Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 4
 „Það er einfaldlega skelfilegt ástand að tugir einstaklinga smitist af sjúkdómi eins og lifrarbólgu C á ári hverju. Það er svo sannarlega full ástæða til að íhuga það vandlega að auðvelda aðgengi fólks að sprautum og nálum,“ segir Sigurður B. Þor- steinsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Lands- spítalans. 636 einstaklingar hafa smitast af lifrar- bólgu C á síðustu tíu árum. Meirihluti þeirra eru sprautufíklar. Smitaðir eru í margfaldri hættu á að fá lifrarkrabbamein og lifrarbilun. Sigurður segir sjúkdóminn orðinn mjög algengan á meðal sprautufíkla á Íslandi. „Um sjötíu prósent þeirra sem sprauta sig með fíkniefnum í æð eru sýkt. Það er afar hátt hlutfall og hægt að rekja til þess að einstaklingar eru að nota óhreinar sprautur og nálar frá öðrum notendum.“ 56 einstaklingar greindust með lifrarbólgu C árið 2006 en á síðustu tíu árum hafa rúmlega 63 greinst árlega að meðaltali. Á síðasta áratug sýktust flestir árið 2000, eða 87, en fæst tilfelli á tímabilinu voru 38 árið 2003. „Sjúkdómurinn eykur líkurnar margfalt að fá krabbamein í lifur og síðan veldur sýkingin einnig lifrarbilun, sem þýðir mjög erfið veikindi. Stundum er gripið til þess að græða lifur í sjúkling. Það er nokkur árangur af því en nýja lifrin sýkist mjög oft.“ Meðferðin við sjúkdómnum er mjög erfið, að sögn Sigurðar. „Það þola hana ekki allir og aukaverkanir geta verið miklar.“ Í ársriti SÁÁ 2005-2006 kemur fram að á árunum 1991 til 2005 innrituðust 1.520 einstaklingar á sjúkra- húsið á Vogi sem höfðu sprautað sig í æð. Árið 2006 var ekki talið ofmetið að um 600 virkir sprautufíklar væru á Íslandi og að helmingur þeirra væri sýktur af lifrarbólgu C og væri að smita sífellt fleiri. „Lifrar- bólgan breiðist út meðal yngri og yngri einstaklinga og árið 2005 voru sex einstaklingar 19 ára eða yngri með lifrarbólgu C á Sjúkrahúsinu Vogi,“ segir í árs- ritinu. Haraldur Briem sóttvarnalæknir hefur lýst áhyggjum sínum um að HIV-sýkingum fjölgi á meðal sprautufíkla líkt því sem gerst hefur erlendis. Slík sýking hefur verið fátíð meðal sprautufíkla hér á landi hingað til en mikill fjöldi lifrarbólgu C sýkinga veldur áhyggjum. Sigurður tekur undir með sóttvarnalækni. „Vand- inn með lifrarbólgu C sýkingar gerir okkur afar hrædda um að faraldur af HIV-sýkingum geti einnig brotist út.“ Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Háskólinn í Reykjavík fagnar fyrir sitt leyti að úttekt hafi verið gerð á háskólastarfi en gerir athuga- semdir við mælikvarða Ríkisendur- skoðunar. „Akadem- ísk staða og gæði kennslu eru tveir aðskildir þættir,“ segir í tilkynningu. Birtar rannsóknargreinar og hlut- fall kennara með doktorspróf segi ekki allt um gæði kennslu. Þá er bent á að HR sé ungur skóli og fræðasviðin sem mæld voru í skýrslunni hafi verið „á þessum tíma að stíga sín fyrstu skref“. Lagadeild HR var til að mynda ársgömul þegar skýrslan var gerð. Þá er einnig efast um að lágur kostnaður við kennslu sé jákvæður þáttur í rekstri skóla. Einnig segir í tilkynningunni að sjálfsaflafé til rannsókna sé mikil- vægur mælikvarði á akademíska stöðu og hafi verið í upphaflegum drögum að skýrslunni. „Ríkisendurskoðun tók þá ákvörðun að sleppa þessum mikil- væga mælikvarða úr endanlegu mati á akademískri stöðu, þvert á ráðleggingar erlendra sérfræð- inga. Þar með breyttist röð skól- anna í endanlegu mati.