Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 10
 Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hóta fólki með sprautunálum. Um tvö aðskil- in tilvik er að ræða. Í fyrra tilvikinu, sem átti sér stað snemma á sunnudagsmorgni í september, veittist karlmaður að öðrum manni á Ingólfstorgi og krafði hann um peninga. Þegar sá síðarnefndi sinnti því ekki tók maðurinn fram sprautu, dró blóð úr handlegg sínum, ógnaði hinum með henni og ítrekaði kröfuna um peninga. Því næst veittist hann að manninum með brotinni flösku og sló hann nokkur högg í höfuðið með henni, þannig að þrír skurðir í andlit hlutust af. Sami árásarmaður réðst sama morgun með brotinni flösku á annan mann í Aðalstræti, heimtaði af honum peninga, sló hann með flöskunni og sparkaði í hann. Síðara sprautunálamálið átti sér stað á laugardagsmorgun í janúar, þegar maður ógnaði leigubílstjóra með sprautunál og hótaði að smita hann af lifrarbólgu C. Ofbeldis- maðurinn hótaði leigubílstjóranum jafnframt barsmíðum og lífláti. Að því búnu kastaði hann grjóthnull- ungi í framrúðu leigubifreiðarinn- ar þannig að hún brotnaði. Sami maður er einnig ákærður fyrir þjófnað í 11-11 verslun. Íslenskt sjónvarps- efni og kvikmyndir verða sýnd í kínverskum bönkum á næstunni. Sendiráð Íslands hefur gert samning við fyrirtækið Focus Media Development Co. Ltd. í Kína sem sér um að birta sjónvarpsefni í kínverskum bönkum. Samkvæmt samningnum mun sendiráðið láta fyrirtækinu í té íslenskt myndefni. Í Kína er talið að viðskiptavinir banka þurfi að meðaltali að bíða í um tuttugu mínútur eftir afgreiðslu. Það er því trú sendiráðsins að þessi aðferð veki athygli Kínverja á Íslandi þar sem áhorf verði mikið. Sýnt í kínversk- um bönkum Nautarúllan frá SS er vafin inn í netta rönd af svínaspekki, taðreykt en þó með mildu en sjarmerandi reykbragði sem minnir dálítið á hangikjöt. Það er því tilvalið að nota SS nautarúllu á svipaðan hátt og hangiálegg eða feta nýjar slóðir eins og t.d. hér er sýnt. Nautarúllan hefur fengið gullverðlaun í fagkeppnum bæði hér heima og erlendis. Ilmandi álegg frá SS www.ss.isF íto n eh f. / S ÍA Nýtt félag á First North Century Aluminum Company OMX Nordic Exchange á Íslandi býður Century Aluminum Company velkomið á First North Iceland. Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, rekur álver í Bandaríkjunum og á Íslandi. Auk þess á félagið hlut í báxít og súrálsframleiðslu- fyrirtækjum í Bandaríkjunum og á Jamaica. Century Aluminum er skráð á Nasdaq og verður skráð á First North Iceland 14. júní. Félagið tilheyrir hráefnisgeira á markaðnum. omxgroup.com/nordicexchange/firstnorth Fjárfesting í félagi á markaði First North kann að fela í sér meiri áhættu en fjárfesting í félagi á aðalmarkaði. First North er hliðarmarkaður Nordic Exchange og einn mest spennandi markaður fyrir fyrirtæki í vexti í Evrópu. Þetta félag hér að ofan er einungis nýjasta viðbótin á stöðugt vaxandi First North markaðnum sem býður upp á áhugaverða fjárfestingarkosti. Skoðaðu lista yfir öll félög á First North markaðnum sem nú er mögulegt að fjárfesta í á www.omxgroup.com/nordicexchange/ firstnorth. Þar eru einnig veittar nánari upplýsingar um fjárfestingarkostina. Bandarísk stjórn- völd hafa „óhrekjanlegar“ sannanir fyrir því að Íranar flytja vopn til talibana í Afganistan með vitneskju íranskra stjórnvalda að sögn hátt- setts bandarísks erindreka sem segir að Atlantshafsbandalagið (NATÓ) hafi hindrað nokkra slíka flutninga. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns, staðfesti þetta í samtali við AP fréttastofuna og sagði að NATÓ þyrfti að beita sér fyrir því að stöðva þessa flutninga. Burns sagði ekkert um umfang vopnaflutninganna en gaf í skyn að þeir hefðu ekki mikil áhrif á átökin í Afganistan. „Ég tel ekki að þeir skipti sköpum gagnvart okkur en þeir skapa vanda, þetta er ólöglegt samkvæmt alþjóðalögum ... og Íran- ar verða að hætta þessu.“ Mikið hefur verið deilt um hvort stjórnvöld í Íran séu að aðstoða upp- reisnarmenn í Írak og í síðasta mán- uði sökuðu stjórnvöld nokkurra ríkja á Vesturlöndum og við Persa- flóa Íran um leynilegan stuðning við talibana í Afganistan. Írönsk stjórn- völd neita því að þau styðji talibana og segja slíkan málflutning hluta af rógsherferð gegn sér. Bandarískur hershöfðingi, Dan McNeill, segir talibana hafa sýnt merki um betri þjálfun í átökum undanfarið og þeir noti bardaga- tækni í líkingu við „háþróaðan vest- rænan her.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 159. tölublað (14.06.2007)
https://timarit.is/issue/277420

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

159. tölublað (14.06.2007)

Aðgerðir: