Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 26
greinar@frettabladid.is
Létta, leiðin, ljúfa var ekki farin þegar Norðmenn sendu okkur nýlega óvænt 2-3
milljónir tonna af norsku síldinni og við erum
byrjaðir að veiða hana austur af Íslandi. Nú
mætti skamma Norðmenn, sögðu menn, og
heimta meiri kvóta af þessari síld, þar sem
hún værir íslensk ekki síður en norsk, enda
töluðu íslenskir ráðamenn þannig. Sendu
Norðmönnum tóninn. Ekki var þetta „dipló“ eins og
sagt er stundum. Var hrein móðgun við Norðmenn.
Við áttum að bjóða Norðmönnum hingað á síldar-
þakkarhátíð fyrir að senda okkur hluta af sinni
norsku síld. Okkur vantar ekki meiri kvóta í norsku
síldinni. Það þarf aukna friðun á norsku sídinni svo
hingað komi 10 milljón tonn af norskri síld á sumrin
og myndi það gjörbreyta hér öllu lífríki í sjónum til
góðs. Næg fæða fyrir þorskinn.
Við eigum að skála við Norðmenn þakkarskál
fyrir að senda okkur óvænt 2-3 milljónir tonna af
sinni norsku síld. Vera „dipló“. Læra það einu sinni.
Við getum farið með gestina að Reykholti, þar
sem Ólafur krónprins afhjúpaði styttu af Snorra
Sturlusyni fyrir meira en hálfri öld. Um
leið og krónprinsinn stóð upp til að afhjúpa
Snorra sagði hann ofur lágt við næsta
mann: „Hvað heitir nú bölvaður karlinn
aftur?“ Þetta sagði mér maður sem sat rétt
hjá krónprinsinum og hlustaði sjálfur á
þessi orð. Snorri stendur alveg undir þess-
ari sögu en móðgi ég Norðmenn þá bið ég
afsökunar fyrirfram.
Svo má fara með Norðmenn á Þingvöll,
þar sem landnámsmenn frá Noregi héldu
einn fyrsta þingfund í heimi nýkomnir frá
Noregi. Annars eigum við að ganga í pólitískt og
líka herbandalag við Noreg og láta norska stóra-
bróður ráða ferðinni en fá örlítið meiri síldarfriðun
á móti. Verða hálfir Norðmenn.
Svo bjóðum við norskum hershöfðingjum í síldar-
boð okkar á þakkargjörðardaginn út af því að nú
hafa Norðmenn fært okkur 2-3 milljónir tonna af
síld í bili.
Hæfileg friðun stækkar gönguna til Íslands. Hún
getur orðið 10 milljón tonn af síld.
P.S.: „Létta, leiðin, ljúfa“ er bókartitill á lífshlaupi
Péturs Eggerz, sendiherra í íslensku utanríkisþjón-
ustunni. Leiðin þar var ljúf og létt.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Létta, leiðin, ljúfa
Fólkið í landinu vantreystir Al-þingi og dómskerfinu. Það
er ekki nýtt. Gallup hefur kann-
að traust almennings til nokk-
urra stofnana reglulega frá 1993,
nú síðast í febrúar 2007. Alþingi
nýtur minnsts trausts. Einungis
29 prósent svarenda sögðust bera
traust til þingsins, og 31 prósent
sagðist treysta dómskerfinu. Um
þetta segir Gallup sjálfur á vef
sínum: „Athygli vekur hve traust
til Alþingis og dómskerfis virðist
fylgjast að í mælingum undanfar-
inna ára.“ Það vekur einnig eft-
irtekt, að þingmenn og lögfræð-
ingar skuli una svo hörðum dómi
almennings í hálfan annan ára-
tug samfleytt án þess að taka sér
sýnilegt tak. Skýringar á fylgn-
inni er ekki langt að leita. Sjálf-
stæðisflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn hafa stýrt dómsmála-
ráðuneytinu á víxl í 72 ár síðan
1927 og hafa í reyndinni farið
með dómskerfið eins og hjáleigu,
meðal annars með því að troða
mörgum óhæfum mönnum úr
eigin röðum í löggæzlu- og dóm-
arastörf, jafnvel í Hæstarétti.
Vanvirðingin gagnvart dóms-
kerfinu hefur tekið á sig ýmsar
myndir. Fyrir fáeinum árum réðst
forsætisráðherra með offorsi að
Hæstarétti, þegar rétturinn taldi
synjun sjávarútvegsráðuneytisins
á umsókn Valdimars Jóhannes-
sonar framkvæmdastjóra um
leyfi til fiskveiða brjóta gegn
jafnræðisákvæðum stjórnar-
skrárinnar. Þá gerðist tvennt.
