Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 62
Þótt mér sé málið skylt langar mig að vekja athygli lesenda Frétta- blaðsins á nokkrum þáttum alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar sem haldin verður í Reykjavík í haust. Það er einkum þrennt sem er freist- andi að benda á, því í stuttum pistli verður aldrei vikið að öllum höf- undum sem væntanlegir eru. Mörg svokölluð stærstu nöfn hátíðarinnar hafa fengist við þjóðfé- lagsmál í verkum sínum. Sjálfsævisöguleg verk Ayaan Hirsi Ali frá Sómalíu eru augljós dæmi, þar sem lýst er baráttu ungrar konu gegn fordómum og kúgun í nafni trúarbragða. En því má ekki gleyma að Nóbelsverðlaunahöfundurinn John Maxwell Coetzee frá Suður-Afríku vakti fyrst heimsathygli fyrir sögu sína „Waiting for the Barbarians“, Beðið eftir villimönnunum, árið 1980 sem margir lásu sem táknsögu um aðskilnaðarstefnuna í heimalandi höfundar. Það eru ekki nema tvö ár síðan Philip Glass samdi eftir henni óperu og þóttist finna hliðstæð- ur við Íraksstríðið. Pólitísk afstaða af þessu tagi getur haft sínar afleið- ingar fyrir rithöfunda: Eduoard Glissant frá Martinique, einn af gest- um hátíðarinnar, var útlægur frá heimalandi sínu í sex ár vegna bar- áttu sinnar gegn nýlendustefnu í orði og á borði. Jung Chang, sem á sínum tíma skrifaði einhverja áhrifamestu bók um tíma menningarbyltingarinnar í Kína, Villta svani, hefur nú í félagi við mann sinn Jon Halliday skrifað ævisögu þess manns sem hún álítur einhvern versta grimmdarsegg 20. aldar: Mao Zedong. En átökin geta líka verið nær okkur: Sasa Stanisic er fæddur í því sem nú er Bosnía- Hersegóvina og hefur skrifað grátbroslega sögu fjölskyldu sem verður landflótta í stríðsátökunum þar: Hermaður gerir við grammófón heitir hún. Stanisic er fæddur 1978: að þessu sinni eru fimm hinna erlendu gesta rétt um þrítugt. Stanisic býr í Þýskalandi rétt eins og Daniel Kehlmann sem vakið hefur mikla athygli fyrir sögulega skáldsögu um Alexander von Humboldt og stærðfræðinginn Carl Friedrich Gauss: Uppmæling heimsins. Annar ungur höfundur frá sama landi, Robert Löhr, hefur skrifað skáldsögu um uppfinningu sem vakti gríðarlega athygli við konungs- og keisarahirðir undir lok 18. aldar: vélmenni sem tefldi. Þar var auðvitað ekki allt sem sýndist, en segja má að báðar þessar bækur fjalli um upphaf hins iðnvædda nútíma. Jafnaldri Stanisic er sænski höfundurinn Jonas Hassen Khemiri sem fyrst varð kunnur fyrir sögu sína „Ett öga rött“, róttæka uppvaxtarsögu í innflytjendaumhverfi (faðir Khemiri er frá Túnis) sem nú hefur verið kvikmynduð og verður myndin frumsýnd í haust. Óvenju mörg verk eftir höfunda hátíðarinnar hafa verið kvikmynduð. Írski höfundurinn Roddy Doyle á þátt í fimm kvikmyndum, og er tón- listarmyndin The Commitments líklega þekktust. Þýski höfundur- inn Uwe Timm hefur skrifað þrjár kvikmyndir og eftir sögu banda- ríska höfundarins Tracy Chevalier, Stúlka með perlueyrnalokk, var gerð kvikmynd sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna á sínum tíma. En frægasta kvikmyndin er jafnframt sú stysta: Submission er tíu mín- útna löng mynd um kúgun kvenna í islömskum ríkjum sem Ayaan Hirsi Ali gerði með hollenska leikstjóranum Theo van Gogh. Vegna þessarar myndar var van Gogh myrtur á götu úti í Amsterdam 2. nóvember 2004. Sem minnir okkur á þá staðreynd að enda þótt bækur og kvik- myndir séu oft skemmtilegasta afþreying samtímans geta orð verið dýr. Málfrelsið er ekki bara stjórnarskrárbundin réttindi sem hampað er í hátíðaræðum, það er sjálfur veruháttur bókmenntanna líkt og loftið sem við öndum að okkur. Gestir hinnar væntanlegu hátíðar eiga eftir að minna okkur á það. Orð eru dýr 11 12 13 14 15 16 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.