Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 20
fréttir og fróðleikur Fáir sem keyra svona Eykur gæði björgunarstarfs til muna Í heimi þar sem orka verður sífellt verðmætari vakna spurningar um hvað sé eðlilegt að greiða þeim sem eiga land sem á vatnsrétt- indi vegna raforkuvirkjana. Sú spurning er ekki síður mikilvæg ef um ríkisjarðir eða þjóðlendur er að ræða að miklu leyti, eins og raun- in gæti orðið vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Samkvæmt úrskurði Óbyggða- nefndar frá því í lok maí er stór hluti vatnsréttinda vegna Kára- hnjúkavirkjunar í eigu ríkisins en ekki þeirra einkaaðila sem töldu sig eiga landið. Landeigendur geta höfðað mál fyrir dómstólum til þess að fá úrskurðinum hnekkt, og er ljóst að það verður gert. Fyrir úrskurðinn áttu ríkisjarð- ir um tuttugu prósent af vatns- réttindunum en aðrir landeigend- ur um áttatíu prósent. Verði úrskurður Óbyggðanefndar endanleg niðurstaða bætast þjóð- lendur við hlut ríkisins, svo hann nær um sextíu prósentum. Það er forsætisráðherra að gera kröfur vegna þjóðlendna, en hann telur ekki tímabært að taka afstöðu til þess hvort, og þá hve háar, kröfur verða gerðar. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra segist þeirrar skoðunar að taka eigi auðlindagjald af öllum auðlindum sem eru í þjóðareign. „Eigandinn, hver sem hann er, hvort sem hann er einstaklingur, félagasamtök, fyrirtæki eða þjóð, hlýtur alltaf að eiga að fá í sinn hlut sanngjarnan afrakstur af notkun svona réttinda,“ segir Össur. „Ég geri mér algerlega grein fyrir því að það mun að öllum lík- indum leiða til hækkunar á orku- verði þar sem verið er að nýta ork- una í þjóðlendum. En þá ber að hafa það í huga að þessi gríðarlega orku- öflun Íslendinga á undanförnum árum hefur fyrst og fremst verið til að fóðra stóriðju. Við lifum í heimi þar sem orka er að verða einhver eftirsóttasta varan, á hvaða formi sem hún er, og sjálfsagt að menn greiði í samræmi við verðmæti þessara réttinda,“ segir Össur. Hann vill skoða möguleikann á því að heimildir iðnaðarráðherra til að taka land eignarnámi vegna raforkuframleiðslu verði skertar þannig að aðeins megi beita eign- arnámi þegar brýnir almannahags- munir séu í húfi. Einnig megi hugsa sér að rétturinn til eignarnáms verði hjá Alþingi, ekki ráðherra. Verði þetta raunin segir Össur að líklega muni þróast einhvers konar markaðsverð á vatnsréttind- um. Verðið sem virkjunarfyrirtæki þurfi að greiða eigendum réttinda, ríkinu eða einkaaðilum, hljóti þá að endurspeglast af því. Með því að taka gjald af ríkis- fyrirtækinu Landsvirkjun fyrir nýtingu á vatnsréttindum vegna ríkisjarða og þjóðlendna er þó ekki verið að taka fé úr einum vasa ríkisins og setja í annan, segir Össur. Hærra verð fyrir vatnsréttindin hljóti að fara út í verðlagið á raforku, og þar með sé það kaupandi raforkunnar sem borgi brúsann. Landeigendur á Kárahnjúkasvæð- inu hafa gert kröfur vegna vatns- réttinda á jörðum sínum, og er matsnefnd starfandi sem á að meta verðmæti vatnsréttindanna til fjár. Matsnefndin þarf fyrst að taka ákvörðun um það hvernig hún metur verðmætið. Annars vegar getur hún metið verðmæti þeirra miðað við þær aðstæður sem eru uppi í dag. Hins vegar getur nefndin metið hvers virði réttindin gætu orðið í framtíðinni. Þorsteinn Siglaugsson hagfræð- ingur segir að eðlilegt væri að nefndin mæti verðmætið miðað við síðari kostinn, og tæki tillit til þess hvert verðmæti vatnsréttindana hefði getað orðið, hefði verið farin önnur leið en að virkja fyrir stór- iðju á þessum tímapunkti. Þannig sé orka sífellt að hækka í verði og nýir möguleikar á orku- sölu gætu orðið til á komandi árum. Eflaust mætti selja orku hærra verði til almennra raforkunotenda í Evrópu um sæstreng, verði hann að veruleika. Þorsteinn vann mat á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar fyrir Nátt- úruverndarsamtök Íslands, þar sem hann komst að þeirri niður- stöðu að tap verði af Kárahnjúka- virkjun. Það kemur því ekki á óvart að hann telji vatnsréttindin lítils sem einskis virði, miði matsnefndin eingöngu við stöðuna sem uppi er í dag. Eðlilegt að ríkið taki auðlindagjald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.