Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 12
Niðurstöður liggja
nú fyrir í 150 sýnum af 400 sem
tekin voru úr farfuglum hér á
landi í vor. Að sögn Halldórs Run-
ólfssonar yfirdýralæknis reynd-
ust öll sýnin neikvæð með tilliti til
fuglaflensuveirunnar H5N1.
„Auk þessarar sýnatöku hefur
Náttúrufræðistofnun Íslands tekið
um 400 sýni úr farfuglum fyrir
Kanadamenn sem send hafa verið
þangað,“ segir yfirdýralæknir.
„Um er að ræða sýni úr margæs-
um og rauðbrystingi sem fara
héðan yfir til Norður-Ameríku.
Þess vegna hafa þeir áhuga á að fá
sýni úr þeim. Við getum að sumu
leyti túlkað niðurstöður sem fást
úr þeim sýnum fyrir okkur
einnig.“
Yfirdýralæknir segir menn vera
rólegri í ár en í fyrra gagnvart
fuglaflensunni. Hin illræmda
fuglaflensuveira hafi ekki fundist
í farfuglum í Norður-Evrópu. Að
vísu hefði greinst veira í Wales nú
í maí, en hún hefði verið af allt
öðrum og hættuminni stofni. Sú
veira hefði ekki breiðst út þar og
ekki verið tengd við farfugla.
„Við munu engu að síður taka
sýni í haust eins og gert var í
fyrrahaust, þannig að við höldum
okkar vöku,“ bætir yfirdýralæknir
við. „Þá verður tekið úr villtum
fuglum, svo og úr alifuglabúum.
Þessar sýnatökur eru eins konar
vöktun. Hafi komið hingað fugla-
flensa í vor og breiðist út í sumar
þá eru þessar sýnatökur eins
konar öryggisventill til að fylgjast
með stöðunni.“
Engin fuglaflensuveira fannst
Ingibjörg Rafnar, umboðs-
maður barna, og Gísli Tryggvason,
talsmaður neytenda, hafa í tvö ár
unnið að því að setja takmörk við
markaðssókn fyrirtækja sem bein-
ist að börnum.
„Síðast en ekki síst hafa þau ekki
fjárráð til að vera sjálfstæðir neyt-
endur. Það er verið að treysta á að
börnin suði í foreldrunum. Það
finnst mér vera á mörkum þess sið-
lega.“
„Það er engin deila um hvort á að
setja takmörk við markaðssókn
gagnvart börnum, bara hvernig
eigi að gera það og hvar mörkin
eigi að liggja. Það ríkir mikil sátt
um barnavernd í samfélaginu,“
segir Gísli Tryggvason.
Gísli segir að þetta megi gera án
beinnar lagasetningar. „Við viljum
ná fram samkomulagi milli okkar
og viðskiptalífsins, almannasam-
taka og stjórnsýslusamtaka um
þessi mörk.“
„Aðilar í viðskiptalífinu verða að
geta gengið út frá því að til séu
reglur sem allir virða og að aðrir
búi við sömu reglur. Þannig verður
til aðhald innan markaðarins,“
segir Ingibjörg.
Markaðssetning gagnvart börn-
um og unglingum hefur vaxið ört á
undanförnum árum. „Það er tími til
að staldra við,“ segir Ingibjörg.
Í Svíþjóð og Noregi er óheimilt
að auglýsa sitt hvorum megin við
barnatíma í sjónvarpi. Á Bretlandi
má ekki auglýsa óhollan mat fyrir
klukkan níu á kvöldin. Slíkar lausnir
koma til greina á Íslandi.
„Við munum hitta skólayfirvöld
og tala um hvar mörkin liggja. Ein
leiðin er að ákveða að grunnskólinn
skuli vera laus við markaðssetn-
ingu. Önnur er að banna auglýsingar
í framhaldsskólum án samráðs við
skólameistara. Annað vandamál er
hvað nemendafélög geta leyft sér,“
segir Gísli.
Foreldrar og aðrir áhugasamir
geta komið með ábendingar um
verkefnið á heimasíðu talsmanns
neytenda, www.tn.is.
Treyst á að börnin
suði í foreldrunum
Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda vilja stemma stigu við markaðs-
setningu sem beinist að börnum. Slík markaðssetning hefur aukist. Auglýsingar
fyrir áfengi og óhollustu og kynferðislegar vísanir eiga ekki erindi til barna.
Nýjung í ræstingum
– þú nærð hærra með UniFlex afþurrkunarsettinu
R
V
62
33
UniFlex afþurrkunarsett
og 2 örtrefjamoppur
1.398,-
Henrietta Holz Jensen
sölumaður í útibúi RV í Danmörku
N
ú
á
ti
lb
oð
i!
il
i