Fyrst sendu 105 af 150 prófess-
orum Háskóla Íslands frá sér yf-
irlýsingu til varnar sjálfstæði
Hæstaréttar, en enginn lagapróf-
essor í Háskólanum sá sér fært
að skrifa undir yfirlýsinguna.
Hæstiréttur kvittaði síðan fyrir
framtak okkar prófessoranna
með því að snúa dómi sínum við
í öðru skyldu dómsmáli og sá þá
ekkert athugavert við ókeypis af-
hendingu verðmætra aflaheim-
ilda til fáeinna útvalinna.
Gallup spyr fólkið um landið ekki
álits á Seðlabankanum og banka-
kerfinu, þótt spurt sé um Háskól-
ann (85 prósent treysta honum)
og heilbrigðiskerfið (70 pró-
sent). Seðlabankinn hefur hvað
eftir annað gefið tilefni til slíkra
spurninga. Þar situr nú fyrir
Framsóknarflokkinn í banka-
ráði maður, sem Sverrir Her-
mannsson, fyrrverandi ráð-
herra og landsbankastjóri Sjálf-
stæðisflokksins, hefur lýst sem
bankaræningja (Morgunblaðið,
14. október 2006) og tilvonandi
tukthúslimi (Morgunblaðið, 4.
október 2006). Þess verður ekki
vart, að lögreglan eða ríkissak-
sóknari hafi talið vert að athuga
sannleiksgildi svo alvarlegra
ásakana landsbankastjórans fyrr-
verandi á hendur seðlabanka-
ráðsmanninum og öðrum, sem
situr enn fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn í bankaráði Landsbankans.
Fyrr nefndi bankaráðsmaðurinn
beitti sér á dögunum fyrir hækk-
un launa seðlabankastjórans upp
fyrir laun forseta Íslands. Síðar
nefndi ráðsmaðurinn hefur vitn-
að um það á prenti, hversu gott
honum fannst að þegja með vini
sínum, seðlabankastjóranum – og
þá væntanlega einkum og sér í
lagi að þegja með honum um fjár-
mál viðskiptavina Landsbankans.
Seðlabankinn er og hefur lengi
verið mjaltavél handa stjórn-
málastéttinni. Að vísu eru ekki
mikil brögð að því, að óhæfu
fólki sé troðið inn í bankann,
enda er starfsliðið þar prýði-
legt á heildina litið. Misnotkunin
hefur beinzt að yfirstjórninni.
Stjórnmálamenn hafa haldið
áfram að troða sjálfum sér og
hverjir öðrum í bankastjóra-
stöður, og tók steininn úr, þegar
Davíð Oddsson fyrrum forsætis-
ráðherra settist sjálfur inn
í bankann, þegar hann hafði
fengið sig fullsaddan af pólitík
og gagnkvæmt. Það hlýtur að
vera dýrasta hvíldarinnlögn Ís-
landssögunnar eins og búið
hefur verið að launakjörum hans
í bak og fyrir, þótt hann kunni
fæst af því, sem seðlabanka-
stjórum er nauðsynlegt að kunna
í öðrum löndum. Hann gerð-
ist meira að segja ritstjóri Fjár-
málatíðinda, elzta og helzta tíma-
rits hagfræðinga á Íslandi, og
birti þar meðal annars efnis
tæknilega ritgerð um „þvinguð
splæsiföll“. Einhver kynni að
halda, að „þvinguð splæsiföll“
hljóti að lýsa atbeina bankaráðs-
ins við bankastjórann, svo mjög
sem bankaráðið hefur splæst á
hann gegn betri vitund og vel-
sæmi. Fjármálatíðindi fóru sömu
leið og Þjóðhagsstofnun; þau
voru lögð niður. Bankaráð Seðla-
bankans hefur aldrei breytt
neinu nema launum bankastjór-
anna, ævinlega til hækkunar, og
fyrir það þiggja flokksgæðing-
arnir þar á annað hundrað þús-
und krónur á mánuði hver um
sig, þar á meðal einn, sem hefur
fengið dóma bæði fyrir meið-
yrði og ritstuld. Og hagstjórnin?
Hvernig er hún? Hún er þannig,
að Lehman Brothers, eitt elzta
og helzta fjármálafyrirtæki
heimsins, spáir því í glænýrri
skýrslu, að nær helmingslíkur
séu á fjármálakreppu á Íslandi
næstu misseri, enda eru flestir
mælar rauðglóandi. En banka-
stjórinn er ólæs á mælana, og
enginn þorir að segja honum til.
Banki eða mjaltavél?
Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is
150.000,- kr.AFSLÁTTUR
Fullt verð kr. 3.210.000,-
Tilboð kr. 3.060.000,-
Da Vinci 585 DM 2.5
Kojuhús
Alde hitakerfi og gólfhiti
fylgja með
Ti
lb
o
ð
g
ild
ir
t
il
20
. j
ú
n
í 2
00
7
N
ýjar hagtölur gefa ágætis fyrirheit um að aðlögun
hagkerfisins sé hafin og aukinn útflutningur taki
upp merkið af einkaneyslu og stóriðjufjárfestingu
í að drífa áfram vöxt framleiðslu þjóðarinnar.
Í fyrsta sinn vex neysla heimilanna ekki milli
tímabila í fimm ár. Hagvaxtartölur fyrsta fjórðungs þessa árs
benda til þess að þótt heimilin séu ennþá kraftmikil í neyslunni,
séu þau í það minnsta farin að minnka bílakaup, í bili að minnsta
kosti.
Guð láti á gott vita, eins og þar stendur. Það er afar mikilvægt
að aðlögun hagkerfisins verði mjúk og efnahagslífið nái að anda.
Strax mátti greina væntingar á markaði um að vaxtalækkanir
hæfust fyrr en ella. Allt of snemmt er að meta slíkt, enda tölur
um hagvöxt ekki nákvæmar og fleira þarf að koma til áður en
raunhæft er að horfa til vaxtalækkunar Seðlabankans.
Ríkisstjórnin hefur eitt og annað í þeim efnum í hendi sér. Að
undanförnu hefur mátt sjá í umræðunni gagnrýni á stjórn pen-
ingamála. Þar hafa oftar en ekki hangið bakarar í stað smiða.
Sterkur meirihluti á Alþingi og byrjun kjörtímabils ætti að gefa
mönnum kjark og styrk til að takast á við nauðsynlegar, en lík-
lega óvinsælar ákvarðanir sem flýta aðlögun hagkerfisins og
lækkun vaxta. Slíkt eykur möguleika á að starfsemi og sprota-
fyrirtæki sem lífvænleg eru til langs tíma og drífa hagvöxt
framtíðarinnar lifi af hávaxtatímabilið.
Til langs tíma eru afar fáar atvinnugreinar sem lifa af vaxta-
stig eins og nú ríkir. Ábyrgð ríkisstjórnar við þessar kringum-
stæður er að ná taumhaldi á ástandinu og tryggja mjúka lend-
ingu. Verulegur verðbólguþrýstingur er undirliggjandi og enn
má lítið út af bregða. Atvinnuleysi er um eitt prósent, sem þýðir
í raun að fleiri vinna en vilja, með tilheyrandi launaskriði.
Tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins liggja fyrir. Það væri
skynsamlegt af ríkisstjórninni að nýta upphaf kjörtímabilsins
til að endurskoða ýmsa þætti í kerfinu eins og á er bent. Þar
með talið hlutverk Íbúðalánasjóðs. Slíkar breytingar munu þýða
að einhverjir reka upp ramakvein. Það er hins vegar mikilvægt
nú að gefa rými fyrir hagræðingu í fjármálakerfinu og það þarf
ekki að vera í neinni mótsögn við þann pólitíska vilja að allir
þjóðfélagshópar og íbúar allra landshluta geti eignast þak yfir
höfuðið.
Í tíð síðustu ríkisstjórnar ollu ótímabærar skattalækkanir og
hækkuð húsnæðislán miklum væntingum á markaði. Opið og
frjálst hagkerfi stýrist af væntingum. Í því samhengi skipta ekki
bara athafnir máli, heldur einnig orð sem látin eru falla. Yfirlýs-
ingar ráðamanna skapa væntingar almennings og markaðsaðila.
Það skiptir því verulegu máli að þeir sem bera ábyrgð á hag-
stjórn og peningamálastjórn tali í samræmi við það sem skyn-
samlegt er fyrir hagstjórnina. Sá leiði ávani að taka allri gagn-
rýni á hagstjórnina með því að vísa henni á bug getur í raun gert
hagstjórnina erfiðari. Menn ættu því að fara að venja sig við að
kannast við vanda í stað þess að setja kíkinn á blinda augað og
hrópa að allt sé í stakasta sóma.
Möguleiki á
mjúkri lendingu