Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 44
14. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR12 fréttablaðið garðurinn
Á vegum Garðyrkjufélags Íslands
eru starfræktir fjórir klúbbar.
Einn þeirra er sumarhúsaklúbb-
urinn Bjarkir. Valborg Einars-
dóttir er garðyrkjufræðingur og
jafnframt eini starfsmaður Garð-
yrkjufélagsins.
Markmið allra klúbbanna er að
safna þekkingu og reynslu og
miðla á milli félaga í Garðyrkjufé-
laginu. Sumarhúsaklúbburinn er
sérstaklega hugsaður til þess að
stuðla að fjölbreytilegri ræktun
gróðurs í sumarhúsalöndum.
„Svo stöndum við fyrir skoðun-
arferðum og fórum einmitt í eina
slíka um síðustu helgi. Við fórum
og skoðuðum ræktun hjá tveimur
félögum sem báðir eru með mjög
stórar sumarhúsalóðir. Báðir aðil-
ar eru með mjög fjölbreytta rækt-
un,“ segir Valborg.
Garðyrkjufélag Íslands er
áhugamannafélag og allir sem
koma að félaginu, utan Valborg-
ar, vinna í sjálfboðavinnu. Sumar-
húsaklúbburinn Bjarkir var stofn-
aður innan félagsins í júní 2002 og
er því orðinn fimm ára gamall.
thorunn@frettabladid.is
Sumarhúsaklúbburinn Bjarkir í skoðunarferð
Randagrasið gefur fallegt litasamspil
í náttúruna, en það getur orðið rúmur
metri á hæð. MYND/VALBORG EINARSDÓTTIR
Irma og Sigurður Blöndal tóku á móti félögum sínum í Bjarka og var þeim fært
plómutré í þakklætisskyni fyrir móttökurnar.
Kínverska húsgagnafyrirtækið
Catic Furniture sérhæfir sig í há-
tísku hægindahúsgögnum í garð-
inn. Sófarnir eru einstaklega þægi-
legir að sitja í og hönnunin veru-
lega glæsileg og líkist gjarnan
hefðbundnum stofuhúsgögnum.
Grindin er úr áli og sessurnar með
plastáklæði sem hægt er að fá í
hinum ýmsu litum. Það væri ekki
ónýtt að hafa sófasett á borð við
þetta í garðveislum sumarsins. -sig
Kínversk
hátískuhönnun
Hátískuhúsgögn frá Kína sem eru í senn
stílhrein, falleg og þægileg.
SANYL
ÞAKRENNUR
• RYÐGA EKKI.
• PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN.
• STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR.
• AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU.
• ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR.
Fást í flestum byggingavöru-
verslunum landsins.
Kryddjurtir haga sér eins og
aðrar laufplöntur. Þær spíra á
vorin, dafna
yfir sumartím-
ann, blómstra
og framleiða
fræ. Krydd-
jurtir eins og
garðablóðberg,
minta og rós-
marín eru fjöl-
ærar og spretta upp af sömu rót-
inni ár eftir ár. Til annarra þarf
að sá á hverju ári, meðal þeirra
eru basilíka, sumarkrydd og kór-
íander. Nokkrar jurtir eru tvíærar
og hafa tveggja ára vaxtarskeið.
Steinselja er ein þeirra þótt betra
sé að rækta hana sem einæra jurt
vegna þess að lauf hennar eru
bragðminni síðara árið.
Kryddjurtir