Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 2
 „Ég veit ekki hvað þetta safn þolir,“ segir Júlíana Gottskálksdóttir, forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar. Júlíana óttast að framkvæmdir við fyrirhugaðan bílakjallara milli Iðnskólans og Hallgrímskirkju hafi í för með sér svo miklar hrær- ingar í klöppinni á Skólavörðuholti að listasafnið og listaverkin verði fyrir skemmdum. Innandyra eru meira en 200 gipslistaverk Einars sem öll eru yfir aldargömul. Húsið sjálft, Hnitbjörg, var byggt árið 1916 eftir teikningum Einars og er friðað. Formaður sóknarnefndar Hall- grímskirkju er líka áhyggjufullur. „Maður spyr sig ef það á að fara að sprengja hér niður í holtið hvaða áhrif það hefur á sprungu- myndun í kirkjunni. Nóg er það fyrir,“ segir Jóhannes Pálmason, Deiliskipulagstillaga um stækk- un Iðnskólans og byggingu áður- nefnds bílakjallara fyrir 130 bíla er nú til kynningar hjá skipulags- sviði Reykjavíkur. Frestur til að að gera athugasemdir rennur út 6. júlí. Júlíana segist hafa sent inn athugasemd og að hún bíði nú nán- ari skýringa á því hvernig unnið verði á klöppinni þar sem bíla- kjallarinn eigi að vera. „Ég veit ekki hvort menn geta opnað svona berg án þess að sprengja en vil fá vita hvað þetta þýðir fyrir safnið. Þurfum við að flytja verkin í burtu á meðan? Þetta eru gipsverk sem verða ekki auð- veldlega færð úr stað og einhver þeirra verða einfaldlega ekki færð því þau er föst við stöpulinn. Ef menn ætla að gera þetta verður að vera tryggt að þeir valdi ekki óbæt- anlegum skaða annars staðar,“ segir Júlíana Gottskálksdóttir. Jóhannes Pálmason segir sóknarnefndina eiga eftir að ræða saman og litið verði á málið fljót- lega. „Ég get hins vegar sagt sem ein- staklingur að mér hrýs hugur við því að það eigi að fara hrista hér allt nágrennið með tilheyrandi gauragangi. Ég veit ekki hvernig tæknin er í svona sprengingum í dag en þegar svona klöpp er sprengd þá hlýtur allt að nötra í nágrenninu. Ég hef líka áhyggjur að innviðum kirkjunnar og ekki síður af því stórfenglega hljóð- færi sem þar er. Orgelið kostaði 200 milljónir króna,“ segir Jóhann- es, sem kveðst fyrst hafa frétt af málinu í blöðunum: „Málið hefur aldrei verið lagt fyrir kirkjuna á fyrri stigum undirbúnings. Það vekur undrun.“ Óttast sprengingar á Skólavörðuholti Formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju segir sprungumyndun í kirkjunni nóga þótt ekki bætist við sprengingar vegna fyrirhugaðs bílakjallara. Forstöðu- maður Listasafns Einars Jónssonar óttast um húsið og fjölda gipsverka í safninu. Eva, er þetta fordæðuskapur 21. aldar? Sjö alþingismenn voru kosnir í Þingvallanefnd á fundi Alþingis í gær. Í nefndina voru kjörin Björn Bjarna- son, Kjartan Ólafsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Össur Skarp- héðinsson, Lúðvík Berg- vinsson, Kolbrún Halldórsdóttir og Bjarni Harðarson. Áður sátu þrír í Þingvallanefnd en ákveðið var 2004 að fjölga nefndarmönnum í sjö. Lágu þau meginsjónarmið að baki að fleiri stjórnmálaflokkar en þrír ættu að koma að málefnum þjóðgarðsins. Björn Bjarnason hefur verið formaður Þingvallanefndar frá 1992. Fjölgað um fjóra í Þingvallanefnd Lokað var fyrir skráning- ar í hlutafjárútboði í Føroya Banka, þar sem hver og einn fjárfestir gat skráð sig fyrir tveimur milljónum danskra króna eða minna, strax í gær vegna mikillar þátttöku fjárfesta. Færeyska landsstjórnin selur hlutaféð og gátu fjárfestar í Danmörku, Færeyjum og Íslandi skráð sig fyrir hlutum í þessum hluta útboðsins. Hinum hluta útboðsins, sem beint er til fagfjárfesta, verður framhaldið að öllum líkindum til 19. júní. Útboðsgengi og skipting hlutafjár til fjárfesta verður kynnt eigi síðar en 20. júní. Heildarupphæð útboðsins getur numið allt að 14,1 milljarði króna. Eins og fram kom í Markaðnum í gær fá smærri fjárfestar að kaupa um