“ Ríkisendurskoðandi segir á móti að fallið hafi verið frá því að nota umræddan mælikvarða því hann hafi ekki verið talinn „gefa rétta og sanngjarna mynd af gæðum rannsókna vegna mis- munandi tekjumöguleika skól- anna.“ Því hafi HR fallið um eitt sæti í einni grein af ellefu. Fleiri breytingar hafi verið gerðar á skýrslunni, sem hafi haft áhrif á röðun skólanna. „Ekki verður séð að það hafi komið einum skóla betur en öðrum.“ Efast um gæði mælikvarðanna Lifrarbólga C orðin stór vandi á Íslandi 636 einstaklingar hafa smitast af lifrarbólgu C á tíu árum. Talið er að 70 pró- sent sprautufíkla séu sýkt og sífellt yngri einstaklingar greinast. Læknar vilja að aðgengi að sprautum og nálum verði bætt. Meðferð við lifrarbólgu er erfið. Líbanski þingmaður- inn Walid Eido, sem var yfirlýst- ur andstæðingur sýrlenskra stjórnvalda, fórst ásamt níu öðrum í gær þegar sprengja sprakk í bifreið hans í Beirút. Morðið er það sjöunda á síðustu tveimur árum í röð morða á mönnum sem eru andsnúnir sýrlenskum stjórnvöldum í Líbanon. Nokkrir dagar eru síðan líbönsk stjórnvöld hófu gerð áætlunar um alþjóðadómstól á vegum Sameinuðu þjóðanna þar sem réttað verður yfir fólki sem er grunað um aðild að fyrr- greindum morðum. Talið er að morðið á Eido kyndi undir valdabaráttu líbönsku stjórnarinnar, sem Vesturlönd styðja, og stjórnarandstöðunnar, sem hefur stuðning Sýrlands. Líbanskur þing- maður myrtur Nicolas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun í dag eiga viðræður við forsætis- og utanríkisráðherra í Reykjavík. Það var Burns sem hringdi fyrir hönd Bandaríkjastjórnar í Geir H. Haarde, þáverandi utanríkisráðherra, hinn 15. mars í fyrra til að tilkynna að ákveðið hefði verið að bandaríska herliðið í Keflavík myndi hverfa úr landi fyrir 1. október. Erindi hans til Íslands nú er að ræða tvíhliða samskipti Bandaríkjanna og Íslands og alþjóðamál við hérlenda ráðamenn. Hann heldur aftur af landi brott síðdegis. Ræðir við ís- lenska ráðherra Hópur bifhjóla- manna var staðinn að ofsaakstri á Þingvallavegi í fyrrakvöld. Mennirnir mældust á 174 kílómetra hraða. Þeir voru á austurleið en lögreglan hugðist stöðva þá við afleggjarann að Skálafelli. Um tíu bifhjólamenn, tæplega helmingur hópsins, óku framhjá lögreglunni og sinntu ekki stöðvunarmerki. Hinn helmingur hópsins sneri við og hélt í átt til Reykjavíkur. Lögregla segir átakanlegt að horfa upp á slíkan akstur í ljósi þess að fyrir nokkrum árum hafi ökumaður bifhjóls látið lífið í slysi á veginum. Bifhjólamenn á 174 km hraða Shimon Peres var í gær kjörinn forseti Ísraels af þjóð- þingi landsins. Stjórnmálaferill Peres, sem er 83 ára gamall, spannar sex áratugi og verður hann níræður þegar kjörtímabili hans lýkur. Tveir keppinautar Peres drógu framboð sín til baka fyrr um daginn eftir að hann tók afger- andi forystu í fyrstu umferð. Peres var því einn í næstu umferð og hlaut stuðning 86 þingmanna af þeim 120 sem eiga sæti á þingi. Peres, sem bauð sig einnig fram árið 2000, þótti þá sigur- stranglegur en beið lægri hlut fyrir Moshe Katsav. Styr hefur staðið um Katsav undanfarið vegna ásakana um að hafa áreitt fjórar konur kynferðislega. Shimon Peres forseti Ísraels
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.