Fréttablaðið - 14.06.2007, Side 6

Fréttablaðið - 14.06.2007, Side 6
Ekki verður betur séð en að héraðsdómur hafi verið að elta tískubólur í lögfræðilegum túlkun- um með nýlegum dómi í Baugsmál- inu, þar sem ákvæði laga voru talin svo óskýr að vísa ætti málinu frá. Þetta sagði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, við endurflutning málsins í gær. Hann gagnrýndi lagatúlkanir héraðsdóms í málinu harðlega í málflutningi sínum og sagði þær byggja á rökvillu. Héraðsdómur Reykjavíkur vís- aði í byrjun maí frá níu ákærulið- um í Baugsmálinu, auk hluta tveggja ákæruliða til viðbótar. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að ekki hafi átt að vísa þess- um ákæruliðum frá, og sendi málið aftur í hérað. Málið var því flutt aftur í héraðsdómi í gær. Dómsformaður reiknar með því að dómur falli fyrir mánaðamót. Þeir ákæruliðir sem fjallað var um skiptast í þrennt. Níu snúa að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi forstjóra Baugs, og er hann ákærður fyrir að veita ólögmæt lán úr Baugi. Einn ákæruliður snýr að Jóni Ger- ald Sullenberger, eiganda Nordica í Bandaríkjunum, og snýst um útgáfu tilhæfulauss kreditreikn- ings. Að lokum snýr einn ákæru- liður að Tryggva Jónssyni, fyrr- verandi aðstoðarforstjóra Baugs, sem sakaður er um fjárdrátt úr Baugi. Héraðsdómur komst í byrjun maí að þeirri niðurstöðu að ekki væri skýr refsiheimild í 104. grein hlutafélagalaga og því bæri að vísa hluta ákæru á hendur Jóni Ásgeiri frá. Þetta sagði Sigurður Tómas algerlega fráleita niðurstöðu. Aug- ljóst væri að fyrirtækin sjálf tækju ekki ákvarðanir eða framkvæmdu, það væri alltaf á hendi þeirra ein- staklinga sem stýrðu þeim. Þau ákvæði hlutafélagalaga sem ákært hefði verið vegna hefðu augljós- lega verið hugsuð til að verja fyrir- tæki fyrir athöfnum stjórnenda, og því erfitt að sjá að viðurlögin ættu að beinast gegn fyrirtækjunum. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, sagði sækjandann á villi- götum. 104. grein hlutafélagalaga legði bann við athöfnum hlutafélags, ekki einstaklings. Því vantaði mikið upp á að refsiheimildir væru nægi- lega skýrar til sakfellingar. Niðurstaða héraðsdóms hefði verið sú að refsiheimildirnar væru óskýrar. Ekkert hefði gerst sem breytti því mati, en eins og stæði í dómi Hæstaréttar ætti slíkt að leiða til sýknu, ekki frávísunar. Gestur sagði það bera vott um sakfellingarþrá hjá saksóknara að hann deildi við dómarana um niður- stöður um óskýrleika refsiákvæð- anna. Sækjandi gagnrýnir héraðsdóm harðlega Héraðsdómur virðist hafa elt tískubólur þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að refsiheimildir væru óskýrar, segir sækjandi í Baugsmálinu. Ekkert hefur gerst sem breytir því mati héraðsdóms að refsiheimildir séu óskýrar, segir verjandi. BAUGS M Á L I Ð Lórítín® – Kröftugt ofnæmislyf Notkun: Skömmtun: Frábendingar: Varúðarreglur: Aukaverkanir: H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 9 0 2 5 - A c ta v is 7 0 4 0 0 3 FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is Hæstiréttur hefur stað- fest vikugamlan úrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur um að maður á fertugsaldri skuli sæta gæsluvarð- haldi til 11. júlí næstkomandi. Maðurinn var handtekinn að kvöldi 3. apríl síðastliðins fyrir að stinga félaga sinn, mann á fimmtugsaldri, í brjóstkassann með eldhúshnífi eftir rifrildi yfir fótboltaleik. Maðurinn var handtekinn á bíla- plani fyrir utan hús við Hátún. Hann kom gangandi blóðugur í átt að lögreglubíl og tilkynnti lögreglu að hann hefði stungið mann. Lög- reglan fór inn í íbúðina þar sem árásin hafði átt sér stað og voru þar fyrir fjórir menn, þar af fórnarlambið, sem stunginn hafði verið tvívegis, annars vegar í bringuna og hins vegar í kviðinn. Önnur stungan gekk í gegnum brjóstvegg mannsins og kom gat á framvegg hjartans sem olli lífs- hættulegri blæðingu. Maðurinn lá dögum saman milli heims og helju á spítala. Stungumaðurinn játaði brotið, og segir í úrskurði héraðsdóms að sterkur grunur sé um að maðurinn hafi gerst sekur um manndrápstil- raun eða stórfellda líkamsárás. Í dómi Hæstaréttar er tekið fram að rannsókn málsins hafi dregist óeðlilega lengi, án nokk- urra skýringa. Þrátt fyrir það séu skilyrði fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldsvist uppfyllt. Hefur þú látið kolefnisjafna bílinn þinn? Ætti að auðvelda aðgengi fíkniefnaneytenda að sprautu- nálum til þess að minnka líkur á HIV-smiti? Mikið verður um að vera í Blóðbankanum í dag í tilefni Alþjóðlega blóðgjafadags- ins sem haldinn er hátíðlegur um allan heim. Yfirlæknir Blóðbank- ans hvetur blóðgjafa til þess að koma og gefa blóð áður en þeir fara í sumarfrí. „Við þurfum sjötíu blóðgjafa á hverjum degi til þess að sinna þörfum heilbrigðisþjónustunnar. Við stöndum bærilega í lager en hvetjum fólk til þess að koma til okkar og láta gott af sér leiða,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfir- læknir Blóðbankans. Sveinn segir að þótt nóg sé af blóðgjöfum verði stundum niður- sveiflur í lager í byrjun desem- ber, þegar fólk sé farið að huga að jólaundirbúningi, og eins í byrjun sumars þegar sumarfríin hefjist. „Staðan er góð en það er þó full ástæða til að minna á okkur svona í sumarbyrjun. Við vitum líka að sumarið er tími margra slysa, til dæmis umferðarslysa, þar sem oft þarf að gefa mikið blóð,“ segir Sveinn. Allir eru velkomnir í Blóðbank- ann að Snorrabraut 60 í dag til að kynna sér starfsemina. Boðið verður upp á grill í hádeginu og klukkan 18 verður ræst í Blóð- bankahlaupinu en það er tilvalin skemmtun fyrir alla fjölskyld- una. Þurfa blóðgjafa fyrir sumarið Útvarp Kantrýbær undir stjórn Hallbjörns Hjartarsonar er aftur komið í loftið. Á heimasíðu Höfðahrepps segir að „Hallbjörn kántrýkóngur“ sé stórhuga sem fyrr og láti sér ekki nægja „víðáttur loftsins“ heldur notist við „óravíddir internets- ins“ einnig. „Kántrýútvarp á netinu hefur mælst vel fyrir og er gaman að geta þess að Útvarp Kántrýbær á til dæmis stóran hlustendahóp í Þýskalandi,“ segir á skagastrond. is. Þar kemur fram að Kántrýbær sendi frá kantry.is og á FM 96,7 og 102,1. Hallbjörn með útvarp á netinu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.