Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 68
Reykjavík!, Pétur Ben og Helgi Jónsson spiluðu á tónlistarhátíð- inni SPOT í Árósum í byrjun mán- aðarins. Steinþór Helgi Arnsteins- son var á svæðinu og upplifði stemninguna. SPOT er tveggja daga tónlistar- hátíð sem fer fram miðsvæðis í Árósum ár hvert en þar spila rúmlega hundrað skandinavískar hljómsveitir auk þess sem hátíð- ina sækja um þúsund blaðamenn, umboðsmenn og aðrir sem tengj- ast tónlistarbransanum. Ekki er annað hægt að segja en að Íslend- ingarnir hafi staðið sig frábær- lega því öll íslensku atriðin fengu fimm stjörnur af sex mögulegum hjá stærsta tónlistarmiðli Dan- merkur, Gaffa. Þess má til gam- ans geta að aðeins sjö hljómsveit- ir fengu hærri einkunn hjá Gaffa af þeim rúmlega hundrað sem þar komu fram. Gerðu það gott á Spot-hátíðinni Biggi úr Maus, einnig þekktur sem Bigital, fékk á dögunum góða dóma fyrir plötu sína Id í blaðinu Inside Entertainment. Í dómnum segir meðal annars að tónlistin sé „sem heitur fleygur er bræðir ís og færir okkur sorg svo fallega að næstum verkjar undan henni“. Á öðrum stað í dómnum segir að platan í heild minni á litskrúð- ugt kúbískt málverk. Blaðamaður hvetur að lokum alla til að verða sér úti um plötuna. Til gamans má geta þess að Biggi, sem hefur búið erlendis síð- ustu ár, er kominn aftur heim. Biggi fær góða dóma Tónlistarþátturinn Pollapönk hefur göngu sína á Rás 1 á föstudaginn kemur. Umsjónarmenn þáttarins eru Heiðar Örn Kristjánsson og Har- aldur Freyr Gíslason, betur þekktir sem Heiðar og Halli úr Botnleðju. Þeir félagar gáfu út plöt- una Pollapönk í fyrra en hún var hluti af loka- verkefni þeirra við Kennaraháskóla Íslands. „Þátturinn verður aðallega fyrir 6-12 ára börn en það ættu samt allir að geta haft gaman að honum,“ segir Halli. „Við ætlum að spila góða músík og vera með almennan fíflagang.“ Meðal dagskrárliða í útvarpsþættinum má nefna, óskalög pollanna, ljóðahornið og tvenn- una. „Við könnuðum landið og tókum viðtöl við börn til að athuga hvaða óskalög þau vildu helst heyra. Þau vilja ekki endilega hlusta á lög sem eru sérstaklega samin fyrir þau. Börn hlusta á hvað sem er,“ segir Halli. „Svo verðum við með ljóðahornið þar sem Þorlákur ljóðskratti kemur og fer með stökur og í tvennunni spilum við lag og á eftir að fá hlustendur að heyra upp- runalegu útgáfuna.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Halli og Heiðar spreyta sig í útvarpi en sá fyrrnefndi sá áður um tónlistarhorn í Stundinni okkar ásamt syni sínum þar sem þeir spiluðu lög og kynntu ýmis hljóðfæri fyrir yngstu kynslóðina. Í Pollpönki verður einnig brandarahorn í umsjá þeirra félaga. „Það segir sig sjálft að það verða misgóðir brandarar í horninu,“ segir Halli og hlær. Pollapönk verður á dagskrá Rásar 1 í sumar og hefst klukkan 19.40. Pollapönk í útvarpið Talsetning Simpsons-kvik- myndarinnar er nú í fullum gangi í Sýrlandi talsetn- ingu. Leikstjórinn Jakob Þór Einarsson segir verk- efnið sitt erfiðasta til þessa. Upptökur á myndinni hófust á mánudag í síðustu viku og er stefnt á að ljúka þeim í þeirri næstu. Alls er því um tveggja vikna törn að ræða þar sem Jakob er að nánast að frá morgni til kvölds. „Þetta er það strembnasta sem ég hef lent í,“ segir Jakob um verkefnið en eftir að upptökum lýkur tekur við nokk- urra daga eftirvinnsla og „fínpússn- ing“ eins og leikstjórinn orðar það. Jakob er þaulreyndur í talsetn- ingu og hefur komið að leikstjórn og framleiðslu fjölmargra teikni- mynda. Munurinn sé hins vegar sá að nú komi áhorfendur með fyrir fram ákveðnar hugmyndir um hvernig raddirnar eigi að hljóma, enda hafa þættirnir um Simpsons- fjölskylduna verið á skjám lands- manna í fleiri ár. „Það eru yfir 100 mismunandi per- sónur í myndinni, margar hverjar með 1-2 línur og flestar þekktar úr þáttunum. Þess vegna getur verið mjög erfitt að finna hentuga rödd,“ útskýrir Jakob en bætir við að það sé alls ekki nóg að finna einhvern sem getur hermt vel eftir uppruna- legu röddinni. „Menn þurfa líka að vera fyndnir og þetta tvennt fer ekki alltaf saman. Þetta getur því verið mjög snúið.“ Fréttablaðið hafði áður greint frá því að Stefán Birgir Stefánsson, einn helsti aðdáandi þáttanna hér á landi, hafi fengið hlutverk í mynd- inni og segir Jakob að hann hafi staðið sig mjög vel. Auk þess hefur Stefán verið í sérlegu ráðgjafahlut- verki fyrir Jakob, ásamt Ara Eld- járn, sem einnig er blóðheitur Simp- son-unnandi. „Þessir menn eru nátt- úrlega gangandi alfræðibók um þessa fjölskyldu og þeir hafa gefið mér mörg góð ráð. Ég er ágætur í að leikstýra talsetningu en er eng- inn sérfræðingur um Simpson-fjöl- skylduna. Þess vegna er afar gott að hafa þá við hendina,“ segir Jakob. STRANDPARTÍ! afsláttur* af sundfatnaði strandkjólum sólgleraugum sumarskóm *gildir frá 14.06-17.06 25%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.