Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 31
iTunesU er nýjung í verslun iTunes. Þar er námsefni frá helstu háskólum í Bandaríkj- unum. Nú er hægt að fylgjast með kúrs í heimspeki í Stanford eða hlusta á fyrirlestra í MIT um lífefnafræði í iTunes. Apple og háskólar í Banda- ríkjunum hafa tekið höndum saman til að koma ókeypis efni til nemenda skólanna í gegnum versl- un iTunes. Enn betra er að náms- efnið er aðgengilegt öllum þeim sem nota iTunes hvar sem er í heiminum, þeim að kostnaðar- lausu. Þannig getur fólk halað niður heilu kúrsana í MIT, Stan- ford, háskólanum í Flórída og víðar ásamt ýmsu kynningarefni frá skólunum. Undirtekir hafa verið gríðargóðar og má búast við að efnið sem nú þegar er að finna í iTunesU eigi eftir að aukast til muna. Flestir fyrirlestrarnir eru hljóðskrár en einnig er talsvert af efni á myndbandsformi. Háskólakúrsar á iTunes Þjóðhátíðarþing á Hrafnseyri um helgina. Háskólasetur Vestfjarða og Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri standa fyrir þjóðhátíðarþingi á Hrafnseyri nú um helgina, 16. til 17. júní.Hátíðarþingið ber yfir- skriftina „Þjóð og hnattvæðing“ og eru nokkrir af virtustu fræðimönn- um heims á þessi sviði væntanleg- ir til Hrafnseyrar til að fjalla um þetta áhugaverða málefni. Íslensku fyrirlesararnir verða þeir Auðunn Arnórsson blaðamaður, Birgir Hermannsson stjórnmála- fræðingur, Eiríkur Bergmann Ein- arsson, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópufræðaset- urs Háskólans á Bifröst, Guð- mundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og Valdimar Halldórsson, staðarhald- ari á Hrafnseyri. Erlendu fyrirlesararnir eru Lene Hansen, dósent í alþjóðasamskipt- um við stjórnmálafræðideild Háskólans í Kaupmannahöfn, Liah Greenfeld, prófessor í stjórnmála- fræði við Boston University og Ole Wæver, prófessor við stjórn- málafræðideild Háskólans í Kaup- mannahöfn. Hrafnseyri við Arnarfjörð er fæð- ingarstaður Jóns Sigurðssonar og því er staðsetningin mjög viðeig- andi fyrir þingið. Þingið hefst kl. 9 laugardagsmorg- uninn 16. júní. Nánari upplýsingar á www.hsvest.is og www.hi.is. Þjóð og hnattvæðing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.