Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 1
Sigurþór Þórólfsson, eigandi herrafataverslun-
arinnar Karlmanna segir b h
Nýtt kortatímabil
Tilboðið gildir
14. - 16. júní.
3 FYRIR 2Á ÖLLUM SKÓM
ÞÚ FÆRÐ ÓDÝRASTA PARIÐ FRÍTT
Er ekki heitt
í hör
Margrét Frímannsdóttir
hugsar um hverja plöntu
Burstabæir aftur í notkun
Arkiteó hefur hannað nútímalegt sumarhús meðútliti burstabæjar BLS. 6
garðurinnFIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007
20-50%
AFSLÁTTUR AF
NÝJUM VÖRUM
Fimmtudag til laugardags
Opið til 21 í kvöld
BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag
Yoko Ono hyggst sjálf greiða sjötíu milljóna
króna umframkostnað vegna friðarsúlu sem reist
verður í Viðey eftir hugmynd hennar.
Upphaflega var áætlað að kostnaðurinn við smíði
súlunnar myndi nema þrjátíu milljónum króna sem
Reykjavíkurborg og Orkuveitan höfðu samþykkt að
greiða. Nú mun orðið ljóst að áætlunin var fjarri lagi
og er talið að verkið muni kosta um 100 milljónir.
Endanleg útfærsla á verki Yoko, sem ber heitið
Imagine Peace Tower, var kynnt og samþykkt í
menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur á
mánudag. Málið fer nú til umfjöllunar hjá bæði
skipulagsráði og umhverfisráði borgarinnar.
Að sögn Jóhannesar Bárðarsonar, fulltrúa í
menningarráði, stefnir í að verkið verði afar
tilkomumikið. Prófanir á ljósabúnaði gefi til kynna
að öflug ljóssúla sem stafi frá verkinu muni teygja
sig til himins eins langt og augað eygi.
„Stefnt er að því að verkið verði tilbúið fyrir
fæðingardag Johns Lennon í október og lýsi fram að
dánardægri hans í desember,“ segir Jóhannes og
útskýrir að ekki verði stöðugt kveikt á ljóssúlunni
heldur aðeins á vissum tímum, til dæmis um páska.
Hrakfarir íslenska
landsliðsins ætla engan enda að
taka en liðið er komið í 109. sæti á
FIFA-listanum. Það er versta
staða landsliðsins frá upphafi á
listanum. Ísland féll um þrettán
sæti á einum mánuði.
Ísland er jafnt landsliði
Aserbaídsjan og rétt fyrir aftan
Ísland eru þjóðir á borð við
Búrúndi, Rúanda og Sýrland.
Versta staða Íslands var 107. sæti
og því sæti náði liðið einnig undir
stjórn Eyjólfs Sverrissonar. Besti
árangur landsliðsins er 37. sæti
en þeim árangri náði liðið haustið
1994 þegar Ásgeir Elíasson
þjálfaði það.
Í frjálsu falli á
FIFA-listanum
Blåfall Energi, sem er
að hluta í eigu Landsbankans og
RARIK, hyggst ráðast í gerð um
fjörutíu vatnsaflsvirkjana í Nor-
egi á næstu fimm árum og hefjast
framkvæmdir síðar á þessu ári.
„Virkjanirnar eru litlar og munu
framleiða á bilinu eitt til sjö
megavött af rafmagni. Virkjan-
irnar byggja á því að virkja há
vatnsföll og eru því afar
umhverfisvænar. Arðsemin
verður að líkindum umtalsverð,“
segir Steinar Friðgeirsson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs
RARIK.
Stefnt er að því að reisa
virkjanirnar í Vestur-Noregi, í
nágrenni Bergen, og einnig í
norðurhluta landsins. „Vatnsföllin
eru há á þessu svæði og það þarf
ekki stórlón fyrir þessar
virkjanir,“ segir Steinar.
Blåfall Energi stefnir að því að
selja orkuna á Nordpool-orku-
markaðnum í Osló.
Norsk stjórnvöld hafa sam-
þykkt að greiða framleiðendum
vistvænnar orku álag á orkuverð
og í því meðal annars felast við-
skiptatækifæri, segir Gunnar
Jóhannessonar hjá fyrirtækja-
ráðgjöf Landsbankans. Lands-
bankinn á nú um fimmtán pró-
senta hlut í Blåfall Energi en
RARIK um tíu prósent.
Norska félagið Green Stream
Network kemur einnig að verk-
efninu, auk hollenskra fjárfesta,
en stærsti eigandinn er finnska
félagið Kymppivoima með um
helmingshlut.
RARIK mun taka þátt í að stýra
framkvæmdunum í Noregi og
nýta til þess sérþekkingu á sviði
vatnsaflsvirkjana sem byggst
hefur hratt upp hér á landi á
undanförnum árum.
Ætla að byggja 40
vatnsaflsvirkjanir
RARIK og Landsbanki Íslands, í gegnum Blåfall Energi, taka nú þátt í uppsetningu
fjörutíu lítilla vatnsaflsvirkjana í Noregi. Heildarkostnaður er talinn um tólf millj-
arðar. Arðsemin verður umtalsverð, segir Steinar Friðgeirsson hjá RARIK.
636 einstaklingar
hafa smitast af lifrarbólgu C á síð-
ustu tíu árum. Meirihluti þeirra er
sprautufíklar.
Sigurður B. Þorsteinsson, yfir-
læknir á smitsjúkdómadeild Land-
spítalans, segir ástandið skelfilegt
og full ástæða sé til að heilbrigðis-
yfirvöld íhugi að auðvelda aðgengi
fíkla að sprautum og nálum. Lækn-
ar óttast einnig að mikill fjöldi
lifrarbólgu C sýkinga sé ábending
um að faraldur HIV-sýkinga geti
brotist út hérlendis. Nýlega greind-
ust þrír sprautufíklar sem þekkt-
ust vel innbyrðis með HIV-sýkingu
og lifrarbólgu C. Það er túlkað sem
viðvörun um að faraldur HIV-sýk-
inga geti brotist út eins og víða
erlendis.
Lifrarbólga C
sífellt algengari