Fréttablaðið - 14.06.2007, Side 31

Fréttablaðið - 14.06.2007, Side 31
iTunesU er nýjung í verslun iTunes. Þar er námsefni frá helstu háskólum í Bandaríkj- unum. Nú er hægt að fylgjast með kúrs í heimspeki í Stanford eða hlusta á fyrirlestra í MIT um lífefnafræði í iTunes. Apple og háskólar í Banda- ríkjunum hafa tekið höndum saman til að koma ókeypis efni til nemenda skólanna í gegnum versl- un iTunes. Enn betra er að náms- efnið er aðgengilegt öllum þeim sem nota iTunes hvar sem er í heiminum, þeim að kostnaðar- lausu. Þannig getur fólk halað niður heilu kúrsana í MIT, Stan- ford, háskólanum í Flórída og víðar ásamt ýmsu kynningarefni frá skólunum. Undirtekir hafa verið gríðargóðar og má búast við að efnið sem nú þegar er að finna í iTunesU eigi eftir að aukast til muna. Flestir fyrirlestrarnir eru hljóðskrár en einnig er talsvert af efni á myndbandsformi. Háskólakúrsar á iTunes Þjóðhátíðarþing á Hrafnseyri um helgina. Háskólasetur Vestfjarða og Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri standa fyrir þjóðhátíðarþingi á Hrafnseyri nú um helgina, 16. til 17. júní.Hátíðarþingið ber yfir- skriftina „Þjóð og hnattvæðing“ og eru nokkrir af virtustu fræðimönn- um heims á þessi sviði væntanleg- ir til Hrafnseyrar til að fjalla um þetta áhugaverða málefni. Íslensku fyrirlesararnir verða þeir Auðunn Arnórsson blaðamaður, Birgir Hermannsson stjórnmála- fræðingur, Eiríkur Bergmann Ein- arsson, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópufræðaset- urs Háskólans á Bifröst, Guð- mundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og Valdimar Halldórsson, staðarhald- ari á Hrafnseyri. Erlendu fyrirlesararnir eru Lene Hansen, dósent í alþjóðasamskipt- um við stjórnmálafræðideild Háskólans í Kaupmannahöfn, Liah Greenfeld, prófessor í stjórnmála- fræði við Boston University og Ole Wæver, prófessor við stjórn- málafræðideild Háskólans í Kaup- mannahöfn. Hrafnseyri við Arnarfjörð er fæð- ingarstaður Jóns Sigurðssonar og því er staðsetningin mjög viðeig- andi fyrir þingið. Þingið hefst kl. 9 laugardagsmorg- uninn 16. júní. Nánari upplýsingar á www.hsvest.is og www.hi.is. Þjóð og hnattvæðing

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.