Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 13garðurinn fréttablaðið
Garðlist hefur fjárfest í sláttu-
vél sem slegið getur gras í
miklum halla. Stjórnandinn
getur slakað á með fjarstýr-
ingu í hendi.
„Við sáum vélina á sýningu í
Þýskalandi síðasta haust og
ákváðum að gerast umboðsmenn
hennar á Íslandi,“ segir Brynj-
ar Kjærnested, framkvæmda-
stjóri Garðlistar, sem heillað-
ist af fjarstýrðri sláttuvél sem
hann segir algerlega sér á báti.
„Ég hafði ekki séð fjarðstýrða
sláttuvél áður,“ segir Brynjar og
útskýrir kosti vélarinnar. „Sér-
hæfnin er mikil enda tel ég að
engin vél geti slegið í eins mikl-
um bratta.“ Vélin sem er af gerð-
inni Irus þykir mjög hraðvirk og
segir Brynjar hana afkasta álíka
miklu í brekku og sláttutraktor á
jafnsléttu. „Það hægir eiginlega
ekkert á henni að vera í brekku,“
segir Brynjar en vélin er belta-
drifin og dísilknúin.
Brynjar segir breytta tíma
þegar kemur að slætti fyrir bæj-
arfélögin. „Mönum hefur fjölgað
mikið og eru bæði hærri og bratt-
ari til að spara plássið. Í mörg-
um þeirra er erfitt að standa
hvort sem er til að slá eða raka,“
segir Brynjar. Fjarstýrð sláttuvél
kemur sér því sannarlega vel í
slíkum brekkum. Vélin er þó ekki
sjálfvirk að öllu leyti. Ávallt þarf
starfsmann til að fylgja henni
eftir og stjórna með fjarstýringu.
Stjórnandinn stendur þá neðst í
brekkunni og labbar með vélinni.
Brynjar segir lítið mál að læra
á sláttuvélina. „Þetta er einfald-
ara en að sitja á sláttuvél og stýra
henni, þetta er nánast eins og að
spila tölvuleik,“ segir hann glett-
inn og bætir við að þeir hjá Garð-
list muni hiklaust fá sér fleiri
slíkar vélar. Hann telur að vélin
muni borga sig á nokkrum árum
en ein slík kostar um þrjár millj-
ónir króna. „Þetta er það sem
koma skal enda ekki hægt að
bjóða starfsmönnum upp á að
standa eða keyra í svona bröttum
bekkum.“
solveig@frettabladid.is
Grasið slegið með fjarstýringu
Að stýra sláttuvélinni er nánast eins og að spila tölvuleik. Hér er einn starfsmanna Garðlistar að störfum við Vesturlandsveg.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Hljóðmanir verða sífellt brattari og
hærri og erfitt getur verið að standa í
þeim til að slá eða raka.
Sumarið
er tíminn...
Opið 10:00 - 20:00 virka daga | Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | www.IKEA.is
SKINA útisería, krans
Ø30 cm 1.995,-
SOMMAR gerviblóm
prestabrá H60 cm,
ýmsir litir 295,-
STORÖN hægindastóll 80x63x103 cm, gegnheill akasíuviður 6.990,-
STORÖN stóll m/örmum 62x62x82 cm, gegnheill akasíuviður 5.990,-
SKINA sería 56 perur
L14,2 m 1.995,-
PLATTA gólfklæðning 45x45 cm,
gegnheill akasíuviður 450,-/stk.
SOMMAR sogrör 200
stk. ýmsir litir 95,-
95,-
SOMMAR strandpoki
45x45 cm
SOMMAR ísskeið 95,-
65,-
SOMMAR flugnaspaðar 2 stk.
SOMMAR íspinnamót,
ýmsir litir 195,-
595,-
SOMMAR hangandi
sprittkertastjaki H27 cm
450,-
SOMMAR blómakanna
1,5 l ýmsir litir
ÄPPLARÖ sumarhúsgögn, gegnheill akasíuviður
Stóll m/örmum L62xB62xH82 cm 5.290,- Felliborð L140/260xB78xH72 cm 13.990,-
Hægindastóll L80xB63xH103 cm 5.290,- Bekkur L117xB62xH80 cm 7.990,-
BOLLÖ fellistóll
L36xB54xH85 cm
gegnheill akasíuviður 2.490,-
ÄPPLARÖ vængjaborð
L20/133xB62xH71 cm
gegnheill akasíuviður 8.690,-