Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 60
Kl. 12.00 Jón Bjarnason, organisti Selja- kirkju í Reykjavík, leikur á há- degistónleikum Alþjóðlegs orgels- umars í Hallgrímskirkju. Á efnis- skránni eru tvær prelúdíur eftir Dietrich Buxtehude og konsert í a- moll eftir Bach. Norræna húsið í Vatns- mýrinni kastar hamnum á Menningarnótt 18. ágúst. Næstu tvo mánuði verður húsið lokað og þá fara fram gagngerar breytingar á anddyri hússins og lagna- kerfi þess verður endurnýj- að. Þessi menningarstofnun mun ganga í nýja lífdaga að viðgerðinni lokinni en húsið verður fertugt á næsta ári. Nýr forstöðumaður Norræna húss- ins hefur kynnt áætlanir sínar um nýjar og breyttar áherslur í starf- seminni þá viðgerðum verður lokið. Hann heitir Max Dager og segir að þegar kom til álita að hann tæki að sér stjórn á rekstri Norræna húss- ins hafi ekki annað komið til greina en gera veigamiklar breytingar á starfseminni. Sér hafi blöskrað hvað þessi perla í hönnunarverki Alvars Aalto hafi verið lítið áberandi um langt skeið í reykvísku menningar- og félagslífi. Max hefur fjölbreytta reynslu að baki og þess gætir í þeim áherslum sem kynntar voru á blaðamanna- fundi á miðvikudag. Breytingar á anddyri og veitingaaðstöðu húss- ins verða gerðar í því augnamiði að bæta þjónustu: þar verður sú nýja norræna matargerðarlist sem nú hefur rutt sér til rúms höfð í háveg- um og fengu blaðamenn smjörþef- inn af því á fundinum þar sem born- ar voru fram glæsilegar veitingar undir vakandi auga vertsins Mats Holm. Breytingar á húsinu, sem er verndað höfundarverk frægasta hönnuðar Norðurlanda, verða unnar í samstarfi við stofnun sem kennd er við Aalto í Finnlandi. Nýjan veit- ingastað hannar Iilka Suppainen, einn eftirsóttasti hönnuður Finna nú um stundir. Í tengslum við veitinga- sölu verður sölubás með norrænu góðmeti og hönnunarhlutum. Max vill brydda upp á nýjung- um í sal hússins: þar verður breið- tjald sem gerir stafrænar sýning- ar á kvikmyndum, heimildarmynd- um og beinum útsendingum um gervihnött mögulegar. Hann lætur loka sýningarsal í kjallara hússins og breytir honum í alhliða rými til margs konar nota: funda, fyrirlestra og vinnustofuhalds. Í bókasafni verður opnað demotek. Safnið var í forystu lengi um nýjungar: þangað sóttu menn í fyrsta sinn hljómplötur á sinni tíð, myndbönd og listaverk. Nú vill Max að þar verði opnuð gátt fyrir til- raunaverk ungra höfunda í mynd og hljóði, þar geti höfundar komið verkum á framfæri sem ekki eru enn komin út. Það er hugur í starfsmönnum Norræna hússins með nýjum stjórn- anda. Það er auðfundið: rekstur hússins tekur kipp og hefst rekstur á nýju og endurbættu Norræna húsi með níu daga hátíð á Menningar- nótt sem kölluð er Reyfið og vísar til þess að í ævintýrum gengu menn og dýr úr reyfi sínu −- nýtt upphaf tók við. Margt verður til skemmtunar á hátíðinni og dugar húsið sjálft ekki til nema að hluta: verður við hlið þess reist 715 fermetra glerskáli sem tekur mest þúsund gesti. Tvö svið og sæti fyrir 500 manns eru þar undir hjálmi. Eru hátíðahöldin með fjölbreyttu sniði en ekki verð- ur tilkynnt um aðvífandi krafta og heimamenn sem þar koma fram fyrr en í annari viku júlí. Þar verður boðið upp á tónlist, list, dans, sirk- us, hönnun, arkitektúr og panel-um- ræður þar sem hið talaða orð fær að njóta sín. Þar verður veislukostur í boði og göfgandi drykkir. Hyggst Norræna húsið bjóða upp á sérstök kort sem gefa handhöfum ársáskrift að bókasafninu, verulegan afslátt af fjölbreyttri dagskrá Reyfisins og máltíð í veislusal með drykk. Það er kná norsk kona sem hefur undirbúið Reyfið, Ellen Marie Fod- stad. Í lok blaðamannafundarins lýsti hún undrun sinni við blaða- mann hvers vegna vegur Norræna hússins hefði minnkað svo í menn- ingarlandslaginu: nú skal verða breyting á, reyfinu kastað svo fram spretti nýtt hús iðandi af lífi og sál. Hreinn Friðfinnson myndlist- armaður verður með sýningu í Serpentine-galleríinu fræga í London í júlí og stendur hún fram í septemberbyrjun. Þykir mikill álitsauki að fá inni í þessu virta galleríi sem er í garðinum undan Royal Albert Hall. Verk Hreins eru víða í hávegum höfð hjá virtum erlendum söfnum. Hreinn Friðfinnsson var á sínum tíma einn af upphafsmönnum poppsins hér á landi en sneri sér strax á fyrstu sýningu SUM í átt að konseft-listinni og hefur hald- ið sig á þeirri slóð síðan. Hann er gjarn á að setja kunnuglega hluti í nýtt samhengi á ofureinfaldan hátt. Hann vinnur í mörg efni: ljósmyndir, teikningar, skúlpt- úrar eru honum innan handar og þá notar hann bæði hljóð og nýtir innsetningar fyrir höfundarverk sitt. Sýningin í Serpentine er sett upp í samráði við i8 gallerí á Klapparstíg í Reykjavík. Hreinn er Dalamaður, fæddur 1943. Hann fluttist til Hollands seint á sjöunda áratugnum og hefur búið þar síðan þótt hann hann hafi haft annan fótinn hér á Íslandi og sótt efni sín mikið hingað. Sýningin er sett upp í sam- starfi við Ólaf Elíasson sem er að vinna nýjan sýningarskála fyrir Serpentine í samstarfi við Kjetil Thorsen. Hreinn sýnir í Serpentine Reykjavík brennur „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is MIKLABORG F A S T E I G N A S A L A N Síðumúla 13 - sími 569 7000 - miklaborg@miklaborg.is Fr um Kjarrmóar 38 - Glæsilegt raðhús Stórglæsilegt tveggja hæða 140 fm raðhús með innfelldum bílskúr að Kjarrmóum 38 í Garðabæ. Komið er inn á neðri hæð sem skiptist í andyri með skáp, hol, herbergi, baðherbergi, bílskúr, þvotta- og þurrkherbergi. Efri hæðin skiptist í tvö herbergi, baðherbergi, eldhús, stofu, borðstofu og 15 fm risloft sem er ekki inni í uppgefnum fermetrafjölda. V. 38,9 m. 6678 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS FIMMTUDAGINN 14. JÚNÍ KL. 18-19. Óskar R. Harðarson, hdl. og löggiltur fasteignasali Opið hús í dag fimmtudag kl. 18-19 FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.