Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 15garðurinn fréttablaðið Stílhrein garðhúsgögn Húsgögnin eru stílhrein og tímalaus.Garðhúsgögnin eru úr gegnheilu tekki. Stílhrein og tímalaus garðhúsgögn úr gegnheilu tekki hafa verið til sölu hjá húsgagnaversluninni Ego Dekor, Bæjar- lind 12, undanfarin sumur. „Við erum með stækkanleg borð, garðbekki og stóla í þessari línu sem kemur frá Indónesíu,“ segir Stella Bogadóttir verslunar- stjóri og telur húsgögnin bæði henta á svalir og stærri garða. Hún segir garðhúsgögnin hafa átt miklum vinsæld- um að fagna síðastliðin sumur og jafnvel séu sumir farnir að safna húsgögnum úr línunni og bæti við á hverju sumri. Ný sending af gjafavöru var einnig tekin upp í Ego Dekor á dögunum, þar á meðal mikið af fallegum luktum í nokkrum gerðum og litum. Fást þær frá 2.500 krónum upp í 5.900 krónur. Það er ýmislegt sem huga þarf að þegar fjölærar plöntur eru gróður- settar í görðum og því rétt að kynna sér það fyrir fram hvernig best sé að haga verkinu þegar heim er komið með nýja plöntu. Best er að gróðursetja jurtina sem fyrst svo ræturnar nái ekki að þorna og varast að sól skíni á þær því þær geta eyðilagst á ótrú- lega skömmum tíma. Holurnar þurfa að vera nægilega stórar til að hægt sé að koma rótunum fyrir og greiða úr þeim án þess að hnoða þeim saman en langar tægjur má stytta. Í botni holunnar þarf að losa um moldina og jafn- vel blanda í hana áburði eða safn- haugamold. Eftir gróðursetningu skal vökva vel og sé sólskin eða hvassviðri er gott að hvolfa einhverju yfir jurt- ina fyrstu dagana, til dæmis fötu, kassa eða blómapotti, til hindra útgufun. Það á sérstaklega við ef jurtin er blaðmikil. Jurtina skal setja álíka djúpt og hún hefur staðið áður, eða örlítið dýpra og ýta moldinni þétt að rót- unum, einkum ef jarðvegurinn er léttur og sendinn. Svo er upplagt að stinga nafn- spjaldi niður hjá jurtinni til að byrja með á meðan nýir eigendur hennar læra að þekkja hana. Vandað til verka Sverðburkninn er nokkuð vinsæl fjölær planta. FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.