Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 58
Um daginn las ég í blöðunum að háttvirtur forsætisráð- herra Geir H. Haarde hefði sérstaklega tekið fram, þegar hann afhenti Kristj- áni Leóssyni eðlisverkfræðingi Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs á Rannsóknarþingi Rann- íss, að koss fylgdi ekki með. Ég rak í fyrstu upp stór augu við þessa frétt. Fannst það eigin- lega hálfgerð öfugmæli að þessi orð skyldu spretta af vörum Geirs, sem hefur alltaf komið mér fyrir sjónir sem sannkallaður heimsborgari og prúðmenni. Þegar betur var að gáð var forsætisráðherrann þó bara að gera að gamni sínu, enda þekktur fyrir einstakt skopskyn. Hvað sem því líður get ekki ég ekki varist þeirri hugsun að ein- hver alvara hafi nú fylgt brandaran- um og finnst hann eftir á að hyggja lýsandi dæmi fyrir tilfinningalega bælingu íslensku þjóðarinnar. Hvernig væri nú ef við tækj- um Frakka okkur til fyrirmyndar. Þessa hámenningarþjóð sem kyss- ist í gríð og erg og grýtir kartöfl- um þegar henni er skapraunað. Þar í landi þykja kossar á milli tveggja karlmanna jafn eðlilegur hlutur og að eiga þrjár feitar frillur, sem er annað tákn um þann menningarlega hátind sem þjóðin hefur náð. Meira að segja jafn púrítönsk þjóð og Bandaríkjamenn tekur okkur fram í þessum efnum. Þar í landi eru búnar til heilu kvik- myndirnar um kúreka sem knús- ast stundunum saman og karlkyns kvikmyndastjörnur virðast alveg óhræddar við að kyssast langt og innilega í beinni sjónvarpsútsend- ingu. Þjóðin sem hafnaði brjóstinu á Janet á ekki í erfiðleikum með að viðurkenna væntumþykju á milli karla. Sjálfur á ég ekki í neinum vand- ræðum með að knúsa og kyssa aðra menn, enda alvöru heimsborgari. Ég hef því af minni einskæru góð- mennsku ákveðið að gera forsætis- ráðherra tilboð sem hann getur ekki hafnað: Kennslustund í kossum. Bara við tveir, Brokeback Mountain og kartöflusekkur með í kaupunum. Ég efast ekki um að endurbættur forsætisráðherra hafi góð áhrif á þjóðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.