggnuðu á bátnum þannig að við þurftum að reiða okkur á eigin starfsmenn, sem var í fínu lagi. Við áttum sig- urinn vísan þar til við fengum vit- lausan bát,“ segir Egill Örn. Þó var valinn maður í hverju rúmi hjá JPV. Auk Hugleiks og Dags reri Hrafn Margeirsson, fyrrver- andi landsliðsmarkvörður, þýski ljósmyndarinn Thorsten Henn, Kristín Gunnarsdóttir, Ýr Gísla- dóttir og Anna Guðrún, sem allar starfa hjá útgáfufyrirtækinu. Sú síðastnefnda hreppti þó stýri- mannshlutverkið. Egill hefur síður en svo lagt árar í bát þótt keppnin hafi ekki farið eins og hann óskaði sér. „Við mætum tvíefld til leiks á næsta ári og hefjum stífar æfingar í sumar,“ segir Egill Örn, sem hefur ekki enn náð að landa róðrarbikarnum eftirsótta. Skáldin guggnuðu á bátnum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.