fimmtung þeirrar fjárhæðar. Sölu til smærri fjárfesta lokið Embætti ríkissak- sóknara hefur gefið út ákæru á hendur átján ára pólskum pilti en hann er grunaður um að hafa nauðgað stúlku á kvennasalerni Radisson-SAS Hótel Sögu aðfaranótt 17. mars. Stúlkan leitaði til starfsfólks á hótelinu eftir að atvikið átti sér stað en pilturinn hljóp af vettvangi áður en lögreglan kom á staðinn. Lögreglan handtók piltinn í heimahúsi daginn eftir. Pilturinn hefur neitað sök og ber því við að stúlkan hafi samþykkt að stunda með honum kynlíf inni á salerninu. Piltur ákærður fyrir nauðgun Utanríkisráðherrar Eistlands og Rússlands, Urmas Paet og Sergei Lavrov, hittust á ráðherrafundi Eystrasaltsríkja í Malmö í Svíþjóð í gær. Þetta var fyrsti fundur háttsettra fulltrúa beggja landa síðan samskipti grannríkjanna hrukku í algjöran baklás í vor vegna sovésks minnismerkis sem eistnesk stjórnvöld létu flytja frá miðborg Tallinn inn í hermannakirkjugarð. „Ég tel að það sé 90 prósent undir Rússum komið (að bæta samskiptin). Við erum mjög opnir fyrir lausnum,“ sagði Paet eftir fundinn. Lavrov sagði að Rússar reyndu að eiga vinsamleg samskipti við allar grannþjóðir sínar, en bætti við að „við eigum í vandræðum með Eistland“. Engin merki um þíðu Kona á fimmtugs- aldri og karlmaður á fertugsaldri voru í gær úrskurðuð í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Suðurnesja fyrir að framvísa föls- uðum vegabréfum við komuna til Íslands á föstudag og laugardag. Maðurinn, sem er frá Hvíta- Rússlandi, kom til landsins frá London og hugðist setjast hér að. Hann framvísaði vegabréfi frá Litháen. Konan kom frá París á laugardag og ætlaði að halda áfram vestur um haf. Hún er frá Srí Lanka en framvísaði kanad- ísku vegabréfi. Konan var í hjóla- stól en meðan eftirlitsmenn voru að skoða vegabréfið reis hún á fætur og teygði úr sér þegar hún hélt að enginn sæi til. Það stað- festi grun manna um að ekki væri allt með felldu. Eyjólfur Ágúst Kristjánsson, fulltrúi lögreglustjórans á Suður- nesjum, segir að málum af þessu tagi hafi fækkað verulega á undanförnum árum eftir að farið var að taka harðar á þeim. Hann segir að í báðum þessum tilfellum hafi verið um að ræða breytiföls- un, það er stolin vegabréf sem búið var að breyta. Ákærur á hendur fólkinu voru þingfestar í héraðsdómi í gær og voru þau dæmd í þrjátíu daga fangelsi hvort. Þau verða að lík- indum send úr landi að lokinni afplánun. Reis úr hjólastól með falsað vegabréf Stríðandi fylkingar Palestínumanna, Hamas og Fatah, berjast hatrammri baráttu á Gazaströndinni. „Þetta er brjálæði, það ríkir brjálæði í Gazaborg,“ sagði forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, við blaðamenn í gær. Ofbeldið magnast stöðugt og hafa yfir 50 manns látist síðan á mánudag þegar ástandið komst á suðupunkt. Að minnsta kosti fimmtán manns létust í gær, þar á meðal maður sem var skotinn í höfuðið af Hamas-liðum þegar hann tók þátt í friðsamlegum mótmælum gegn ofbeldinu í Gazaborg. Götur borgarinnar eru að mestu auðar, verslanir lokaðar og íbúar halda sig skelfingu lostnir heima. Abbas hefur sent ákall til Khaled Mashaal, útlægs leiðtoga Hamas, um að endir verði bundinn á ofbeldið. Hamas-liðar hafa þó haldið uppteknum hætti við að kerfisbundið umkringja, yfirtaka og eyðileggja bækistöðvar öryggissveita sem eru hliðhollar Fatah. Hamas-liðar hafa náð á sitt vald mikilvægum samgönguæðum í Gazaborg og herskár hópur, hliðhollur Hamas, sagðist í gær hafa náð á sitt vald landamærum Gaza og Egyptalands til að koma í veg fyrir vopnasmygl og tryggja að íbúar Gaza flýji ekki yfir landamærin. Talsmaður Hamas, Sami Abu Zuhri, sagði að afstýra hefði mátt átökunum ef Abbas hefði gefið ríkisstjórn Palestínu, sem Hamas stýrir, stjórn yfir öryggissveitum. „Forsetinn ber alla ábyrgð á átökunum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.