Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 74
 Segja má að botninum sé náð hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu sem hefur aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA. Íslenska liðið hefur hríðfall- ið á þessu ári en í janúar var liðið í sæti 93. Á nýjum styrkleikalista sem FIFA kynnti í gær er Ísland í 109. sæti ásamt Aserbaídsjan. Í sæti 111 er Búrundi og þar á eftir koma Rúanda, Súdan og Sýrland. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, viðurkenndi að staða Íslands á listanum væri slæm. „Það mun taka okkur tíma að vinna okkur upp þennan lista aftur því úrslit síðustu fjögurra ára eru reiknuð í stigagjöfinni. En það sem er mikilvægara er hvern- ig raðað er í styrkleikaflokka þegar dregið er í riðla í forkeppn- um HM og EM. Þá skipta stigin sem við söfnum í tveimur síðustu undankeppnum máli en ekki staða okkar á listanum. Það er því mik- ilvægt að ná í stig í undankeppn- inni, sérstaklega þar sem við feng- um ekki nema fjögur í þeirri síð- ustu,“ sagði Geir. Ísland er með fjögur stig eins og stendur í nú- verandi undankeppni. Styrkleikalistinn var fyrst sett- ur á laggirnar árið 1993. Ísland hefur hæst verið í 37. sæti, í sept- ember árið 1994. Þetta er næst- mesta fall sem liðið hefur lent í, það mesta var þegar Ísland hrap- aði niður um fjórtán sæti í apríl árið 1997. Ísland hefur spilað þrjá leiki á þessu ári, 1-0 tap var niðurstaðan í vináttulandsleik gegn Spánverj- um í mars, 1-1 jafnteflið gegn Li- echtenstein hafði sín áhrif sem og 5-0 skellurinn gegn Svíum. Af þjóðum í Evrópu er Ísland í 43 sæti, þar á eftir koma Malta, Kasakstan og Eistland. Ísland aldrei neðar á listanum Valur er aftur komið á beinu brautina eftir góðan sigur á Víkingi, 3-1. Tvö mörk frá Helga Sigurðssyni í síðari hálfleik gerðu út um leikinn. Víkingur sá aldrei til sólar í leiknum og ógnaði lítið sem ekkert. Fyrri hálfleikur var eign Vals- manna frá upphafi. Þeir stýrðu umferðinni, spiluðu vel á miðjum vellinum en voru í vandræðum á síðasta þriðjungi vallarins eins og áður í sumar og varnarmenn Víkings voru í litlum vandræðum með að stöðva sóknarlotur heima- manna. Sóknarleikur gestanna var að sama skapi steingeldur, sókn- armennirnir komust ekki nálægt boltanum og miðjumennirnir urðu undir í flestum bardögum. Það var flest sem benti til þess að það yrði markalaust í hálf- leik en Pálmi Rafn skallaði auka- spyrnu Carlsen laglega í mark í uppbótartíma. Helgi Sigurðsson gerði svo út um leikinn á tveggja mínútna kafla snemma í síðari hálfleik. Fyrst með marki úr víti og svo með kláraði hann færi einn gegn markverði eftir klaufaskap í vörn Víkings. Víkingar lögðust endanlega niður eftir markið og veittu litla sem enga mótspyrna en þeir voru afspyrnuslakir nánast allan leik- inn. Varnarleikurinn var oft á tíðum vafasamur og sóknarleikur- inn enginn. Nokkrir dauðakippir komu í lok leiksins og Kekic skor- aði úr víti sem Gunnar nældi í. „Við vorum ekki nógu ákveðnir og þeir komast reyndar yfir þegar ég taldi að tíminn væri búinn. Við vorum svo ekki klárir í upp- hafi síðari hálfleiks og þeir klára leikinn snemma,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Víkings. „Dóm- gæslan var léleg í dag en við töp- uðum ekki út af henni.“ Valur var mun betra liðið og hafði yfirburði úti um allan völl. Það styrkti leik liðsins að fá Haf- þór inn loksins en nokkuð vantaði upp á kantspilið síðast. „Mér fannst spilamennskan góð á köflum og mikið af færum. Ég er sáttur þó svo að ég sé nokkuð pirraður yfir hvað við klúðrum af færum,“ sagði Valsarinn Helgi Sigurðsson, sem var maður leiks- ins. „Ég er sáttur við mína byrj- un á mótinu en ég hefði gjarnan viljað að við værum komnir með fleiri stig.“ Valsmenn völtuðu yfir arfaslaka Víkinga í Laugardalnum í gær og unnu örugg- an og sanngjarnan 3-1 sigur. Helgi Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Valsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.