Fréttablaðið - 14.06.2007, Side 58

Fréttablaðið - 14.06.2007, Side 58
Um daginn las ég í blöðunum að háttvirtur forsætisráð- herra Geir H. Haarde hefði sérstaklega tekið fram, þegar hann afhenti Kristj- áni Leóssyni eðlisverkfræðingi Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs á Rannsóknarþingi Rann- íss, að koss fylgdi ekki með. Ég rak í fyrstu upp stór augu við þessa frétt. Fannst það eigin- lega hálfgerð öfugmæli að þessi orð skyldu spretta af vörum Geirs, sem hefur alltaf komið mér fyrir sjónir sem sannkallaður heimsborgari og prúðmenni. Þegar betur var að gáð var forsætisráðherrann þó bara að gera að gamni sínu, enda þekktur fyrir einstakt skopskyn. Hvað sem því líður get ekki ég ekki varist þeirri hugsun að ein- hver alvara hafi nú fylgt brandaran- um og finnst hann eftir á að hyggja lýsandi dæmi fyrir tilfinningalega bælingu íslensku þjóðarinnar. Hvernig væri nú ef við tækj- um Frakka okkur til fyrirmyndar. Þessa hámenningarþjóð sem kyss- ist í gríð og erg og grýtir kartöfl- um þegar henni er skapraunað. Þar í landi þykja kossar á milli tveggja karlmanna jafn eðlilegur hlutur og að eiga þrjár feitar frillur, sem er annað tákn um þann menningarlega hátind sem þjóðin hefur náð. Meira að segja jafn púrítönsk þjóð og Bandaríkjamenn tekur okkur fram í þessum efnum. Þar í landi eru búnar til heilu kvik- myndirnar um kúreka sem knús- ast stundunum saman og karlkyns kvikmyndastjörnur virðast alveg óhræddar við að kyssast langt og innilega í beinni sjónvarpsútsend- ingu. Þjóðin sem hafnaði brjóstinu á Janet á ekki í erfiðleikum með að viðurkenna væntumþykju á milli karla. Sjálfur á ég ekki í neinum vand- ræðum með að knúsa og kyssa aðra menn, enda alvöru heimsborgari. Ég hef því af minni einskæru góð- mennsku ákveðið að gera forsætis- ráðherra tilboð sem hann getur ekki hafnað: Kennslustund í kossum. Bara við tveir, Brokeback Mountain og kartöflusekkur með í kaupunum. Ég efast ekki um að endurbættur forsætisráðherra hafi góð áhrif á þjóðina.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.